Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 2
2 bilar / fímmtudagur 24. april 2008 MOSKINN HÉLT EKKI VATNI - Gísli Valtýsson rifjar upp einstakan bíl Ég átti einu sinni einstakan bíl. Hann var af gerðinni Moskwitz station, árgerð 1962, skær- gulur að lit. Það var alltaf mjög sérkennileg lykt í bílnum, sama hvað maður úðaði ilmefnum eða þvoði hann að innan. Alltaf var þessi sterka lykt, sem kölluð var Rússalyktin. Fyrir mér var þessi bíll gott vinnutæki; ég keypti hann gamlan og notaði til að flytja efni í húsið mitt, sem ég var að byggja. En sumir keyptu þessa tegund af því að hún kom frá "fyrirmyndarríkinu". Og ónefndur Jón, sem trúði á alræði öreigans og stjórnarfarið í Sovétríkjunum, vildi enga aðra bíltegund en Moskwitz. Svo rammt hvað að velþóknun hans á þessari tegund að hann sagðist fara í fjórða gír upp Kambana og bíllinn heldi hraða eins og ekkert væri. Og svo væri annar kostur við þessa tegund, að hún bilaði nánast aldrei. Annað en þessir kapitalistabílar, sem væru ekkert annað en svik auðvaldsins, og t.d. væri miklu þykkara stál í Moskwits en þessum blikkdósum að vestan. Ég gat nú reyndar ekki kvartað yfir mínum Moskwitz. Bíllinn var ekkert mikið að bila. Það var þó ein bilun sem hrjáði hann og varð að lokum afdrifarík. í rigningum vildi hann leka, hélt illa vatni. Sérstaklega var það bagalegt, að vatn lak inn með húddinu og niður með vinnukonunum á framrúðunni. Hann fór því oft ekki í gang í slíku veðri, af völdum rakans. Sjálfur var ég búinn að reyna að komast fyrir vandamálið en ekki tekist. Það varð því úr að ég fékk Birgi Antonsson, rafvirkja, til að laga bílinn. Birgir bjó í Stakkagerði, húsi sem nú er horfið af sjónarsviðinu, en stóð við Ráðhúströð, beint á móti Alþýðuhúsinu. Birgir bað mig að skilja bílinn eftirfyrir utan heimilið sitt í Stakka- gerði. Hann tæki hann síðan með sér þegar hann færi í vinnu eftir hádegið og gerði við bílinn. Þennan dag var grenjandi rigning og eitthvað hafði bíllinn verið að stríða mér um morguninn. Þegar Birgir ætlaði að fara á Moskwitzinum eftir hádegið, var enginn bíll fyrir utan hjá honum. Eitthvað fannst Birgi þetta skrítið og fór að litast um. Jú, niður við lögreglustöðina sem þá var við Hilmisgötuna, var bíllinn, og stóð með framendan fast að húsinu. Birgirtók því strauið niður að lögreglustöð. Á leiðinni mætti hann kunningja sínum, sem sagði skrítna sögu. Kunninginn sagðist hafa verið að ganga upp tröppurnar á Stakkagerðistúni, þegar bíll kemur akanda niður þær. Sagðist hann hafa verið fljótur að forða sér burtu, enda hafi bíllinn stefnt á hann. En það sem honum fannst furðulegast var að það var enginn bílstjóri í bílnum, - hann var mannlaus. Og þannig ók hann niður tröppurnar og síðan út á grasið og niður að lögreglustöð, þar sem bíllinn stöðvaðist á suðurhlið lögreglustöðvarinnar. Sagðist kunninginn hafa farið að bílnum, til að grennslast nánar um hvort virklega enginn maður hefði verið í bílnum, - einhver sem hefði ekið honum. En það var enginn í bílnum. Eftir að Birgir hafði kannað málið, var niðurstaðan sú, að rigningin hafði lekið niður með vinnukonunum á framrúðunni, - á startarann, sem var þar beint fyrir neðan, valdið útleiðslu í honum og ræst vélina og þar sem bíllinn var í gír og ekki í hand- bremsu, ók hann sjálfur af stað undan hallanum niður að lögreglustöðinni og komst svo ekki lengra. Að bíllinn skyldi komast á fjórum hjólum alla þessa leið og það mestalla leiðina niðurtröppur, er mjög sérstakt - og að enginn skyldi verða fyrir bílnum var auðvitað mikil guðsmildi. En úr því svona vel fór, þá var ekki annað hægt en að hafa dálítið gaman af öllu saman. Þegar ég sagði ónefndum Jóni þessa sögu, vildi hann ekki trúa skýringunni um rigninguna, heldur hafi bílnum trúlega verið ýtt niður Stakkagerðistúnið, af einhverjum auð- valdssinna, sem vildi koma óorði á þessa tegund. FLEIRI SPYRIfl UM MENGUN EN flDUR - segir Bjarni Freyr á sölu- og markaðssviði Toyota Arnar Richardsson, umboðsmaður Toyota í Vestmannaeyjum. UmboðsmaðurToyotaumboðsins