Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 6
6 bilar / fimmtudagur 24. april 2008 ÖKUNÁM í FIAR- KENNSLU Ekill, ökuskóli á Akureyri, hefur nokkra sérstöðu meðal ökuskóla því hann er eini ökuskólinn í landinu sem býður upp á ökukennslu í fjarnámi auk hefðbund- innar ökukennslu. „Við bjóðum upp á ökukennslu á bifreiðar, bifhjól og aukin ökuréttindi og erum hefðbundinn ökuskóli fyrir bókleg námskeið í hefðbundnum ökuskóla og í fjarnámi á internetinu," sagði Grétar Ingi Viðarsson, skólastjóri. „Ekill er frumkvöðull í bóklegu ökunámi í fjárnámi á fslandi og var fyrstur ökuskóla, árið 2004, til að bjóða upp á bóklegt námskeið í fjarnámi og það gerðum við í samstarfi við Jónas Helgason mennta- skólakennara og ökukennara á Akureyri." Grétar Ingi segir að ökukennsla í fjarnámi sé nýjung hér á landi en það sé þekkt í Bandaríkjunum.„Ég held m.a.s. að Ekill sé fyrsti ökuskólinn í Evrópu sem býður upp á þennan möguleika. Það er enginn á Norðurlöndum og ég hef enn ekki frétt af skóla annars staðar í Evrópu sem býður upp á fjarnám." Grétar Ingi segir að þessu hafi verið vel tekið en tími hafi farið í að berjast við kerfið og fá öll tilskilin leyfi.„Ég skil ekki af hverju menn eiga að tortryggja þetta hjá okkur því fólk er í mun veigameira námi en ökukennslu í fjarnámi og gengur vel," sagði Grétar Ingi að lokum. FÉKK UNGUR BÍLADELLU Darri í Bragganum, Gunnar Adólfsson, er fæddur með bensín í blóðinu, en faðir hans, Adolf Sigurjónsson, var vörubílstjóri. Darri tók við Bragganum fyrir tæpum 20 árum. Bragginn er í dag réttinga- og sprautuverkstæði auk þess sem Darri er með umboð fyrir Bernhard hf. sem er umboðsaðili fyrir Honda og Peugeot bíla sem eru fyrirferðamiklir á götum Vestmannaeyja. „Ég tók að mér að selja Honda í Vestmanna- eyjum haustið 1998 og Peugeot árið 2002 eða 2003 og eigum við ekki að segja að þetta séu bestu bílar í heimi," sagir Darri og brosir. Það var 1. nóvember árið 1987 sem Darri tók við Bragganum og hefur verið nóg að gera frá fyrsta degi. Er Darri ánægður með lífið enda fer saman vinnan og áhugamálið.„Það hefur aldrei fallið úr dagur hjá mér síðan ég tók við. Mér líkar þetta vel," segir Darri þegar hann er spurður um starfið.„Ég fékk ungur bíladellu enda alinn upp í þessu. Fyrsti bíllinn var Mustang 1970, sem ég eignaðist 1977. Hann reyndist vel sem veiðitæki þegar hann var í lagi. Viðhorfið breyttist og urðu bílar samgöngutæki í mínum huga fyrir nokkrum árum þó ég hafi áfram áhuga á þeim. Það verð ég að hafa út af vinnunni." En stóra dellan eru mótorhjól sem ekki hefur dofnað með aldrinum.„Fyrsta hjólið fékk ég í jólagjöf 1974 frá Sigurpáli frænda. Það var Honda SS 50 og var þetta nýtt og alveg frábært hjól. Dellan fyrir mótorhjólum kviknaði á Boðaslóðinni þar sem ég ólst upp. Nágrannarnir voru Biggi Jóns og Gylfi Úr, báðir miklir mótorhjólakallar. Síðan hef ég eiginlega átt hjól alla tíð. Núna eru sjö hjól á heimilinu í minni eigu og barnanna. Meðal þeirra er hjól eins og það sem ég eignaðist fyrst. Sæþór sonur minn á fjögur hjól og eigum við ekki að segja að hann hafi erft delluna frá mömmu sinni." Darri var fljótur til svars þegar hann var spurður hvað væri hans uppáhaldshjól.