Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar 2007 Fimm milljarðar í höfn í Bakkafjöru og ferju í nýrri samgönguáætlun: Er vel framkvæmanlegt -segir Gísli Viggósson hjá Siglingastofnun í nýkynntri samgönguáætlun ti! næstu fjögurra ára, 2007 til 2010, er gert ráð fyrir tæpum fimm millj- örðum til byggingar ferjuhafnar í Bakkafjöru og ferju. í höfn í Bakka- fjöru er gert ráð fyrir 200 millj. í ár, 1.035 millj. árið 2008, 1.240 millj. árið 2009, 825 millj. árið 2010, samtals 3.300 millj. í Vestmanna- eyjaferju er sérstök fjárveiting upp á 100 milljónir 2008, 725 milljónir 2009 og 775 milljónir 2010 eða samtals 1600 milljónir. Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir að ráðast megi í nokkur viðamikil verkefni og þau fjármögnuð með sérstakri fjáröflun. Má þar nefna framkvæmdir eins og samgöngu- miðstöð í Reykjavík, átak í breikk- un og endurbótum á aðalvegum út frá Reykjavík til austurs og norðurs og bygging og rekstur Bakka- fjöruferju. Með sérstakri fjármögnun er átt við einkaframkvæmd, sérstaka lán- töku eða nýja gjaldtöku af umferð- inni þar sem miðað er við stað og stund notkunar. „Gefi almenn staða efnahags- og atvinnumála tilefni til, eru vandséð rök fyrir því að fresta arðbærum samgönguframkvæmd- um, þannig að samfélagið fari á mis við þann ábata sem af þeim hlýst,” segir meðal annars í niðurlagi áætlunarinnar. Vel framkvæmanlegt Eins og fram kemur í samgöngu- áætlun þá er gert ráð fyrir fimm miljörðum í höfn í Bakkafjöru og ferju. Siglingastofnun hefur haft umsjón með rannsóknum í Bakkafjöru en skiptar skoðanir eru um þennan kost sem og aðra í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Þegar haft var samband við Gísla Viggósson hjá Siglingastofnun, sagði hann að niðurstöður rann- sókna sýndu að ekkert væri því til fyrirstöðu að byggja höfn í Bakka- fjöru. Rannsóknir sem m.a. tengd- ust efnisburði meðfram ströndinni og inn með höfninni, áhættumats vegna grjótnáms o. fl. sýndu fram á að ferjuhöfn í Bakkafjöru væri vel GÍSLI: Niðurstöður rannsókna sýna að ekkert sé því til fyrirstöðu að byggja höfn í Bakkafjöru. framkvæmanlot. , .. Fundur með sjomonnum Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði að fyrirhugaður væri fundur með full- trúum Siglingastofnunar í næstu viku, annars vegar sérstakur fundur með sjómönnum og hins vegar opinn fundur með bæjarbúum. Þar verða kynntar helstu niðurstöður rannsókna í tengslum við Bakka- fjöruhöfn. Þegar Elliði var spurður hvort búið væri að taka ákvörðun um ferjuhöfn í Bakkafjöru, þar sem gert sé ráð fyrir fjármagni til hennar á sam- gönguáætlun, sagði hann að því gæti hann ekki svarað enda væri það ríkisstjómar að ákveða það. „Eg hins vegar fagna því að nú eigi að ráðast í framkvæmdir vegna fram- tíðarsamgangna við Vestmannaeyjar og að búið sé að taka frá 5 milljarða í samgöngubætur hingað á næstu 3 árum um leið og opnað er á einkaframkvæmd í tengslum við ferjuna sjálfa.“ Tími er munaður sem við getum ekki leyft okkur „Það skiptir okkur Eyjamenn veru- lega miklu að unnið verði hratt og örugglega að varanlegum sam- göngubótum enda slíkt það eina sem kemst nálægt því að vera patent ELLIÐI: Skiptir okkur Eyja- menn verulega miklu að unnið verði hratt og örugglega að varanlegum samgöngubótum. lausn á byggðavanda Vestmanna- eyja. Tími er munaður sem við getum ekki leyft okkur. A árinu 2006 fækkaði búsettum Eyja- mönnum um 100. Með sama áframhaldi verða einungis 3500 íbúar hér eftir 5 ár. Enn á einnig eftir að ljúka því sem snýr að deginum í dag og spumingum er enn ósvarað. Það verður fróðlegt að hlýða á erindi Siglingastofnunar þegar þeir koma hingað í næstu viku og gott að fá svör við spurningum sem brenna á Eyjamönnum. Verði niðurstaðan sú að nú strax verði ráðist í gerð á ferjulægi í Bakkafjöru þá lít ég sem svo á að það sé millileikur þar til ráðist verður í gerð jarðganga milli lands og Eyja. Það vita allir að jarðgöng eru langbesti kosturinn að öllu leyti og þá ekki síst hvað rekstur varðar. Þótt sigling í Bakkafjöm, eins og sá kostur er kynntur, sé miklu betri kostur en sigling í Þorlákshöfn þá kemst það ekki nærri jarðgöngum