Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009
W$m
P§|!$É|
MMM
wmmmi
• /1' r. !* i
'<Vi 'viV'«- ll>m4'jWlé‘W\lL
Æp$mk
IBiíMtr'ftíiiriniiif'
mpme
ftirai
-það er einmitt sú hugsun sem sjávarútvegsnemar tileinka sér í námi sínu og í
þeim störfum sem þeir munu taka sér fyrir hendur í framtíðinni, segja þau
Fyrir skömmu komu í heimsókn
nokkrir nemendur við Sjávarút-
vegsdeild Háskólans á Akureyri og
heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækin í
Vestmannaeyjum. Kynntu þau sér
starfsemi fyrirtækjanna og stöðu
sjávarútvegs í Eyjum. Margt sáu
þau jákvætt en glöggt er gestsaugað
eins og kemur fram í ferðasögu
þeirra sem hér birtist. Þar nutu þau
aðstoðar Eyjamannsins Harðar Sæ-
valdssonar sem kennir við skólann.
Nemendumir, sem komu til Vest-
mannaeyja, stunda nám á öllum
námsárunum sem eru þrjú. Segja
þau að gaman hefði verið að fara
þessa ferð fyrr á námsferlinum til
þess að víkka sjóndeildarhringinn.
Kemur fram að mikill vilji er nú
innan sjávarútvegsfræðibrautar að
gera heimsókn til Vestmannaeyja að
föstum lið í náminu í samstarfi við
Þekkingarsetur Vestmannaeyja.
Nemendur sem komu eru: Eyrún
Elva Marinósdóttir, Halldór Pétur
Ásbjörnsson, Hrafn Bjamason, Jón
Benedikt Gíslason og Jón Ingi
Bjömsson.
Hvernig ferðin tengist
náminu
Ferðin var liður í þeirri þróun
Sjávarútvegsdeildar HA að efla
tengsl nemenda og atvinnulífs með
heimsóknum í fyrirtæki.
„Sjávarútvegsfræðingar, sem hafa
áhuga og metnað til að kynna sér
nýjungar í starfsemi sjávarútvegs-
fyrirtækja, verða mun betur í stakk
búnir til að starfa í greininni en þeir
sem einungis halda sig við bóklega
kennslu og hirða ekki um að fara í
vettvangsferðir.
Vestmanneyjar em eitt virkasta
samfélagið í fiskvinnslu á landinu
og þykir það ekki sæma sjávarút-
vegsnema að hafa ekki farið til
Eyja a.m.k. einu sinni á námstím-
anum,“ segja þau í inngangi.
Fjölbreytt vinnsla
Þau segja að Vestmannaeyjar séu
ein stærsta útflutningshöfn á land-
inu og fiskvinnsla þar sé fjölbreytt,
miðað við að vera ekki stærra at-
vinnusvæði að flatarmáli.
„Vinnslan í Eyjum er mjög fjöl-
þætt, allt frá löndun afla úr bátum
á innlendan markað eða beint í
gáma, sem seldur er ferskur
erlendis, til fullvinnslu afurða beint
á disk neytenda.. Sjá fyrirtækin að
mestu um sín markaðsmál sjálf,“
segja þau.
Þau taka Grím kokk, sem fram-
leiðir fullunna fiskrétti, sem dæmi
um starfsemi sem þau vilja sjá
víðar á landinu. „Þetta er lýsandi
dæmi um hvað sjávarútvegurinn á
að vera, líkt og annar matvælaiðn-
aður á hann að framleiða fullunnar
fiskvörur.
Það sjálfstæði og sú útsjónarsemi
sem skín í gegn í Eyjum er einmitt
sú hugsun sem sjávarútvegsnemar
eru að tileinka sér í námi sínu og í
þeim störfum sem þeir munu taka
sér fyrir hendur í framtíðinni,"
segja þau.
Ástæða heimsókn-
arinnar
Tilgangur ferðarinnar var að kynna
KÍKT VIÐ í Neti þar sem var verið að útbúa trol fyrir gulldepluveiðar.
sér starfsemi og umfang sjávarút-
vegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum.
Eins og flestum ætti að vera ljóst
segja þau Vestmannaeyjar með
stærri löndunarhöfnum landsins,
með mjög hátt hlutfall aflaheim-
ilda. „Eyjamenn hafa yfir að ráða
tólf prósentum aflaheimilda lands-
manna, fyrir utan uppsjávardeili-
stofna; en þar ráða þeir rúmlega 21
prósenti uppsjávarheimilda í loðnu,
norsk-íslenskri síld og kolmunna.
Til gamans má geta að Eyjamenn
eru einungis 1,3% af íbúafjölda
íslands.
Það sem einkennir Vestmanna-
eyjar að mati nemanna er hvað
BJÖRN BRIMAR Hjá ísfélaginu kynnir áhugasömum nemendum starfsemina.
einkaframtakið hefur mikið vægi.
„Sést það best á fjölda smærri
útgerða, nýlegra togbáta og skipa í
smíðum. Einnig sást vel hvers eðlis
útgerðimar eru, yfirmenn í landi
mæta á bryggjuna í kuldagöllum til
að taka á móti skipunum. Einn út-
gerðarmaður bauð okkur einfald-
lega heim til sín og kynnti fyrir-
tækið.
Það sem einkennir útgerð og
fiskvinnslu í Vestmannaeyjum er
lítil sem engin yfirbygging í fyrir-
tækjunum. Það sýnir að menn eru
ekki í þessu til þess að líta vel út
heldur til að byggja upp öflug
sjávarútvegsfyrirtæki og fjárfesta
fremur í aflaheimildum en útliti.
Mikil samstaða er meðal útgerða
um að efla kvótastöðu sína og
útskýrir það líklega hversu lítið ber
á svokallaðri „kreppu" í Eyjum.
Allir hagnast
Samstaðan og samvinnan í Eyjum
ætti kannski ekki að koma á óvart
þar sem allir hagnast á öflugu
atvinnulífi sem heild. Mikið líf er á
bryggjum ólíkt mörgum öðrum
höfnum sem búa yfir sterkri kvóta-
stöðu. Til samanburðar er lítið líf
við Akureyrarhöfn, þar er reyndar
ríkari hefð fyrir útgerð vinnslu-
skipa og togara,“ segja þau.
Þeim fannst merkilegt hvað vel
hefur tekist að aðlaga flotann að
breyttum aðstæðum til sjávar og
lands. „Það sést t.d. á fjölda þriggja
og fjögurra mflna báta sem og
ýmsum nýjungum í veiðarfæra-
tækni. Það vakti þó athygli okkar
að í nokkrum bolfiskverkunum var
fremur gamaldags vinnslubúnaður í
samanburði við aðrar hátækni-
væddar bolfiskvinnslur, sem við
höfum kynnt okkur víðs vegar um
landið.“
Þau spyrja hvort mikil áhersla á
gámaútflutning gæti verið ástæðan?
Forsvarsmenn fyrirtækjanna bentu
Nemendur við Sjávarútvegsdeild
Sjálfstæöi
semi skín í
HA í heimsókn - Glöggt er gests augað:
og útsjónar-
gegn í Eyjum