Fréttir - Eyjafréttir - 15.02.2007, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 15. febrúar 2007
11
Málefni Vestmannaeyja í fyrirspurnartíma á Alþingi:
Ný ferja, sanngjörn farm-
og fargjöld og Skipalyftan
-Eru mál sem þarf að taka á strax að mati Lúðvíks Bergvinssonar sem hóf umræðuna
LÚÐVÍK: Að sjálfsögðu hafa stjórnvöld það ekki ein í hendi sér
hvernig byggðir þróast en það skiptir miklu máli hvaða ákvarðanir
eru teknar, hvernig þær eru teknar og hvaða markmið eru sett.
í fyrirspurnartíma á Alþingi á
þriðjudaginn lagði Lúðvík Berg-
vinsson fram fyrirspurn um sam-
keppnisstöðu Vestmannaeyja og
landsbyggðarinnar. Var fyrirspum-
inni beint til Jóns Sigurðssonar,
byggðamálaráðherra.
Lúðvík sagði mikla þörf fyrir
umræðuna því það vildi stundum
gleymast að geysileg verðmæti em
í því fólgin að landið sé í byggð.
„Að sjálfsögðu hafa stjórnvöld það
ekki ein í hendi sér hvemig byggðir
þróast en það skiptir miklu máli
hvaða ákvarðanir eru teknar,
hvemig þær em teknar og hvaða
markmið eru sett,“ sagði Lúðvík og
benti á að undanfarin misseri hefur
fólki á landsbyggðinni fækkað
verulega.
Þar kæmi ýmislegt til og tók hann
sem dæmi 50% fækkun starfa í sjáv-
arútvegi í Vestmannayjum á árabil-
inu 1998 til 2004. „Sú hagræðing
sem hefur hlotist af núverandi kerfi
bitnar af miklum þunga á þessum
byggðarlögum. Það þarf ekki að
hafa mörg orð um það hvaða áhrif
svona breytingar hafa í för með sér.“
Lúðvík sagði Vestmannaeyjar ekki
einsdæmi en þar hefði íbúum
fækkað úr 5000 í 4000 á 15 árum.
„Mér er til efs að nokkurt byggðar-
lag hafi misst svo stóran hluta af
íbúum sínum eða svona háa
íbúatölu."
Lúðvík nefndi þrjú atriði sem hann
sagði að leggja yrði áherslu á. „I
fyrstalagi ermikilvægteraðfánýtt
skip á leigu nú þegar, sem sigli á
siglingaleiðinni Þorlákshöfn-Vest-
mannaeyjar. I öðru lagi er það sann-
gimiskrafa að íbúar Vestmannaeyja
þurfí ekki að greiða hærra verð fyrir
að aka um sinn þjóðveg. í þriðja lagi
er mikilvægt að fram fari endur-
bætur á Skipalyftu, í samstarfi nkis
og bæjar. Hver er afstaða ráðherra
sem fer með byggðamál til þessa?“
spurði Lúðvík og beindi máli sínu
til Jóns Sigurðssonar sem fer með
byggðamál.
Sérstaða Vestmannaeyja
skýr
„Vestmannaeyjar hafa að sjálfsögðu
skýra sérstöðu meðal þéttbýlisstaða
og byggðarlaga, landshættir skapa
þeim ótvíræða sérstöðu í öllu sem
lýtur að flutningum og samgöngum
og framfarir í vegamálum, sam-
göngumálum annars staðar, hafa þar
af leiðandi áhrif á stöðu Vest-
mannaeyja og Vestmannaeyinga. Að
sumu leyti má segja að byggðin þar
hafi fyrir vikið staðið hallari fæti en
áður hefur verið og þetta bitnar
sjálfsagt á samfélaginu þar,“ sagði
Jón og kvað skiljanlegt að Vest-
mannaeyingar lýsi óánægju sinni
þegar truflanir verða á flug-
samgöngum eða sjóflutningum og
þegar gjaldskrárhækkanir verða.
Jón sagði að ríkisstjómin hefði
margsinnis rætt málefni Vest-
mannaeyja að undanfömu. Nefndi
hann höfn í Bakkafjöru sem enn er
verið að kanna og endurskoðun á
hafnalögum þar sem er fjallað er um
ákvæði um lyftumannvirki og upp-
tökumannvirki og afgreidd var sama
dag. „En ég minni á að það em
mjög sterkar reglur og takmarkanir
og skorður sem settar em við opin-
berum stuðningi í reglum um
Evrópska efnahagssvæðið."
Jón nefndi líka vaxtarsamninginn
sem ekki sé aðeins sameiginleg fjár-
framlög ríkissjóðs, sveitarfélaga og
fyrirtækja til sameiginlegra skil-
greindra verkefna, heldur byggist
vaxtarsamningur umfram allt á því
að forsjá og forysta fer til heima-
manna.
„I nýlegum vaxtarsamningi sem
Vestmannaeyingar eiga aðild að eru
talin upp fjöldamörg mikilvæg
verkefni til eflingar og styrkingar
byggð og atvinnulífi í Vestmanna-
eyjum en tímans vegna get ég ekki
talið þau upp að sinni.“
Samgöngur stærsa málið
Guðjón Hjörleifsson sagði bættar
samgöngur stærsta hagsmunamál
landsbyggðarinnar. „Stærsta vanda-
mál Eyjamanna í dag er að þjóðveg-
urinn okkar, Herjólfur, annar ekki
eftirspum með flutning á bifreiðum
og vörugámum yfir sumartímann.
