Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtuda.gui' 28. september 2006 15 Úrvalsdeild kvenna í handbolta: HK - ÍBV 27:24 Meistararnir töpuðu fyrsta leik töpuðu óvænt fyrir spútnikliði HK á útivelli Eyjastúlkur hafa ekki farið vel af stað í upphaft leiktíðar en í síðustu viku tapaði Iiðið stórt á heimavelli gegn Haukum í Meistarakeppni HSÍ. Á þriðjudagskvöld lék liðið svo sinn fyrsta leik í íslandsmótinu, á útivelli gegn HK en ÍBV hafði tryggt sér Islandsmeistaratitilinn á sama velli síðasta haust. En nú voru HK-stúlkur sterkari og unnu 27:24. Leikmenn IBV voru mun sterkari í fyrri hálfleik, náðu m.a. sex marka forystu þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar og voru yfír í hálfleik 11:15. En svo hófst síðari hálf- leikur og óhætt að segja að leikur liðsins hafi gjörsamlega hrunið. HK breytti stöðunni úr 11:15 í 16:15 og fyrsta mark ÍBV kom ekki fyrr en eftir átta mínútna leik. í nokkra stund skiptust liðin á að skora en fljótlega sigu heima- stúlkur fram úr og unnu eins og áður sagði með þremur mörkum. Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, var ósáttur þegar blaðamaður heyrði í honum eftir leik. „Við byrjuðum mjög vel, komumst í 8:2 og ágætis rennsli á þessu. Svo veit ég hrein- lega ekki hvað gerist í seinni hálfleik," sagði Einar. „Sæunn meiðist undir lok fyrri hálfleiks en ég veit í raun ekki hvort það hafði þau áhrif að leikur liðsins hrundi. Þetta bara algjörlega hrundi í seinni hálfleik. Þegar Sæunn dettur út þá þarf ég að róta til í þessu en við erum bara ekki komin lengra en það að þegar einn leikmaður dettur út þá ráðum við illa við það.“ En er liðið í nógu góðu formi ef það heldur ekki út í heilan leik. „Mér finnst liðið vera í formi þannig að það var ekki þannig að stelpurnar væru uppgefnar. Þessar 30 mínútur í seinni hálfleik voru bara algjör hörmung og það voru leikmenn í liðinu sem voru hrein- lega ekki að skila sínu. Valentina var reyndar að spila vel en það er bara nóg framundan hjá okkur. Næsti leikur er á laugardaginn og svo aftur leikur á þriðjudaginn eftir viku. Allt eru þetta erfiðir leikir þannig að við verðum heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum. Ég vona bara að þetta sé gott spark í rassinn á okkur og við komum tvíefld til baka,“ sagði Einar að lokum. Mörk ÍBV: Valentina Radu 13/1, Andrea Low 4, Pavla Plaminkova 4/2, Sæunn Magnúsdóttir 2, Pavla Nevarylova I. Varin skot: Branca Jovanovic 17/3. Leikmenn ÍBV hafa ekki farið vel af stað á tímabilinu sem er nýhafið. Hér eru þær Pavla Plaminkova, Andrea Löw, Renata Horvath, Valentina Radu og Hekla Hannesdóttir eftir tapleik gegn Haukum í síðustu viku. íþróttir Leikið í Landsbankadeild karla: ÍBV - Fylkir 2:0 Enduðu tímabilið á sigri Heimir fyrsti kostur sem þjálfari ÍBV næsta sumar Tveir efnilegir. Markvörðurinn Elías Fannar Stefnisson og Egill Jóhannsson léku báðir með IBV í síðasta leik og eru framtíðar leik- menn liðsins. Með þeim á myndinni er varnarjaxlinn Páll Þ. Hjarðar. körfubolta um helgina íslandsmótið í körfubolta hefst hjá 8. flokki ÍBV um helgina en fyrsta mótið fer fram hér í Eyjum. Strákarnir tóku miklum framförum síðasta vetur og unnu