Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 16
Frétta- og auglysingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 Síðasta laugardag var konum í Kvenfélagi Landakirkju boðið til helgistundar í kapellu sjúkra- hússins en miklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á kapellunni. Kvenfélag Landa- kirkju kostaði breytingarnar sem eru einstaklega vel heppnaðar. Lagfæringar voru gerðar á lofti, ný ljós keypt, gólfefni og stólar. Gjöfln var afhent formlega til sjúkrahússins við þetta tækifæri. A myndinni er sr. Kristján Björnsson ásamt fimm af stjórnarmönnum Kvenfélags Landakirkju, Oddný Bára Ólafsdóttir, Kristín Georgsdóttir, Svandís Unnur Sigurðardóttir formaður, Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, Sveininna Bjarkadóttir og hjúkrunarforstjóri sjúkrahússins, Eydís Ósk Sigurðardóttir sem veitti gjöflnni viðtöku. í stjórn Kvenfélags Landakirkju eru einnig þær Guðfinna Georgsdóttir og Erna Jónsdóttir. Skólameistari FÍV í Íþróttaakademíuna: Stefnt á að byrja næsta haust Staðan á Íþróttaakademíu í Vest- mannaeyjum er sú að unnið er að undirbúningi í Framhaldsskólanum, kannaður hefur verið hugur nem- enda á að stunda nám tengt akademíunni og stefnt er að því að hefja námið af fullum krafti á næstu haustönn. Fyrsta skrefið er námskeið sem haldið verður í haust og fæst metið af íþrótta og Ólympíusambandi Islands. Gert er ráð fyrir að við- ræður við ÍBV-íþróttafélag og aðra sem að málinu koma hefjist í þess- ari viku. # Ólafur H. Sigurjónsson, skóla- meistari, sagði í samtali við Fréttir að í skólanum væri unnið við að fínpússa námskrá og skipulag sem lagt verður fyrir menntamála- ráðuneytið, en hugmyndir skólans hafa áður verið kynntar ráðuneyt- inu. „I haust könnuðum við meðal nemenda hvort einhverjir hefðu áhuga á að nýta sér þetta nám. Það voru tíu eða tólf sem lýstu yfir áhuga á að stunda nám við íþrótta- akademíuna eða hvað við komum til með að láta þessi námsleið heita. Við gátum lítið gert á þessari önn því fyrirvarinn var svo skammur. Reyndar verður haldið grunn- námskeið fyrir þá sem áhuga hafa á að þjálfa böm og unglinga í iþrótt- um. Erlingur Richardsson, kennari við skólann, er að skipuleggja námskeiðið," sagði Ólafur. Hann sagði að hugmyndin væri að nám við Íþróttaakademíuna verði hluti af félagsfræðibraut. „Hún yrði valkostur við skólann næsta haust. Kynning færi þá fram í vor en lykil- atriði er að það fáist nægilega marg- ir nemendur eins og í öllu öðru námi.“ Hafið þið rætt við ÍBV? „Nei, en það er verið að reyna að finna tíma í þessari viku fyrir fund með okkur, IBV, fulltrúum bæjarins og öðrum sem koma þurfa að þessu. Aðkoma þessara aðila og samstarfsform þarf að liggja fyrir áður en lagt verður upp,“ sagði Ólafur að endingu. Stóru tækin seld og Sjúkraflugs- leita a til einkaaðila j Skúffu? Jarðýtan og stóri hefill Þjónustumiðstöðvarinnar voru seld fyrir skömmu upp á land. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, yfir- maður miðstöðvarinnar, staðfesti þetta í samtali við Fréttir. Söluverð var 996 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Sagði hann að vélarnar hafi verið seld- ar fyrir lítið til að losna við þær og ekki yrði fjárfest í nýjum „Ef á þarf að halda þá tökum við tæki á leigu en bæði hefillinn og jarðýtan hafa verið lítið notuð undanfarið. Ég held að það séu þrjú eða fjögur ár síðan ýtan var notuð síðast.“ Sagði hann jafnframt að það væri töluverður kostnaður fólg- inn í að farga slíkum tækjum. „Við reynum að vera ekki í beinni samkeppni við einkaaðila. Til dæmis stóð til að fjárfesta í gröfu fyrir skömmu en þá kom í Ijós að einkaaðili hugðist gera slíkt hið sama. Var hætt við það hjá bænum enda ekki stefnan að þrengja að einkaaðilum.“ Guðmundur sagði til að mynda varðandi snjóruðning að þá hefur verið sett upp aðgerðar- plan sem miðar að því að ryðja sem mest á sem skemmstum tíma. „Við skiptum bænum niður í ýmis svæði sem verk- takar í bænum sjá um ruðning á til móts við bæjaryfirvöld. Allt miðar þetta að því að vera nógu snöggir að opna allar leiðir.“ Ekkert bólar enn á sjúkraflugs- skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þrátt fyrir að tæpir þrír mánuðir eru frá því að Elliði Vignisson bæjarstjóri óskaði eftir úttektinni. Bráðabirgðaskýrsla kom út tveimur vikum eftir að ósk Elliða var sett fram og voru gerðar fjöl- margar athugasemdir við hana. Hefur blaðamaður margítrekað haft samband við ráðuneytið sím- leiðis en engar upplýsingar fengið aðrar en þær að vinna við skýrsl- una væri í gangi. Eins hefur tölvupóstum ekki verið svarað. Elliði hafði sömu sögu að segja. „Ég hef þurft að leita eftir öllum upplýsingum og er orðinn lang- eygur að bíða eftir niður- stöðunni." VIKUTILBOÐ 28. sept - 4. okt. Dan Cake Rúllutertur verð nú kr. 198/- verð áður kr. 289,- Smjörvi 300 g verð nú kr 149,- verð áður kr 189,- Egils Kristall o,s l verð nú kr. 88,- verd áður kr. 122,- Kit Kat verð nú kr. 69,- veré áður kr. 99,- Cordon Bleu verð nú kr. 369,- verð áður kr. 460,- Munið heita matinn í hédeginu! HAR LIST Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 FANcy Snyrtistofa ð verslun Skólavegi 6 s. 481-3330

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.