Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.2008, Blaðsíða 4
4 bilar / fimmtudagur 24. april 2008 MAGNÚS KRISTINSSON ÚTGERDARMAÐUR OG EIGANDI TOYOTA Á ÍSLANDI: ÖRLÍTIL BÍLADELLA HEFUR ALLTAF LODAD UID - Á AUK ÞESS BÍLALEIGU, HJÓLBARDAFYRIRTÆKI, SELUR LYFTARA UG GEYMfl í BÍLA OG PIZZUR ERU AUKABÚGREIN „Já, ég hef alltaf verið með bíladellu og skipti oft um bíla hér á árum áður," segir Magnús Kristinsson, útgerðar- og athafnamaður um fyrstu kynni sín af bílum. En eftir áratuga starf í útgerð keypti hann Toyota á íslandi sem hefur á þeim þremur árum síðan hann keypti fyrirtækið haldið góðri markaðshlutdeild sem er um 25%. Auk þess hefur hann keypt fyrirtæki sem tengjast þjónustu við bíla. Má í því sambandi nefna bílaleigu, hjólbarðaverk- stæði auk þess sem hann sameinaði undir einu þaki, verslunina Motormax þar sem fólk á öllum aldri geturfundið sér leikfang við hæfi, hvort sem er á tveimur hjólum eða fjórum. FYRSTI BÍLLINN VAR BJALLA „Fljótlega fór það líka svo í þessu harki mínu hér og uppi á landi að mér leið ekki vel fyrr en ég átti orðið einn bíl í Eyjum og annan í Reykjavík. Þannig að örlítil bíladella hefur alltaf loðað við mig," hélt Magnús áfram. Hvað tegund var fyrsti bílinn þinn? „Það var Volkswagen bjalla." Nýttist hún vel í kvennamálunum? „Ja, ég held að ég hafi verið búinn að finna minn ekta maka þegar þessi bíll kom til sögunnar. Aftur á móti átti vinur minn Volvo krippu og það varfyrsti bílinn sem ég bauð henni Lóu minni upp í." Magnús fylgdi svo hefðbundnum straumum í bílum en þegar kom að því að kaupa bíl fyrir útgerðina fór hann óhefðbundna leið.„Mér fannst dýrt að þurfa að fá alltaf vörubíl fyrir útgerðina í tíma og ótíma og úr varð að við keyptum Ursustraktor með kerru. Það var fyrsti útgerðarbíllinn og hann entist í nokkur ár. Siðan kom fyrsti pikkuppinn en síðan hafa pikkuppar þjónað okkur vel alveg fram á þennan dag. Það er stæll yfir því að vera á pikkupp, bæði til sjávar og sveita." BRÚÐARBÍLLINN Annars segist Magnús aldrei hafa verið með dellu fyrir bílategundum en yfirleitt hafi verið tveir bílar á heimilinu.„Við höfum átt sinn hvorn bílinn við Lóa þannig að það hefur alltaf fylgt MK að hafa bíla í kringum sig og það fleiri en einn og fleiri en tvo." Það vakti talsverða athygli þegar þú fyrir nokkrum árum keyptir hefðbundinn enskan leigubíl.„Það var gert í einhverju bríaríi. Ég sagði einhvern tímann við strákana sem voru að selja fyrir okkur fisk í Englandi að það væri gaman að eiga einn svoleiðis. Örn okkar Eyfjörð, Eyjapeyi fór að líta í kringum sig og fann bíl sem ég flutti heim. Það var skrítinn svipur á Guðbirni tollara þegar hann sá bílinn sem hann þurfti að tolla. En hann var fljótur að stimpla alla pappíra og tollarnir voru heldur ekki miklir því bíllinn var 16 eða 17 ára. Ég seldi hann fyrir tveimur árum en svo skemmtilega vildi til að Héðin Karl, sonur okkar, kvæntist fljótlega eftir að bíllinn kom. Varð sá enski brúðabíllinn hans. Ég lánaði hann svo í sex eða átta önnur brúðkaup og ég veit ekki betur en að þau haldi ennþá," sagði Magnús en lagði enn og aftur áherslu á að kaupin hefðu verið gerð í algjöru bríaríi. VALINN ÚRTÍU MANNA HÓPI Hvenær færð þú þá hugmynd að skella þér í bílabransann?