í Vestmannaeyjum er Arnar Richardsson og rekur hann jafnframt þjónustuverkstæði fyrir Toyotaeigendur að Skildingavegi 8. Á markaðs- og sölusviðiToyota fengust þær upplýsingar, að sala hjá umboðinu á síðasta ári hafi gengið vonum framar og Toyota á Islandi verið það bílaumboð sem flestar bifreiðar seldi á árinu. Alls seldust um 4.400 nýir bílar og hafði Toyota um 24% markaðs- hlutdeild í lok ársins. Vinsælustu tegundirnar voru Yaris, Land Cruiser, Hilux og Avensis, en auk þess var mjög góð sala í öllum öðrum bílumToyota. Bjarni Freyr á sölu- og markaðssviði Toyota var spurður hvort hann greindi sérstakan smekk hjá Vestmannaeyingum í bílamálum. Hann svaraði: -Eyjamenn virðast hafa mjög góðan smekk á bílum ef miðað er við þær viðtökur sem Toyota hefurfengið í Eyjum síðustu tvö ár. Eyjamenn eru jafnframt hagsýnir og virðast vita hvað þeir vilja, þegar þeir setjast niður og íhuga bílakaup. Eftir hvaða bílum er mest spurn þessa dagana? -Það er mikil spurn eftir góðum og vönd- uðum bílum, sem standast nútímakröfur um eldsneytiseyðslu, endursöluverð og áreiðan- leika. Fólk leggur mikið upp úr því að bíllinn henti persónulegum þörfum hvers og eins og sé jafnframt fallegur á að líta. Einnig virðist fólk sem áður leggja ríka áherslu á að vera í viðskiptum hjá þeim sem veitir bestu þjónustuna. Hugsa menn mikið um sparneytni eða mengun þessa dagana? - Viðskiptavinir huga ávallt að því hversu mikið bílarnir eyða af eldsneyti, auk þess sem við sjáum fleiri spyrja um útblástursmengun og markmið framleiðandans hvað þann þátt varðar.Toyota afhendir leiðbeiningar um vistakstur með öllum bílum og því ættu viðskiptavinir okkar að vera vel í stakk búnir að spara eldsneyti og vernda umhverfið í leiðinni. Hvernig metið þið horfurnar í bílasölu á næstunni? -Hjá Toyota eru horfurnar góðar og við horf- um björtum augum til sumarsins sem er framundan, sagði Bjarni Freyrað lokum. ♦ HlðLBARÐASTOFAN HÁSTEINSVEGI 23 S. 481-1523 Hyundai Getz er vinsæll smábíll. BÍLAEIGNIN í EYJUM LÍKLEGA HEIMSMET - segir Hörður Pálsson, umboðsmaður BfiL Umboðsfyrirtæki B&L í Vestmannaeyjum er Bíla- og vélaverkstæði Harðar og Matta að Básum 3 og sér fýrirtækið einnig um þjónustu við bíleigendur. B&L, eða Bifreiðar og landbúnaðarvélar, hafa um langt árabil verið með stærstu bílaumboðum landsins, en sögu þess má rekja allt aftur til þess tíma að bílar, svo sem Rússajeppar og Lödur, voru fluttir inn til landsins frá Sovétríkjunum í vöruskiptum fýrir íslenska síld og ullarvörur. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. B&L hefur vaxið mikið og hefur nú umboð fyrir vinsælar bílategundir, meðal annars nokkur þekktustu lúxus- merkin í bílabransanum. Fréttir lögðu nokkrar spurningar fyrir annan eiganda fyrirtækisins Harðar og Matta, Hörð Pálsson. Hvernig var salan hjá ykkur á síðasta ári? -Salan í nýjum bílum var mjög góð, líklegast metsala. Hvaða tegundir voru vinsælastar? -Hyundai og Renault fólksbílar eru vin- sælastir hjá okkur, en svo hefur sala í dýrari bílum, svo sem BMW og Range Rover, verið ævintýralega mikil í ekki stærra landi en Islandi. Þá er Renault atvinnubifreiðadeildin hjá B&L með yfir- burðamarkaðshlutdeild í minni og meðalstórum sendibílum. Hafa Eyjamenn sérstakan bílasmekk? -Já, það finnst mér. Jeppar eru orðnir í meirihluta hér í Vestmannaeyjum, sem er mjög sérstakt. Svo er bílaeign hér líklega heimsmet. Það eru yfir 2.200 bílar skráðir f Eyjum, og íbúarnir rúmlega fjögur þúsund. Eftir hvers konar bílum er mest spurt þessa dagana? -Þessa dagana er aðallega spurt um litla og eyðslugranna bíla. Hugsa menn mikið um sparneytni og mengun í sambandi við bílakaup? - Já, það er mikið pælt í því og enn- fremur þeirri ótrúlegu skattpíningu sem er á dísilolíu, sem þó er umhverfisvænni en bensínið. Að auki eyða dísilbílar 20- 30% minna eldsneyti en bensínbílar. Hvernig metur þú horfurnar í bílasölu á næstunni? -Árið 2008 verður að líkindum sam- dráttarár í bílasölu og menn hafa búið sig undir það.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.