Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 Knattspyrnuhús og Iþróttaakademía á borði bæjarstjórnar: Bókun minnihlutans olli meiri- hlutanum miklum vonbrigðum Um Íþróttaakademíuna sagði Elliði að ekki væri fyrirhugað að stofna hana því nú þegar væru 15 nemend- ur við nám í akademíunni sem sem allir spila handbolta undir merkjum IBV. í bæjarstjóm á fimmtudaginn lagði Vestmannaeyjalistinn fram bókun þar sem er áréttað er að V-listinn hafi markað þá stefnu að byggja skuli knattspyrnuhús í Vestmanna- eyjum og að leitað verði allra leiða til að byggja eins hagkvæmt og nokkur kostur sé. Mikil umræða varð um bókunina og hátt reitt til höggs hjá sumum. Íþróttaakdemían spannst inn í umræðuna og fullyrti bæjarstjóri að hún væri komin af stað með aðkomu ÍBV-íþrótta- félags. Framkvæmdastjóri IBV, sem einnig er bæjarfulltrúi, kannaðist ekki við það, sem kom bæjarstjóra á óvart. I bókun V-listans segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samþykkt samhljóða að byggja knattspyrnu- hús sem fullnægði þörfum knatt- spyrnunnar í Vestmannaeyjum. Það hús var u.þ.b. helmingi ódýrara en það hús sem nú er rætt um. „Það er mikilvægt að lögð verði fram nákvæm kostnaðaráætlun. Það er mikilvægt, ef ákveðið verður að byggja knattspyrnuhús, að hug- myndir þar um verði lagðar fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samanber 1. og 3. gr. Samnings bæjarstjómar Vestmanna- eyja og eftirlitsnefndarinnar frá 8. ágúst sl. I skýrslu sem lögð var fyrir menn- ingar- og tómstundaráð koma fram upplýsingar um að fyrirhugað sé að stofna íþróttaakademíu við Fram- haldsskólann. Engar upplýsingar liggja fyrir um stofnun íþrótta- akademíu. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðkomu stjómvalda eða fjármögnun íþróttaakademíu í Vestmannaeyjum," segir í bókun- inni sem Lúðvík Bergvinsson, Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving voru skrifaðir fyrir. Kemur 1 opna skjöldu Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagði að bókunin kæmi sér í opna skjöldu. „Málefni knattspyrnuhúss hafa ítrekað verið rædd og alltaf hafa bæjarfulltrúar verið á einu máli. Menningar- og tómstundaráð vísaði málinu til bæjarráðs og þar situr Lúðvík Bergvinsson en í forföllum hans mætti Páll Scheving sem samþykkti afgreiðsluna aðfinnslu- laust,“ sagði Elliði. Hann sagði að nú væri Lúðvík mættur og þá væri farið að tala um allt aðra hluti og það sé ekki gott. „Þetta hefur haft langan aðdraganda og allir verið á einu máli. Ég lýsi miklum vonbrigðum með þennan vingulshátt og þama koma fram hreinar og klárar rangfærslur í bókun." Er þegar tekin til starfa Um Íþróttaakademíuna sagði Elliði að ekki væri fyrirhugað að stofna hana því nú þegar væru 15 nemend- ur við nám í akademíunni. „Þessir 15 spila allir handbolta undir merkjum IBV. Framkvæmdastjóra IBV ætti að að vera fullkunnugt um þetta. Það er verið að prufukeyra módelið og það verður blásið til fullrar sóknar næsta haust nema eitthvað óvænt komi í ljós,“ sagði Elliði. Páll Scheving (V) tók næst til máls og sagðist verða að viður- kenna að hefði ekki hugmynd um að Íþróttaakademía væri starfrækt við Framhaldsskólann. „Ég hafði ekki hugmynd um það og það er sjálfsagt að játa það. En ég er með tölvupóst frá bæjarstjóra þar sem hann óskar eftir fundi með full- trúum FÍV og ÍBV varðandi íþrótta- akademíu í Vestmannaeyjum. Skólameistari bað um frest en fund- arboðið kom á mánudaginn. Stjórn ÍBV hefur ekki sett sig inn í málið og hefur ekki rætt það. Það lítur því út fyrir að handboltadeildin hafi ein gert þetta og það án þess að ræða við stjómina," sagð Páll. Ekki verið að