Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 12. mars 2009
Magnús Kristinsson, sem synt hefur Guðiaugssund flestum oftar fékk hlýjar móttökur hjá þeim Friðrik og Guðlaugi að loknu sundinu.
A 25 ár frá Helliseyjarslysinu - Aldrei fleiri synt Guðlaugssund:
Ánægjulegt að minnast
tímamótanna núna
-A nýliðnu ári varð ekki banaslys til sjós, segir Friðrik Ásmundsson,
sem stjórnað hefur sundinu frá upphafi
Síðastliðiinn flmmtudag, 12.
mars, var aldarfjórðungur frá
því að Guðlaugur Friðþórsson
synti fimm kílómetra til lands
eftir að Hellisey VE sökk austan
við Eyjar. Fimm ungir menn
voru í áhöfn og var Guðlaugur sá
eini sem komst af. Þetta var ein-
stakt afrek sem vakti heim-
sathygli. Það eitt að synda tæpa
sex km í úfnum sjó og náttmyrkri
í tlmm klukkutíma er þrekvirki
út af fyrir sig. En þá tók við
erfið landtaka austan á Heimaey,
ganga í bæinn sem tók þrjá
klukkutíma, m.a. yfir mjög úfið
hraun. A miðri leið rakst hann á
baðkar með vatni í en til að geta
fengið sér að drekka varð hann
berhentur að berja í sundur
þykkan ís.
Þessa hafa Vestmannaeyingar
minnst árlega með Guðlaugs-
sundi sem frá árinu 1985, ári
eftir slysið, hefur farið fram
aðfaranótt 12. mars. I upphafi
voru það nemendur
Stýrimannaskólans í Vest-
mannaeyjum sem syntu sömu
vegalengd og Guðlaugur, ýmist
einir eða skiptust á. Nú heyrir
Stýrimannaskólinn sögunni til en
áfram stinga menn og konur í
Vestmannaeyjum sér til sunds
aðfaranótt 12. Mars og hafa þeir
aldrei verið fleiri en nú.
Eftir Hefliseyjarslysið varð
mikil vakning í öryggismálum
sjómanna og er tilgangur með
Guðlaugssundinu er ekki síst að
vekja athygli á þeim. Fyrir 25
árum fórust að meðaltali 15
íslenskir sjómenn við störf sín á
ári hverju. Árið 1985 var
Slysavarnaskóli sjómanna stof-
naður og síðan hefur slysum til
sjós fækkað mikið. Og síðasta ár
mun alltaf skipa sérstakan sess í
hugum íslenskra sjómanna, því
enginn sjómaður fórst við störf
til sjós á árinu 2008.
Friðrik Ásmundsson, fyrrveran-
di skólastjóri Stýrimannaskólans,
hefur stýrt Guðlaugssundinu frá
upphafi en hugmyndin kom frá
nemendum hans. „Strákarnir
stungu upp á þessu strax árið
1985 og syntu Guðlaugssund á
hverju ári til ársins 1999 þegar
skólinn var lagður niður. Eftir
það höfum við sótt lið út í bæ og
hafa aldrei fleiri synt en núna.
Alls tóku 54 þátt í sundinu og níu
syntu sömu vegalengd og
Guðlaugur, um sex km,“ sagði
Friðrik í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hann sagði tilganginn ekki síst
að vekja athygli á öryggismálum
sjómanna. „Það er sérstaklega
ánægjulegt að minnast þessara
tímamóta núna þar sem á
nýliðnu ári varð ekki banaslys til
sjós. Það getum við þakkað stær-
ri og betur búnum skipum, bæt-
tum öryggis- og siglingatækjum
og betur menntuðum skip-
stjórum, stý'rimönnum og vél-
stjórum. Utgerðarmenn hafa
líka verið mjög framsýnir í
slysavörnum og ekkert til sparað
þegar kemur að öryggisbúnaði.
Ekki síst hér í Vestmannaeyjum
þar sem ég þekki best til. Hér
voru menn fyrstir í heiminum að
setja gúmmíbjörgunarbáta um
borð og voru fyrstir til að taka í
notkun öryggisbúnað sem
Sigmund fann upp. Bæði örygg-
islokann við netaspilin og sjóset-
ningarbúnað fyrir gúmmíbjörgu-
narbáta. Þetta gerðu þeir án þess
að lög eða reglur segðu til,“ sagði
Friðrik að lokum.
Aldrei hafa fleiri þreytt sundið
en í ár en þátttakendur voru í
heildina 53 talsins. Tólf syntu
heilt sund, sex km en aðrir skiptu
vegalengdinni á milli sín. Mcðal
hópa voru lið heilsugæslunnar í
Vestmannaeyjum en sex syntu 40
ferðir hvert.
Þá má geta þess að Sóley Har-
aldsdóttir synti allt sundið í nótt
en Sóley verður þrettán ára í
næsta mánuði. Var hún að synda
Guðlaugssundið í þriðja sinn. Þá
syntu feðgarnir Magnús Kristins-
son, útgerðarmaður og Magnús
Berg allt sundið en Magnús eldri
er með brjósklos í baki en lét það
ekki stoppa sig.
