Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar2007
13
Eyjan okkar:
Brekku-
söngur og
Eyjafjor
Eyjan okkar er sýning þar sem
Vestmannaeyjar eru kynntar fyrir
landi og þjóð. A sýningunni, sem
verður í Smáralind 3. mars, munu
fyrirtæki frá Vestmannaeyjum
kynna vörur sínar og þjónustu allan
daginn. Auk þess sem hópur lista-
manna og þekktra Eyjamanna frá
Perlunni í suðri munu koma fram á
stórtónleikunum í Smáralindinni að
kvöldi 3.mars 2007.
Ymsar viðurkenningar verða
veittar til þeirra sem skarað hafa
fram úr að mati dómnefndar, og eflt
hafa menningar og mannlíf
Eyjamanna og velunnara þeirra í
gegnum árin.
Um kvöldið verður Brekkusöngur
og Eyjaskemmtun í Vetrargarði
Smáralindar og hefst miðasala á
morgun, þriðjudag kl 10:00 á
www.miða.is og í verslunum Skíf-
unnar og BT búðunum. Miðaverð
kr. 1800, einungis 500 sæti í boði.
Fréttatilkynning.
Þó ekki komi það fram í frétta-
tilkynningunni má gera ráð fyrir að
Ámi Johnsen mæti með gítarinn.
Landakirkja á sunnu-
daginn:
Tveir kórar í
messunni
Það verða tveir öflugir kórar sem
syngja við guðsþjónstu í Landa-
kirkju næsta sunnudag. Kaffihúsa-
kórinn syngur tvö til þrjú lög undir
stjórn Óskars Sigurðssonar og era
það ný lög sem kórinn hefur verið
að æfa að undanförnu.
Kór Landakirkju syngur svo að
venju aðra sálma guðsþjónustunnar
og messusvörin, en stjórnandi
kórsins er Guðmundur Hafliði
Guðjónsson, kantor kirkjunnar.
Guðsþjónustan hefst klukkan tvö
og á eftir er kaffisopi í Safn-
aðarheimilinu. Eru allir hvattir til
að koma sem eiga þess kost að
sækja kirkju á annað borð.
Sr. Krixtján Björnsson.
Færri flokkar en betri þjónusta
-segja þeir Guðbjörn og Jóhann sem opnuðu nýja verslun á laugardag
EYJAMAÐURINN Björn Matthíasson í Harðviðarvali var mættur til
að kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða í gólfefnum.
Ný verslun á gömlum grunni var
opnuð á laugardag, þegar þeir
Guðbjöm Guðmundsson og Jóhann
Guðmundsson opnuðu Eyjatölvur
við Strandveginn þar sem Brimnes
var áður til húsa.
Eyjatölvur eru ekki gamalt fyrir-
tæki. Guðbjöm stofnaði fyrirtækið,
sem hefur sérhæft sig í tölvum og
tölvuþjónustu, fyrir fjómm árum og
var fyrst í húsnæði við hlið Spari-
sjóðsins en flutti sig fljótlega yfir í
stærra húsnæði við Vestmanna-
brautina. Umsvif fyrirtækisins
jukust og á síðasta ári gekk Jóhann
til liðs við hann. Þeir segja að það
hafi nokkuð háð þeim á Vest-
mannabrautinni hve húsnæðið var
lítið en allt í allt var það um 70 fer-
metrar. Þeir hafi verið að leita sér
að stærra húsnæði og stefnan var
sett á um það bil 150 fermetra.
Svo æxluðust málin þannig að þeir
fóm að ræða við Svavar í Brimnesi
sem hafði hug á að hætta í sínum
rekstri. „Reyndar fannst okkur
þetta alveg svakalega stórt, við
vomm ekki alveg tilbúnir að fara úr
70 fermetrum yfir í 300 fermetra,"
segja þeir félagar. En eftir nánari
íhugun ákváðu þeir að láta slag
standa og seint á síðasta ári var
gengið frá samningum. „Þetta var
um það bil tveggja mánaða ferli og
vissu fáir af þessu meðan á því
stóð,“ segja þeir.