Við þessu þarf að bregðast strax.“
Magnús Þór Hafsteinsson sagðist
fagna því mjög að byggðamála-
ráðherra skuli hafa lýst því yfir í
ræðu sinni áðan að Vestmannaeyjar
hefðu skýra sérstöðu. „Eg hef ekki
áður heyrt ráðherra í ríkisstjórn
íslands lýsa því yfir á þessu kjör-
tímabili að Vestmannaeyjar hefðu
skýra sérstöðu þannig að þessi yfir-
lýsing ein og sér er að sjálfsögðu
fagnaðarefni."
Björgvin Þ. Sigurðsson sagði
meginhlutverk stjórnmálamanna að
tryggja sambærileg búsetuskilyrði
um Island allt, skapa fólkinu jöfn
tækifæri til búsetu. „Til að gera
Vestmannaeyjar að samkeppnis-
hæfum búsetukosti fyrir ungt fólk
þarf ýmislegt að laga. Það má kalla
það nánast byggðahrun þegar 1000
manns af 5000 flytja í burtu og við
verðum að grípa til bráðra aðgerða
til að finna framtíðarlausn í sam-
göngumálum á milli lands og
Vestmannaeyja."
Skyldur ríkisins
Hjálmar Arnason sagði að þarna
væri verið að fjalla um skyldur
ríkisvaldsins gagnvart samfélaginu
og þegnum þess. „I þeirri umræðu
er jafnræðisreglan gjarnan hinn
undirliggjandi tónn, jafnræðisreglan
gagnvart þegnum og atvinnustarf-
semi. Það eru auðvitað kostir og
gallar við að búa á hverjum stað.
Það er ekki bara kostnaður sem fólk
horfir á heldur líka hin almennu lífs-
gæði í samfélaginu á hverjum stað,
streita, afþreying, atvinnumögu-
leikar og þar fram eftir götunum eða
hinn mikli fjölbreytileiki sem ein-
kennir samfélag okkar.“
Steingrímur Sigfússon sagði fulla
þörf á því að halda ríkisstjórninni
við efnið í byggðamálum. „Því er
þessi umræða sem sérstaklega snýr
að hagsmunum Vestmannaeyja þörf.
Vestmannaeyjar hafa vissulega um-
talsverða sérstöðu sem langstærsta
eyjasamfélagið við Island og ólíku
saman að jafna hvað stærðir snertir
þar sem eru Grímsey, Hrísey og
önnur byggð eyjasamfélög,“ sagði
Steingrímur og kvað ríkisstjórnina
hafa staðið sig með endemum illa
hvað varðar það að efna loforð og
fyrirheit um aðgerðir sem lúta að
flutnings- og ferðakostnaði í land-
inu.
Árni Mathiesen sagði málið snúast
um að hver staður og hvert samfélag
nýti landkosti sína og sérstöðu.
Vestmannaeyjar hefðu nýtt sérstöðu
sína í sjávarútvegi en ljóst sé að
hann sé ekki sami burðarásinn og
áður. Um Skipalyftuna sagði Árni:
„Vandamálið sem þar er um að ræða
er að undanfarin ár hefur ekki verið
gert ráð fyrir því að upptökumann-
virkin væru styrkt en í dag var tekin
út úr nefnd breytingartillaga við
frumvarp til hafnalaga sem einmitt
gerir ráð fyrir því að hægt sé, frú
forseti, að fara í þá aðgerð að
styrkja Skipalyftuna í Vestmanna-
eyjum.“
Allra veðra von í Höllinni á laugardaginn
Þá er loksins komið að Allra Veðra
Von, tónleikunum sem svo margir
hafa beðið eftir. Þeir verða haldnir
í sjötta skiptið á laugardaginn og
að vanda verða þeir haldnir í
Höllinni. Alls mæta tíu
hljómsveitir, átta Eyjasveitir og
tvær ofan af landi.
Húsið verður opnað klukkan
20.00 fyrir þá sem vilja fylgjast
með Söngvakeppni Sjónvarpsins
sem hefst kl. 20.20. Að þeim
loknum mun Allra veðra von fara
á fullt og byrja tónleikamir upp úr
22.00 og verður rokkað til eitt eða
tvö um nóttina. Það kostar litlar
1000 krónur inn og Gullrót, sem
stendur að AVV, leggur áherslu á
að þetta er vímulaus skemmtun.
Tvær hljómsveitir koma frá
Islandi, Andrúm og These day's og
átta hljómsveitir frá Eyjum, Tranz-
lokal, Eyða, Paralell delutions,
Occasional happyness, Primera,
BOGUS, Depublic og CASUS og
flytja þær allar fmmsamið efni.
Það er Gullrót, sem heldur tón-
leikana, áhugafélag Rokkeldis í
Vestmannaeyjum.
Þau vonast til að sem flestir mæti
til að styrkja Rokkeldið í Eyjum
og skora á
fyrirtæki að styrkja Rokkeldið.
Frá AVV í fyrra en í ár eru tónleikarnir haldnir í sjötta sinn.
Spurt er:
Hvernig líst
þér ó höfn í
Bakkofjöru
Ástþór Jónsson:
Mér líst engan veginn á þetta.
Mín reynsla segir að ekkert
mannvirki geti staðið af sér öldu-
rótið þarna. Ég vil frekar göng.
Stefán Björnsson:
Er það ekki bara hið besta mál?
Mér líst bara vel á þetta.
Hlynur Stefánsson:
Mér líst vel á þann möguleika en
það gæti vel verið að aðrir mögu-
leikar séu betri.