sig upp úr C-deild og leika nú í B-deild. Og andstæðingamir eru ekki af verri endanum, Valur, Tindastóll, KR og Hamar. Fyrstu leikimir heíjast síðdegis á laugar- dag en mótinu lýkur svo um hádegi daginn eftir. Fyrsti leikur ÍBV er klukkan 18.00 á laugar- dag gegn Tindastóli og svo klukkan 20.00 gegn KR. Morguninn eftir, klukkan 10.00 leika Eyjapeyjar svo gegn Val. Bjöm Einarsson, þjálfari flokksins sagði að andstæðingar ÍBV væm allt félög með mikla reynslu. „Ég þjálfaði þessa stráka í Tindastóli á sínum tíma pg þá urðum við í öðm sæti í Islandsmótinu. Núna eru þeir komnir niður í B-riðil en eru samt sem áður með mjög sterkt lið. KR-ingar em líka mjög sterkir en við emm með rosalega duglega stráka sem geta alveg staðið í þessum liðum. Markmið þjálfarans em skýr fyrir helgina. „Við ætlum að halda sæti okkar í B-riðli. Við erum á heimavelli og viljum fá góðan stuðning um helgina. Ef það gengur eftir og við náum að spila vel þá höldum við sæti okkar í riðlinum. Markmið vetrarins er að verða sterkt B- riðils lið,“ sagði Bjöm að lokum. Eyjamenn kvöddu úrvalsdeild karla í knattspymu með sæmd þegar liðið lagði Fylki að velli síðasta laugar- dag. Lokatölur urðu 2:0 og í raun áttu gestirnir aldrei möguleika í leiknum. Það kom svo í hlut Grindvíkinga að fylgja ÍBV eftir í 1. deildina og því ljóst að ekkert lið utan Faxaflóasvæðisins mun leika í efstu deild að ári. Eyjamenn léku afar vel í leiknum gegn Fylki og héldu áfram á sömu braut undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Elías Fannar sannaði með stórkostlegri mark- vörslu í síðari hálfleik að þar er efnilegur markvörður á ferð. Innkoma Egils Jóhannssonar var líka góð og Anton Bjamason stóð sig vel í byrjunarliðinu. Viðar Elíasson, formaður knatt- spymuráðs, segir að undirbúnings- vinna fyrir næsta tímabil sé hafið. Knattspymuráð er byrjað að leita að þjálfara fyrir liðið og er Heimir Hallgrímsson fyrsti kostur í stöð- una. „Við emm í viðræðum við Heimi um að taka þetta verkefni að sér en það verður ekki dvalið lengi við einn mann. Við viljum ráða þjálfara sem fyrst," sagði Viðar. Þegar hann var spurður hvort það gengi að þjálfari liðsins væri í Vestmannaeyjum yfir vetrartímann þegar stærsti hluti leikmanna- hópsins væri í Reykjavík þá sagði hann að það væri ekki alveg rétt. „Mér sýnist að stór hluti leikmanna- hópsins verði hér í Eyjum þannig að það er ótvíræður kostur ef við höfum þjálfara búsettan hér. Svo er í framhaldi hægt að leysa þjálfun leikmanna sem eru búsettir í Reykjavík." Samkvæmt heimasíðu KSI eru eftirtaldir leikmenn ekki með samn- ing eða samning sem rennur út á þessu tímabili: Atli Jóhannsson, Bjami Geir Viðarsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Elías Fannar Stefnisson, Guðjón Magnússon, Mark J. Schulte, Pétur Runólfsson, Sævar Eyjólfsson, Thomas Lundbye, Ulrik Drost. Viðar segir að vilji sé að halda flestum af þessum leik- mönnum. „Við munum ekki semja aftur við dönsku leikmennina. Schulte hefur lýst yfir áhuga á að vera áfram hjá okkur en hann er búinn að vera mikið meiddur og spuming hvort hann leggi skóna á hilluna. Jonah Long, Garner og Mwesigwa verða allir áfram eins og staðan er í