ÞETTA er í fyrsta sinn frá
veiðitímabilinu 1982/1983
sem ekki hefur verið gefinn
út loðnukvóti.
Loðnu-
leit hætt
Umfangsmikilli loðnuleit haf-
rannsóknaskipa og fiskiskipa er
nú lokið án þess að loðnukvóti
væri gefinn út. Ekki náðist að
mæla þau 400 þúsund tonn sem
miðað við sem grundvöll til
útgáfu aflamarks. Þetta er í
fyrsta sinn frá veiðitímabilinu
1982 til 1983 sem ekki hefur
verið gefinn út loðnukvóti.
„Þetta eru auðvitað mikil von-
brigði því þetta er ein um-
fangsmesta skipulagða loðnu-
leit sem lagt hefur verið í á
seinni árum. Þaðjákvæðaerþó
að þrátt fyrir að ekki hafi tekist
að mæla nema 385 þúsund tonn
virðist sem loðnán haíi hrygnt
víða. Við höfum fréttir af því að
loðnan haft hrygnt við
Vestmannaeyjar, Reykjanes, í
Faxaflóa og í Kolluál. Það er
vonandi ávísun á góða veiði
eftir þrjú ár,'^ segir Björn
Jónsson hjá LIU á heimasíðu
samtakanna, en hann stjómaði
leitinni af hálfu útvegsmanna
með Hafrannsóknastofnuninni.
Leitað frá því 17. nóvember
Loðnuleit í vetur hófst með
leiðangri rannsóknaskipsins
Árna Friðrikssonar þann 17.
nóvember og stóð til 12.
desember. í þeim leiðangri
tókst að mæla 270 þúsund tonn
af hrygningarloðnu fyrir
norðvestanverðu landinu.
Strax eftir áramót var haldið
til leitar á ný og bættust þá
loðnuskipin Faxi, Börkur og
Lundey við í leitina. Öll skipin
eru með dýptarmæla sem eru
sambærilegir við mæla
hafrannsóknaskipanna og
fjarskiptabúnað sem gerir þeim
kleift að senda það sem mælist
beint til Hafrannsóknastofn-
unarinnar til úrvinnslu. Áran-
gur þessarar leitar var nánast
samhljóða fyrri niðurstöðu, eða
um 268 þúsund tonn.
Árna Friðrikssonar hélt áfram
og þann 6. febrúar var tilkynnt
að tekist hefði að mæla 370
þúsund tonn út af Austfjörðum
auk 15 þúsund tonna á
grunnslóð, samtals 385 þúsund
tonn. Þremur dögum síðar gaf
sjávarútvegsráðherra út 15.000
tonna leitarkvóta en þá var
loðnan komin vestur undir Vík.
Af skip.is
Bifreiðaeigendur hvattir til að fara með bílana í skoðun:
Þeir sem ekki mæta á réttum tíma þurfa að greiða 15 þ. kr.
Lögreglan vill minna ^ig^ndur.ökutækjá
á að færa ökutæki sín til skoðúnar Vrt
þann 1. apríl nk. verður lagt gjald á þau
ökutæki sem eru óskoðuð frá því í
október 2008. Þar sem breyting á umfer-
ðarlögum tók gildi þann I. október
2008, Og ,eru el^ki afturvirk, verður
gjaldið eingörtgu lágt á þau ökutæki sém
eru með 0 í eiklaslaf og háfa ekki verið
skoðuð fyrir árið 2008 og á þau ökutæ-
ki sem eru með I í endastaf og hafa ekki
verið skoðuð fyrir árið 2009.
Ef eigendur eða umráðamenn ökutæk-
ja færa þau ekki til skoðunar á réttum
tíma skal setja á gjald að fjárhæð 15.000
kr. sem greiða skal við almenna skoðun
og endurskoðun hafi ökutæki ekki verið
fært til skoðunar og endurskoðunar á
réttum tíma. Gjaldið leggst á ökutæki
tveimur mánuðum eftir skoðunarmánuð
þess.
Heimilt er að lækka gjaldið um allt að
50% verði það greitt innan mánaðar
frests eftir að það er lagt á.
Fjölskyldci og tómstandardð:
Styrkja MS-félgið um 30 þús.
Fjölskyldu- og tómstun-
daráð hélt fund á
miðvikudag í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri kyn-
nti - Allt hefur áhrif,
einkum við sjálf - for-
varnarverkefni fyrir
ráðinu. Einnig var tekin
fyrir umsókn frá MS-félagi
Islands sem sótti um styrk
til leigu og reksturs íbúðar
sem ætluð er til skammtí-
ma afnota fyrir MS-sjúk-
linga sem þurfa t.d. að leita
sér lækninga í
Reykjavík.Fjölskyldu- og
tómstundaráð samþykkir
að styrkja MS-félag Islands
um 30.000 kr.