Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 14
14 Ffgttir / Fimmtudagur 28. september 2006 Landa- KHiKJA Fimmtudagur 28. september Kl. 10.00. Mömmumorgunn í fræðslustofu Safnaðarheimilisins. Gengið inn frá Skólavegi. Spjall og uppbyggileg stund yfir kaffi- bolla. Sr. Kristján. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20.00. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi. Vinir í bata. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Kl. 20.00. Opið hús f KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. Sunnudagur 1. október Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, lofgjörð og gleði. Barnafræðararnir Sigurlína, Elfa Ágústa, Guðrún, Rakel og Þröstur leiða stundina með presti. Kl. 11.00. Kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6 TIL 8 ára krakka hefst með barnaguðsþjónustunni en færist síðan í fræðslustofuna til Esterar Bergsdóttur, leiðtoga. Kl. 14.00. Messa með altaris- göngu. Fermingardrengirnir Ari Brynjólfsson og Jóhann Gunnar Aðalsteinsson lesa úr Ritning- unni. Kl. 16.00. TTT- kirkjustarf. Kl. 20.30. Fundur í Æskulýðs- félagi Landakirkju-KFUM&K. Mánudagur 2. október Kl. 18.00. Haustfundur starfs- manna og sóknarnefndar í Safnaðarheimilinu. Sóknarprestur og formaður sóknarnefndar stýra fundinum. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Stjórnin. Þriðjudagur 3. október Kl. 11 - 12.00. Viðtalstímar presta þriðjudaga til föstudaga. Kl. 13.15, 14.50 og 15.40. Fermingarfræðsla í fræðslu- stofunni. Sr. Kristján. Kl. 20.00. Fundur í Gideon- félaginu í Eyjum í fundarherbergi nýja Safnaðarheimilisins. Miðvikudagur 4. október Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 15.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofu. Kl. 20.00. Aglow, fundur og samvera kvenna í öllum kirkjudeildum. Stjórn Aglow. HVÍTA SUNNUEIEKJAN Fimmtudagur 31. ágúst Kl. 20:30 Biblíuleshópur Post- ulasagan. Föstudagur 1. september Kl. 20:30 Unglingakvöld. Laugardagur 2. september Kl. 20:30 Bæn- og lofgjörð. Sunnudagur 3. september Kl. 13:00 SAMKOMA. Aglow Aglowfundur vetrarins verður í Safnaðarheimilinu Á miðvikudag kl. 20.00. Kafftgjald 500 krónur. Allar konur velkomnar. AíIVENTKI RKJAN Laugardagur Kl. 10:30 Biblíurannsókn. SKÁKMENN á öllum aldri tóku þátt í mótinu sem var nokkuð sterkt. Vel heppnuð skákveisla í Höllinni á laugardaginn: Björn ívar í átta liða úrslit í atskák -Helgi Ólafsson sigraði á afmælismóti Taflfélags Vestmannaeyja Á laugardaginn fór fram Meist- aramót Islands í atskák en tæplega 40 keppendur tóku þátt í mótinu. Enginn stórmeistari var með þetta árið cn engu að síður voru alþjóð- legir meistarar áberandi á meðal keppenda og mótið því nokkuð sterkt. Teflt var með útsláttarfyrirkomu- lagi, byrjað í 32 manna úrslitum eftir forkeppni og síðan teflt þar til tveir stóðu eftir. Þeir tveir sem komust í gegnum umferðirnar voru þeir Bragi Þorfinnsson og Arnar Gunnarsson, báðir alþjóðlegir meistarar en þeir munu tefla til úrslita í mótinu f sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins í næstu viku. Bjöm ívar Karlsson komst alla leið í átta manna úrslit en