hvað þjóðhagslega hagkvæmni varðar og því er ljóst í mínum huga að fyrr eða síðar verður ráðist í síka framkvæmd,“ sagði Elliði. PÁLL: Lít á ferjulægi sem miilileik þar til ráðist verður í gerð jarðganga milli lands og Eyja. fulltrúi V- listans, sagði ánægjulegt að verða var við að Vestmannaeyjar séu allt í einu til í framtíðarplönum ríkisstjómar íslands. „Við emm svo sannarlega ekki með í nútímanum. Hins vegar ber að hafa það í huga hér er eingöngu um áætlun að ræða, áætlun um litla höfn og litla ferju og þessari áætlun fylgja engin fjárframlög. Það verður verkefni nýrrar ríkistjórnar að taka ákvörðun um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar. Kannski velur sú ríkisstjórn að ljúka þeim rannsóknum sem nauð- synlegar eru svo kostnaðarmeta megi gerð jarðganga. Þá er vel hugsanlegt að ný ríkisstjórn hlusti á rök heimamanna gagnvart þeim valkosti. Því miður hefur það ekki verið gert í tíð núverandi ríkisstjómar. Eyjamönnum er mikil- vægt að lfta um öxl þegar gengið verður að kjörborði í vor. Þó það reynst mörgum óþægilegt þá gæti það verið hollt." Eingöngu um áætlun að ræða Páll Scheving Ingvarsson, bæjar- Fleiri störf við sýslu- manns- embættið? Sýslumannsembættið í Vest- mannaeyjum, dómsmálaráðuneyti og Vestmannaeyjabær vinna nú að því að koma upp nýrri starf- semi með fjölgun ársstarfa við sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, sýslu- maður, sagði unnið að verkefninu og að menn horfðu til aukinna vcrkefna við embættið með mikilli bjartsýni. Golfmót á þorra Það er mikill hugur í golfmönnum þvf á laugardaginn ætlar Golf- klúbburinn að halda golfmót. Þetta er Þorramót og hefst það klukkan 11. Leiknar verða níu holur og verða allir ræstir út í einu. tJtgefandi: Eyjasýn elif. 48(W78-():jf!) - Vestmannnoyjum. Ritstjóri: Ómar Garflarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgcirsdóttir ug Július Ingason. Iþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðannenn: OmarGardarsson &Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum, Aðsetor rilstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjativttir.is. Veffang: http'Avwxv.eyjafivttir.is FRÉ'i'llH koma út alla fimmtudaga. Ðlaðið er selt i áskrift og einuig i lausasölu á Kletti, Tvistínuin, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvcrsluninni, Krónunni, Ísjakanuin, Bónusvideó, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTTIR oru |irentaðar i 3(KK) eintökum. FRÉTl'LH eru aðilar að Samtökum hiejar- og hóraðsfrót- tahlaöa. Eftirpivntun, liljóðritiiu, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nemahcim- ilda só getið. Darri kynnti stoltur nýjan Honda CR-V: Seldi í allt fimmtán bíla um helgina Darri í Bragganum sýndi um helg- ina nýjastu týpuna af Honda CR-V. Á milli þrjú og fjögur hundruð manns heimsóttu sýninguna og um hundrað manns fengu að reynslu- aka bílnum. „Þetta er ný týpa, árgerð 2007 sem er mikið endurbætt. Bíllinn er til í þremur útlitsflokkum, Elegance, Panorama og Executive. Allir bílamir eru mjög vel útbúnir en dýrasta týpan er með stærri ál- felgur, leðuráklæði, flottari hljóm- flutningstæki o.s.frv. Bílarnir eru með sömu vélar og kramið er það sama,“ sagði Darri þegar hann var spurður út í nýja bílinn. Um hundrað manns prófuðu bílinn og fimmtán bflar seldust um helg- ina. Darri segir að sala á bflum hafi DARRI við nýjustu týpuna af Honda CR-V. Á sem hundrað manns fengu að reynsluaka um helgina. gengið ágætlega á síðasta ári en þá seldi hann 79 bfla. „Það er sölu- aukning um tuttugu bfla frá því árinu áður. Stóm umboðin búast jafnvel við minni sölu á þessu ári þar sem sala gekk svo vel á síðasta ári en ég er bjartsýnn og tel að þetta ár verði gott eins og í fyrra.“ Darri hefur nýlega fest kaup á hús- næði þar sem hann getur sýnt bfla. „Við réttum og sprautum bíla í Bragganum og Sigurjón bróðir rninn er með verkstæði hér rétt hjá. Hann sér um viðgerðir á bflum og er með þjónustu fyrir Honda og Peugeot bifreiðar þannig að öll þjónustan er á sama blettinum," sagði Darri, ánægður með viðtök- urnar á Honda CR-V bifreiðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.