breyta nokkru Lúðvík Bergvinsson (V) sagðist vilja upplýsa að þó V-listinn hefði samþykkt í menningar- og tóm- stundaráði að vísa málefnum knattspyrnuhúss til bæjarráðs hefði það verið gert á þeirra rökum og forsendum. „Hér er ekki verið að breyta nokkru eða setja málið í annan farveg. Það er afar mikilvægt, já, mjög mikilvægt að setji menn fram röksemdir sé það gert af hóf- semd en ekki eins og bæjarstjóri gerði hér áðan,“ sagði Lúðvík. Páley Borgþórsdóttir (D) sagði bókunina mikil vonbrigði. Knatt- spyrnuhús hefði fengið mikla umræðu og í menningar- og tóm- stundaráði þar sem bæjarstjóra hafi verið falið að vinna að gerð kostn- aðaráætlunar og kanna fjármögnun. „Hverju vilja menn breyta þegar búið er að vísa málinu til bæjarráðs. Þetta eru mikil vonbrigði í þessu góða máli,“ sagði Páley. Afram hélt umræðan og næst var komið að Páli Marvin Jónssyni (D) sem sagði bókunina mikil von- brigði. „Þetta eru mikil vonbrigði þegar við erum að róa ákveðnar leiðir með því að fá ríkið til að koma að stofnun Íþróttaakademíu. Nú fáum við þetta framan í okkur frá Páli Scheving, framkvæmda- stjóra IBV þegar við erum að keyra þetta með handboltanum. Til að akademían fari af stað þarf knatt- spymuhús. Þetta em vonbrigði fyrir hönd íþróttahreyfmgarinnar í Vestmannaeyjum," sagði Páll Marvin. Margrætt við fulltrúa ÍBV Elliði kom næstur í pontu og sagði að jarðvegurinn hefði verið undirbúinn frá því í vor. „Ég hef margsest niður með fulltrúum ÍBV, þeim Erlingi Richardssyni, Hlyn Sigmarssyni og margrætt þetta við Pál Marvin. Eg hef líka margrætt þetta við Pál Scheving og á engum tímapunkti hefur komið fram and- staða við knattspyrnuhús, heldur þvert á móti. A síðasta bæjar- stjómarfundi ræddum við hvemig hús ætti að byggja og hversu mikil- vægt það væri að byggja knatt- spymuhús ef við ætlum okkar að nýta það sóknarfæri sem Fram- haldsskólinn hefur með stofnun Íþróttaakademíunnar og um leið fyrir IBV-fþróttafélag. Ég á það ekki orðrétt þegar Páll hrósar okkur fyrir djörfung í þessu máli en svo mætir Lúðvík hér á fund og þá verða sinnaskípti. Þetta er vont í stjómsýslunni. Við emm að reyna að vinna saman að stjóm bæjar- félagsins eins og við vorum kjörin til. Og málefni knattspymuhúss og Iþróttaakademíu hafa verið unnin af heilindum hingað til,“ sagði Elliði sem sagði þetta þyngra en támm taki því þama séu tækifæri fyrir skólann, íþróttahreyfmguna og Vestmannaeyjar allar. Hissa á gífuryrðum Hjörtur Kristjánsson (V) var hissa á gífuryrðum sem bæjarfulltrúar hefðu látið falla í umræðunni. „Þetta er ekki spuming um að vera með eða á móti. Þetta er lítil afgreiðslutillaga sem hefur ekkert með að gera að vera með eða á móti knattspymuhúsi eða Akademíu. Það kemur mér gífurlega á óvart hvað gffurlega mikil gífuryrði hafa fallið í umræðunni," sagði Hjörtur og lagði áherslu á orð sín. Forseti bæjarstjómar, Gunnlaugur Grettisson, sá ástæðu til að setja ofan í við Hjört og sagði ekki við hæfi að gera grín eða hæða aðra bæjarfulltrúa. Elliði sagði það gífurleg vonbrigði að sjá nýja bæjarfulltrúa gera sig að fífli. Hjörtur sagði bæjarfulltrúa hafa haft uppi gífuryrði og menn verið sakaðir um vingulshátt. Jafnt yrði yftr alla að ganga með ávítur. Forseti sagði að enginn hefði verið ávíttur en hvatti til hófsemi það yrði bæjarfulltrúum til sóma. Páll Scheving sagðist hafa dáðst að kjarki meirihlutans en ekki sam- þykkt knattspymuhús upp á allt að 400 milljónir. „Við viljum að áfram verði unnið að framgangi knatt- spyrnuhúss en ég hef bent á að við lögðum til helmingi ódýrara hús. Það er mikilvægt að akademían komist af stað en hver kallar mig