féll þar úr leik og var það besti árangur heima- manna í mótinu. Samhliða Meistaramótinu fór fram glæsilegt afmælismót Tafl- félags Vestmannaeyja í tilefni af 80 ára afmæli Taflfélagsins. Þar var keppt í hraðskák en munurinn á atskák og hraðskák er eingöngu leiktími keppenda en tíminn er mun styttri í hraðskák. Enda sáust oft skemmtileg tilþrif þegar tíminn var að renna út og þá var oft handa- gangur í öskjunni. Keppt var í fimm flokkum og var Helgi Ólafsson eini stórmeistarinn sem tók þátt í mótinu. Hann sigraði í opnum flokki en Helgi teflir fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Veitt voru myndarleg peninga- verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki fyrir sig en úrslitin urðu eftirfarandi. Sigurvegarar: 1. Helgi Ólafsson TV 2. Bergsteinn Einarsson TR 3. Hrannar Baldursson TH Flokkur keppenda með undir 1900 skákstigum: 1. Guðfríður L. Grétarsdóttir TH. 2. Sigurjón Þorkelsson TV 3. Páll Sigurðsson TG Flokkur keppenda undir 1600 skák- stig: 1. Elsa María Þorfinnsdóttir TH 2. Víkingur Fjalar Eiríksson TR 3. Stefán Gíslason TV Börn 12 ára og yngri: 1. Nökkvi Sverrisson TV 2. Alexander Gautason/Bjartur Týr Ólafsson TV 3. Sindri Freyr Guðjónsson TV Börn yngri en 10 ára: 1. Daði Steinn Jónsson TV 2. Hafsteinn Valdimarsson TV 3. Ársæll Guðjónsson TV Verðlaunahafar á Vestmannaeyjamótinu. Vestmannaeyjamót 14 ára og yngri: Margir bættu árangur sinn Vestmannaeyjamót 14 ára og yngri var haldið á dögunum. Náðist góður árangur og bættu margir árangur sinn. í flokki 9 til 10 ára náði Elliði Ivarsson bestum árangri í sínum flokki og sigraði í 60 m hlaupi á 10,47 sek., í langstökki stökk hann 3,29 m og í kúluvarpi kastaði hann 6,27 m. Björn Virgill Hartmannsson sigraði í flokki ll til 12 ára í 60 m hlaupi á 10,12 sek., stökk 3,79 m í langstökki og kastaði kúlunni 5,97 m. Margrét Björk Grétarsdóttir sigraði svo í flokki 8 ára og yngri í 60 m. hlaupi á 11,15 sek. og stökk 2,98 m í langstökki. Karl Marinósson sigraði í flokki 13 til 14 ára í 60 m hlaupi á 9,81 sek., stökk 3,83 m. í langstökki, 1,25 m í hástökki, kastaði kúlunni 7,37 m í kúluvarpi og hljóp 400 m á 75,38 sek. og þykir vera efni í framtíðar tugþrautarkappa. Kristin Sólveig Kormáksdóttir sigraði svo í kvennaflokki 13 til 14 ára en hún hljóp 60 m á 9,20 sek., stökk 4,29 m í langstökki, kastaði kúlunni 7,20 m í kúluvarpi en Ragnheiður Perla Hjaltadótir sigraði í hástökki með 1.15 m. Veður var mjög gott meðan á mót- inu stóð en aðstæður til iðkunar frjálsra íþrótta eru, eins og allir vita, fyrir neðan allar hellur þrátt fyrir mikla vinnu vallarstjóra áður en mótið hófst. Krakkarnir áttu eríitt með að ná spymu í völlinn þar sem mölin á hlaupabrautinni er bæði stórgrýtt og laus í sér. Á dögunum tók hópur frá Ungmennafélaginu Óðni þátt í Meistaramóti unglinga en í umfjöllun um mótið láðist að greina frá sigri Ragnheiðar Perlu Hjaltadóttur í 100 m hlaupi og Jóhanni Helga sem fékk gull- vcrðlaun í langstökki. ÆFingar hófust svo í byrjun vikunnar en nánari upplýsingar um æfingatíma hanga á kork- töflunni í íþróttahúsinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.