„Það var ekkert nýtt að ég kæmi að öðru en sjávarútvegi. Vinnan hjá Berg-Huginn hefuralltafveriðalveg 100% vinna en henni til viðbótar hef ég alltaf komið að mörgu öðru, verið í stjórnum félaga og hagsmunasamtaka. Var í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og LIÚ og kosinn í nefndir og ráð hér og þar. Það hefur alltaf fýlgt mér að takast á við eitthvað fleira en ég er að gera frá degi til dags. Ég var byrjaður að fjárfesta í hinum ýmsu félögum upp úr 1990 og það er upp úr 2004 að ég fer að velta fyrir mér kaupum á Toyota. Ég var svo látinn vita að þáverandi eigendur P Samúelsson, umboðs- aðili Toyota á fslandi ætluðu ekki að eiga það til eilífðarnóns. Þegar ákveðið er að félagið færi í sölumeðferð var ég einn af tíu sem fékk útboðsgögn. Þeim var fækkað niður í fimm og loks var rætt við mig einan. Þetta var langur ferill, oft hist og margir fundir haldnir. Það var aldrei opinberað við hverja var rætt, það eina sem var vitað að sá sem yrði fyrir valinu yrði að fá samþykki Toyota í Brussel. Þar höfðu menn ákveðnar hugmyndir um hver mætti kaupa og hver ekki. Einu sinni lá við að slitnaði upp úr viðræðum en þá vorum við fjórir eftir. Samningamenn Toyota fóru út til Brussel og lýstu stöðunni en þá bentu þeirra æðstu menn á mig. Þeir komu aftur og samningar náðust milli okkar." GOTT FÓLK HJÁ TOYOTA Þar með var ekki allt búið því Magnús þurfti að sitja fyrir svörum fjögurra manna sveitar fráToyota sem spurði hann spjörunum úr. „Þetta fórfram í stórum sal, ég einn á móti þeim fjórum og á endanum voru allir ánægðir og þetta varð upphafið að mjög skemmtilegu og gefandi samstarfi við þetta fólk." Magnús naut þess að fyrir hjá Toyota var Úlfar Steindórsson, forstjóri, sem margir Eyjamenn þekkja.„Hann er með úrvals fólk sér við hlið og það hefur gengið mjög vel hjá honum að reka félagið. Þetta er gott félag og þessi þrjú ár sem liðin eru frá því ég kom að rekstrinum hafa komið mjög vel út." MEIRI REKSTUR TENGDUR BÍLUM Þú hefur síðan verið að bæta við í rekstri tengdum bílum.„Ég sá strax að það er auðvelt að bæta við og keypti fljótlega Bílaleiguna Hertz af Flugleiðum. Það smell- passar saman og þangað erum við að selja um þúsund bíla á ári. Þegar við tökum bíla í viðgerð leigjum við eigendunum bíla frá Hertz á meðan sem gerir þetta enn hentugra. Næsta dæmi sem passaði ekki síður var við Sólning því það þarf tvo dekkjaganga undir alla bíla. Síðan létum við Sólningu bæta við sig Barðanum og allt hefur þetta gengið mjög vel." Og Magnús heldur áfram að telja upp og nefnir Yamahaumboðið sem fylgdi með í kaupunum áToyota.„Næsta skref var að ræða við Kalla okkar Jóns sem spilaði handbolta hér heima og var kjötiðnaðarmaður í Kaupfélaginu. Hann rak þá Gísla Jónsson hf. sem var með umboð fyrir Can-Am, vélsleða og fjórhjól. Samningar tókust og stofnuðum við þá Mótormax sem heldur utan um Yamaha og Can_Am og hefur líka gengið ágætlega . Hefur salan verið alveg ótrúleg." Enn eitt félagið erTMH-lyftarar sem selur Toyota lyftara.