dag. Bjami Geir er bundinn vinnu og námi og án þess að ég ætli að tala fyrir hans hönd, þá tel ég að það verði erfítt fyrir hann að vera áfram hjá okkur. En fyrir utan þessa leikmenn þá er stefnan hjá okkur að ná í aðra leikmenn. Við höfum sett stefnuna upp aftur í efstu deild næsta sumar og ráðum þjálfara í takti við þær væntingar. Sá þjálfari verður auðvitað að hafa mannskap sem er tilbúinn í slaginn í 1. deild." Varðandi knattspyrnuráðið sjálft segir Viðar að lfklegt sé að flestir haldi áfram. „Fótbolti íVestmanna- eyjum er hins vegar ekkert einkamál okkar sem emm í knattspymu- ráðinu. Við hlustum á gagnrýnis- raddir og viljum fá sem flesta að þessari vinnu. Það væri ekkert mál að búa til meistaralið ef maður hefði fleiri með sér og betri aðgang að fjármunum og fyrirtækjum. Oft þarf ekki nema einn einstakling til að opna leið að styrkjum hjá ákveðnu fyrirtæki. Við þurfum öll að leggjast á eitt hér í Vestmanna- eyjum til að búa til gott knatt- spymulið,“ sagði Viðar að lokum. Iþróttir Fjórði flokkur í l.deild A-Iið 4. flokks kvenna í hand- bolta lék í forkeppni Islands- mótsins um helgina en í for- keppninni er liðum raðað upp í deildir eftir styrkleika. Breytt fyrirkomulag er nú á Islandsmót- inu í 4. flokki þar sem nú er leikið heima og heiman en áður voru turneringar. B-lið IBV þurfti ekki að taka þátt í for- keppni þar sem liðin þar eru aðeins tíu talsins. A-liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína um helgina og spilar því í l. deild í vetur. Urslit leikjanna urðu þessi: ÍBV- Víkingur 16:13, ÍBV-ÍR 16:11 og ÍBV-KR 27:11. Markahæstar um helgina vom þær Elísa Viðars- dóttir með 16 mörk og þær Kristrún Hlynsdóttir og Andrea Káradóttir báðar með 11 mörk. Heiða Ingólfsdóttir varði vel í markinu. Þriðji flokkur hélt sæti sínu Þriðji flokkur karla hélt sæti sínu í B-deild í knattspyrnu með sigri gegn Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um hvort liðið félli. Liðin mættust á Þórsvellinum í síðustu viku og dugði Mosfell- ingurn jafntefli til að tryggja sæti sitt í B-deild. Eyjamenn höfðu hins vegar betur 4:2 og komust þar með upp fyrir Aftureldingu sem féll ásamt Keflavík. Eyjamenn voru l :0 yfir í hálf- leik en Mosfellingar jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik. En tvö mörk í röð frá ÍBV gerðu út um leikinn og liðin skoruðu sitt hvort markið á lokamínútunum. Orri Gústafsson skoraði þrjú mörk í leiknum og Birkir Helgason eitt. Fannar og Atli í liði vikunnar Hinn 15 ára gamli markvörður ÍBV, Elías Fannar Stefnisson og miðjumaðurinn sterki, Atli Jóhannsson voru báðir valdir í lið vikunnar í Morgunblaðinu. Fannar fór fljótlega eftir leikinn til Rúmeníu þar sem íslenska U- 17 ára landsliðið leikur í for- keppni Evrópumótsins. Liðið hafði lcikið einn leik þegar þetta er skrifað, gerði jafntefli gegn heimamönnum l: l en Fannar vermdi tréverkið. Framundan Föstudagur 29. september Kl. 19.00 Höttur-ÍBV l. deild karla. Laugardagur 30. september Kl. 13.00 Höttur-ÍBV l. deild karla. Þriðjudagur 3. október Kl. 19.00 Grótta-ÍBV Úrvalsdeild kvenna. Um helgina: Fjölliðamót, 8. flokkur körfubolta í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.