„Það er Kawasaki Zl 900 árgerð 1973 sem ég er búinn að eiga 23 eða 24 ár. Ég hefði helst viljað geyma það inni í stofu en það hefur ekki enn verið tekið í mál." Darri segist fara upp á land í hjólatúra á hverju ári en draumurinn er að fara í Evrópu- túr.„Einn eftirminnilegasti túrinn var þegar við Sæþórfórum hringinn í kringum landið. Þá var hann 15 ára." Darri er ákveðinn í að halda áfram að hjóla og hann segir eitt af skylduverkefnunum þegar hann kemur heim á kvöldin sé að kíkja á hjólin.„Það er föst rútína í lífinu. Það er ekkert planað í sumar en ætli maður fari ekki eina eða tvær ferðir upp á land í góðra vina hópi," sagði Darri að lokum. VERTU KIAR FYRIR SUMARIÐ! BÓKLEGT BIFHJÓLANÁMSKEIÐ Á NETINU! ÍS ekillo www.ekill.is * uppiýsíngar í síma 894 5985 Tiguan sportjeppinn frá Volkswagen. Vinsælasti bíllinn hjá Heklu um þessar mundir. BREIDDIN STYRKUR HEKLU -segir lón Trausti Ólafs- son markaðsstjóri Hekla hf. hefur án efa mestu breidd landsins í bílum. Fyrirtækið selur nokkrar vinsælustu bílategundir landsins, ódýra og hagkvæma bíla, en jafnframt lúxus- bíla fyrir þá sem það kjósa. Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu, sagði í viðtali við Fréttir, að undanfarna mánuði hafi mest verið spurt um nýjan sportjeppa frá Volkswagen- verksmiðjunum, sem nefnistTiguan. Bíllinn hefði vakið mikla athygli, fengið frábæra dóma, enda um að ræða mjög vel búna bifreið, en jafnframt sparneytna og á mjög góðu verði. Þá hafi annar sportjeppi einnig verið vinsæll að undan- förnu, nýr Outlander frá Mitsubishi- verksmiðjunum í Japan, afar vel búinn. Outlanderinn fæst einnig sjö manna. Mest seldi bíllinn hjá Heklu í fyrra var Skoda Octavia og var dísilútgáfan vinsælust.Tékkar hafa náð mjög góðum tökum á bílaframleiðslu sinni með hjálp Þjóðverja og þykja Skodabílarnir nú vera vönduð smíði í alla staði. Skodinn er nú orðinn mest seldi bíllinn á íslandi í sínum flokki og hefur ímynd hans breyst mjög í hugum landsmanna. Jón Trausti sagði að fólk spyrði nú í auknum mæli eftir hagkvæmum bílum, sem eyddu litlu eldsneyti og menguðu lítið. Menn horfðu sem sagt í budduna, en vildu gæta umhverfisins um leið. Hekla hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða Volkswagen- eigendum upp á sparakstursnámskeið. Fyrsta námskeiðið var um síðustu helgi og varfullsetið. Fleiri námskeið eru á döfinni. Þrátt fyrir að landsmenn beini nú augum sínum í rikari mæli að sparneytnum bílum og hagkvæmum fyrir budduna, er alltaf jöfn og góð eftirspurn eftir lúxus- bílum Heklu. Þar eru Mitsubishi Pajero jepparnir fremstir í flokki, en Audi Q-7 hefur líka verið mjög vinsæll hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. JónTrausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu, sagði að lokum að árið legðist vel í Heklumenn. Styrkur fyrirtækisins lægi í mikilli breidd af bílum og þar gætu nánast allir fundið bíl við sitt hæfi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.