Undanfamar vikur hafa staðið yfir
breytingar á húsnæðinu og á laugar-
dag var svo nýja verslunin opnuð.
Óhætt er að segja að talsverðar
breytingar hafi verið gerðar á hús-
næðinu. I raun og vem er þama um
tvær verslanir að ræða undir sama
þaki. Önnur er með tölvur og
tölvubúnað en hin með málningu
frá Flúgger og gólfefni frá Harð-
viðarvali.
„Það er ekki aukning í vöm-
flokkum í því sem Eyjatölvur vom
með. Aftur á móti er mjög aukið
vömúrval í símum, tölvubúnaði
hvers konar og því sem þeim hlut-
um tengist," segja þeir Guðbjöm og
Jóhann.
„Við tókum þá ákvörðun að hætta
með búsáhöld, byggingavömr og
verkfæri sem höfðu verið fyrir-
ferðarmikil í Brimnesi. Emm þó
áfram með sjónvörpin. En þess í
stað einbeitum við okkur að máln-
ingu og gólfefnum. Úrvalið hjá
okkur í málningunni er það sama og
hjá Flúggerlitum í Reykjavík og
verðið það sama. Þá em gólfefnin,
sem við emm með, einnig á sama
verði og hjá Harðviðarvali í Reykja-
vík. í okkar huga er það höfuðmál
að geta boðið upp á sama verð hér
og á það leggjum við áherslu," segja
þeir.
„Við emm með færri vömflokka
en vom áður en við ætlum að ein-
beita okkur að færri flokkum og
vera betri í þeirri þjónustu. Og þó
að þetta séu ólíkir vöruflokkar,
annars vegar tölvubúnaður og hins
vegar málning, þá teljum við þetta
geta farið ágætlega saman. Yfirleitt
em sumarmánuðimir rólegir í tölv-
unum en meira að gera í máln-
ingarvömm og svo snýst þetta við á
vetuma. Þetta ætti því að geta farið
ágætlega saman.“
Spurðir um nafnið á nýju versl-
uninni, segja þeir að hún muni heita
Eyjatölvur áfram. Málningarversl-
unin kemur til með að heita
Flúggerlitir. Á næstunni verður sett
upp nýtt skilti með þeim nöfnum.
Verslunin Brimnes heyrir því
sögunni til enda segja þeir að
Svavar eigi nafnið, þó svo að þeir
njóti þeirrar viðskiptavildar sem
það fyrirtæki hafði.
Og þeim ber saman um að laug-
ardagurinn hafí verið frábær. „Við
fengum mjög góðar viðtökur,
stöðugur straumur af fólki og þessir
fyrstu dagar lofa mjög góðu. Þetta
er raunar búin að vera botnlaus
vinna en við emm auðvitað hæst-
ánægðir með það,“ sögðu þeir fé-
lagar í lok vinnudags á þriðjudag,
þreyttir en ánægðir.
Sigurg.
Framsóknarmennirnir
Hjálmar Árnason og
Birkir J. Jónsson á þingi:
Ókeypis
fyrir Eyja-
menn með
Herjólfi?
-Kostnaður ríkisins óverulegur
Framsóknarmennirnir Hjálmar
Ámason og Birkir J. Jónsson hafa
lagt fram á Alþingi ályktun um að
samgönguráðherra verði falið að
undirbúa setningu reglugerðar er
feli í sér að kostnaður farþega við
að sigla með ferjum til staða utan
þjóðvegakerfisins verði sambæri-
legur kostnaði af akstri á þjóðveg-
um. Á þetta að taka gildi fyrir 1.
maí nk.
í greinargerð er talað um
Vestmannaeyjar, Grímsey, Hrísey
og Flatey á Breiðafirði þar sem
fólk er bundið af skipsferðum eða
flugferðum. „Fyrir vikið má segja
að íbúar þessara svæða séu
bundnari en aðrir við áætlunar-
ferðir. Þá má segja að ferðakostn-
aður fólks á umræddum svæðum
geti verið hærri en almennt tíðkast
vegna gjaldtöku. Þannig má taka
dæmi af hjónum með einn ung-
ling, tvö böm og bíl undir fimm
metrum að lengd.