andstæðing íþrótta í Vestmanna- eýjum? Það em nýjar fréttir og ný tíðindi að íþróttabraut sé tekin til starfa. Ég las það í blöðum að hún ætti að byrja næsta haust en það er gott ef hún er þegar byrjað. En ég hef aldrei verið á móti knattspymuhúsi og akademíu og bókunin er nauðsynlegt gagn í þessu máli,“ sagði Páll. Páley sagði þessa deilu ótímabæra því engar tillögur um kostnað lægju fyrir. „Það er búið að vinna í íþrótta- akademíu og við höfum verið í viðræðum við rikið og allt er þetta hið besta mál. Það fylgja því mörg tækifæri og við megum ekki eyði- leggja það og ekki draga íþrótta- akademíuna ofan í eitthvert svað. Þessi bókun er óþöf,“ sagði Páley. Framtíðarskipulag háskóla- og rannsóknastofnanna Á fundi bæjarstjórnar á fimmtu- daginn lagði meirihluti sjálfstæðis- manna fram tillögu um framtíðar- skipulag háskóla- og rannsókna- stofnana í Vestmannaeyjum. Til- lagan gerði ráð fyrir að að fela bæjarstjóra að ræða við mennta- málaráðuneytið um skipan sérstaks starfshóps, skipuðum fulltrúum ráðuneytisins, bæjaryfirvalda og Rannsókna- og fræðasetursins til að fjalla um og koma með tillögur um framtíðarskipulag háskóla- og rannsóknastofnana í Vestmanna- eyjum. Meginmarkmið hópsins verður að endurskipuleggja aðstöðu til rann- sókna og háskólanáms í Vest- mannaeyjum. í greinargerð segir að mikil áhersla hafi verið á uppbyggingu háskólanáms á landsbyggðinni í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir jákvæða byggðaþróun. „Árið 1993 gerðu Vestmannaeyjabær og Háskóli íslands með sér samning um að byggja upp rannsókna- aðstöðu og opna útibú frá Háskóla íslands í Eyjum. Rannsókna- og fræðasetrið var síðan opnað haustið 1994. Meginmarkmið Setursins var að leiða saman þær rannsókna- stofnanir sem þá voru til staðar í Eyjum og tengja við útibú Háskóla íslands sem tók til starfa á sama tíma. Með því að setja þessar stofnanir undir sama þak tókst að skapa þverfaglegt rannsókna- umhverfi innan raunvísinda. Þær rannsóknastofnanir sem hafa að- setur í Setrinu í dag eru Háskóli íslands, Hafrannsóknastofnunin, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarips, Rannsóknaþjónustan Vm. ehf. og Náttúrustofa Suðurlands. Þá er Viska, fræðslu- og símenntunar- miðstöð Vestmannaeyja sem hóf starfsemi 2003, með skrifstofu og kennsluaðstöðu í Setrinu. Um þessar mundir stunda 60 til 70 manns háskólanám í Eyjum í gegn- um fjarnámsbúnað og fjöldi ann- arra tekur þátt í almennum nám- skeiðum Visku. Mikið hefur breyst í rannsókna- og háskólasamfélaginu frá stofnun Setursins og ber þar hæst fjölgun háskóla í landinu og efling fræða- setra á landsbyggðinni með vírkri aðkomu ríkisins. Fjölgun háskóla hefur almennt leitt til eflingar fjar- náms og aukins námsframboðs á háskólastigi. Uppbygging á há- skólasamfélagi og aukin þekking og/eða menntun f heimabyggð er talin vera ein meginforsenda já- kvæðrar byggðarþróunar úti á landi. Það er mikilvægt að Vestmanna- eyjar taki virkan þátt í þessari þróun og marki sér nýja fram- tíðarsýn í þessum málum, með aðkomu ríkisins og hinum fjöl- mörgu háskóla- og rannsóknastofn- unum sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess að starfa í Vest- mannaeyjum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur tekið að sér að leiða vinnu er lítur að stöðumati og stefnumótun stofnana Setursins í tengslum við Vaxtasamning Suðurlands. Sú vinna mun nýtast starfshópnum til að móta tillögur um framtíðar- stefnu og skipulag háskólanáms og rannsókna í Vestmannaeyjum," segir í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt samhljóðaa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.