„Það er orðið nokkuð stórt fyrirtæki hjá okkur og erum við komnir með umboð fyrir fleiri tegundir af lyfturum. Það er mikið um geyma í kringum lyftarana. Við keyptum Skorra hf. sem var mjög öflugt í geymainnflutningi og erfélagið rekið undir TMH-lyfturum. Þetta hefur svona leitt hvað af öðru einfaldlega af því það passar svo vel saman hjá mér. Frávik frá þessu eru Domino pizzur þar sem Magnús hafði verið hluthafi í mörg ár en í byrjun síðasta árs eignaðist hann fyrirtækið að fullu.„Það er svo lítið annars eðlis en hefur gengið glimrandi vel." GÓÐ SALA í UPPHAFI ÁRS Þá má ekki gleyma flaggskipiToyota, Lexus bílunum.„Þeir gera miklar kröfur um þjónustu. Lexusbíla verður að sýna í sérstökum sal. Hann verður að vera eftir þeirra höfði, með ákveðinni sætaskipan til að þú getir slappað af og Lexusbíla verður að afhenda inni. Það má alls ekki gerast úti við. Það verður líka að stjana við kúnnann, bjóða upp á sérstakt Lexusgolfmót á hverju ári og Lexuustónleika þar sem Garðar Cortes tróð upp síðast. Þetta er krafa frá Japan." Ekki lét Magnús staðar numið hér því hann keypti fyrirtæki í Danmörku sem selurToyota. „Ég keypti fyrirtæki sem heitir Krossgard- Jensen a/s sem er með fjórar útsölur í norður Kaupmannahöfn. Þetta gerðist í júlí í fyrra og varla komin reynsla á þennan rekstur ennþá. Við réðum íslenskan framkvæmdastjóra, EggertTryggvason, sem hefur staðið sig mjög vel. Annars er ekki hægt að bera saman bílasölu hér og í Danmörku. Megum við þakka fyrir okkar tollalöggjöf því í Danmörku er ekki gert ráð fýrir að hinn almenni borgari geti átt almennilegan bíl. Auk þess er mikil hefð fyrir evrópskum bílum í Danmörku." Magnús horfir bærilega björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir að víða gefi á bátinn. Sem dæmi nefnir hann að þeir hafi selt um 200 Land Crusier jeppa, sem er flaggskipToyota, það sem af er ári.„Við erum búnir að selja um þúsund bíla á fyrstu mánuðum ársins. Það er alveg viðunandi en hvað svo gerist veit ég ekki. Vonandi verður árið gjöfult." VILL VERA SÝNILEGUR í EYJUM Að lokum barst talið að Toyotasýningunni í Eyjum um helgina. Magnús sagðist strax hafa sagt við sína menn hjá Toyota að hann vildi verða sýnilegur í Eyjum.„Ég vil að fólkið hér sjái hvað ég er að gera og þetta er þriðja sýningin okkar hér. Við leggjum mikið upp úr þessu og erum að reynum aðToyotavæða Eyjarnar að einhverju leyti. Það verður hægt að prufukeyra bíla alla vikuna en formleg sýn- ing verður svo um helgina. Það verður frítt í sund og fleira og í fyrra sagði bæjarstjórinn við mig hvort ekki ætti að setja sýninguna inn á viðburðaskrá Vestmannaeyja með Þjóðhátíðinni og öðrum mótum sem hér eru. Við erum líka aðalstyrktaraðilar meistara- flokkanna í fótbolta og handbolta hjá ÍBV, þannig aðToyota er orðið vel sýnilegt í Vestmannaeyjum," sagði Magnús að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.