Kostnaður þeirra við að ferðast
fram og til baka frá Vestmanna-
eyjum með Herjólfi er á bilinu
8000 til 13.000 krónur. Til saman-
burðar væri kostnaður þeirra við
að fara Hvalfjarðargöng aðeins
veggjaldið 600 til 1.000 kr„ óháð
fjölda í bfl.
Hér er mikið ójafnræði meðal
þegna landsins eftir því hvort þeir
búa á eyjum við landið eða geta
ferðast landleiðina á bflum sínum.
Með rökum má halda því fram að
siglingar með Herjólfi séu
þjóðleiðin til Vestmannaeyja. Því
er ekki óeðlilegt að gjaldskrá
farþega með Herjólfi sé sniðin að
því, þannig að kostnaður við að
ferðast milli lands og eyja verði
sambærilegur við það sem yrði ef
ekið væri á milli. Hið sama gildir
um önnur eyjasamfélög."
Að mati þeirra félaga gæti ein
lausn vandans verið sú að íbúar
með lögheimili á umræddum
stöðum fengju að sigla gjaldfrjálst
með hinum ríkisstyrktu ferjum.
Með því móti væri aðstöðumunur
jafnaður en kostnaður ríkisins af
þessu væri óverulegur.
Guðjón Hjörleifsson alþingismaður skrifar:
Um 5, 4 milljarðar í samgöngubætur
Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007 Höfn:
til 2010 og 12 ára samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018 hefur verið lögð 2007 í undirbúning, uppgræðsla, vegur o.fl. 200.000.000.
fram á Alþingi og mun samgönguráðherra mæla fyrir þessum tillögum nk. 2008 í höfn.1.035.000.000.
fimmtudag. 2009 í höfn.1.240.000.000.
Aldrei í sögu Eyjanna höfum við fengið eins mikið fjármagn í samgöngu- 2010 verklok.825.000.000.
bætur á fjögurra ára samgönguáætlun og nú. Samtals: 3.300.000.000.
Ferja:
Bakkafjara 2010: 2008.100.000.000.
I samgönguáætlun 2007 til 2010 er gert ráð fyrir 4 milljörðum og 900 2009.725.000.000.
milljónum til þess að bygggja upp höfn í Bakkafjöru og tengd mannvirki, 2010.775.000.000.
uppgræðslu, vegtengingu og nýrri ferju sem tekur 45 til 50 bfla og 250 Samtals: 1.600.000.000.
farþega. Skiptingin er í kr.:
Enn
kaupir Mk
Magnús Kristinsson festi nýverið
kaup á Áma Gíslasyni ehf. sem
sérhæfir sig í bílaréttingum og
sprautun, en það mun verða Toyota
í Kópavogi ehf sem mun reka ÁG,
sem hluta af sinni starfsemi.
„Ástæðan fyrir kaupunum á
Bifreiðaverkstæði Áma Gíslasonar
er einföld: Við stefnum að því að
veita viðskiptavinum okkar fram-
úrskarandi þjónustu í öllum þáttum
þjónustuferlisins," segir Magnús
Kristinsson, eigandi Toyota á ís-
landi, aðspurður.
„Bifreiðaverkstæði Áma Gísla-
sonar hefur verið starfrækt sem
fjölskyldufyrirtæki með myndar-
brag í yfir 50 ár og með kaupum
okkar á því skapast gríðarlega
spennandi sóknarfæri í átt að því
takmarki okkar að framfylgja
þjónustustigi gagnvart Toyotaeig-
endum, sem uppfyllirog fer jafnvel
fram úr þeim væntingum sem þegar
em til okkar gerðar.
Kaupin eru jafnframt rökrétt
framhald af þeirri ákvörðun sem
við tókum á síðasta ári þegar við
keyptum bifreiðaverkstæði Kópa-
vogs, en þá voru formerki kaup-
anna þau sömu - að auka þá
þjónustu sem við veitum nú þegar í
dag. Með auknum fjölda Toyota
bifreiða í umferð er aukin þörf fyrir
þjónustu og við leggjum mikið upp
úr því að tryggja Toyotaeigendum
sem besta þjónustu. ”