Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009
Takk fyrir mig
-Ég mun stolt taka þátt í þeirri bar-
áttu sem framundan er og hvergi
draga af mér í þeirri vinnu
Qrcin
Ragnheiður Elín ií'A'il
Arnadóttir skrifar:
Skipar efsta sœti K. V ; -
Sjálfstœðisflokks.
Að lokinni stuttri og snarpri
prófkjörsbaráttu vil ég koma á
framfæri innilegum þökkum ti)
allra þeirra sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi sem lögðu fram-
boði mínu lið, sem og til kjósenda
sem veittu mér brautargengi í
prófkjörinu. Þessi dyggi stuðn-
ingur leiddi til öruggs sigurs í
baráttunni um 1. sætið á listanum
og fyrir það verð ég endalaust
þakklát.
Þá hefur sá mikli hugur, sem býr í
stuðningsmönnum mínum, verið
hvetjandi, uppbyggilegur og
skemmtilegur. Kosningabaráttan
var drengileg og lærdómsrik -
áherslan lögð á gildi, sannfæringu
og trúverðugleika þess fólks sem
var í framboði sem og málefnin
sem það stóð fyrir.
Eg vil sérstaklega þakka öllum
meðframbjóðendum mínum fyrir
gott samstarf og skemmtilega bar-
áttu - ég ber mikla virðingu fyrir
þeim öllum og eru þau öflugir
málsvarar Sjálfstæðisflokksins.
Nú liggur niðurstaðan fyrir -
sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi
hafa kosið sér sterkan lista og dug-
mikið fólk til forystu í næstu kosn-
ingum. Ég hef þann heiður að fara
fyrir listanum og mun leggja mig
alla fram um að vinna af alefli að
hagsmunum kjördæmisins alls. Ég
mun leggja mig fram um að við
sem skipum efstu sæti listans vinn-
um saman sem ein heild, sem eitt
sigurstranglegt sóknarlið.
Baráttan er rétt að byrja. Sjálf-
stæðisflokkurinn stendur á tíma-
mótum og það er mikil vinna fram-
undan. Við þurfum að endurvinna
traust kjósenda, fara vel yfir fortíð-
ina og marka skýra stefnu til fram-
tíðar um leið og við endurvekjum
þau gömlu gildi sem mótað hafa
grunninn að sjálfstæðisstefnunni.
Umfram allt þurfum við að hlusta á
grasrótina og standa saman, nú sem
aldrei fyrr.
Ég mun stolt taka þátt í þeirri bar-
áttu sem framundan er og hvergi
draga af mér í þeirri vinnu.
Takk fyrir mig.
Ragnheiður Elín er þingmaður og
skipar efsta sœtið á lista sjálf-
stœðismanna í Suðurkjördœmi.
Að loknu próf-
kjon
Qrein
Unnur Brá Konráðs- M
dóttir skrifar:
Skipar 3. sæti Sjálf- stœðisflokks. % **»>#
Agætu stuðningsmenn
Eg vil þakka ykkur kærlega
fyrir stuðninginn í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn
laugardag. Það er ánægjulegt
að finna fyrir þeim hlýhug og
samheldni sem ríkir meðal
sjálfstæðismanna í kjör-
dæminu. Listinn hefur verið
valinn og vindur sér nú í það
verkefni að tryggja að stefna
Sjálfstæðisflokksins hljómi hátt
og skýrt í kosningabaráttunni.
Ég hlakka til þeirrar baráttu og
þess að eiga enn meiri samskipti
við íbúa kjördæmisins í fram-
tíðinni.
Meðframbjóðendum mínum
þakka ég drengilega baráttu og
þeim sem lögðu mér lið í bar-
áttunni þakka ég ómetanlega
aðstoð.
Unnur Brá Konráðsdóttir
evropu
samvinna
Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi
Conero Skólavegi 1, Vestmannaeyjum 25. mars kl. 13-16
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrlfstofa standa fyrir kynningu á styrkja-
og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana. Kjöriö tækifæri fyrir einstaklinga,
skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum
menntunar, menningar og atvinnulífs
Áætlanir sem kynntar verða:
www.evropusamvmna.is
Iðnaðarráðuneytið Menntamálaráðuneytið
^ Byggðastofnun
Eg óttast sumarlokun á skurðstofunni
Qrein
Sigrún Ama Gunnars- dóttir skrifar: Höfundur er búsett í Eyjum og von á sér. /
Mig langar að taka undir og er
sammála því sem Þóra segir frá í
Fréttum fyrir stuttu.
Ég á von á mínu fyrsta bami í
byrjun júlí, áætlaður fæðingardagur
frumburðar míns er 7. júlí nk. Ég er
full tilhlökkunar, líður vel á með-
göngunni og allt er eins og best
verður á kosið. Nema.. nú var ég
að fá þær fréttir að skurðstofan á
Heilbrigðisstofnuninni verður
lokuð frá I. júní til 20. júlí í sumar,
sem sagt akkurat á því tímabili sem
ég vænti þess að fæða barnið mitt.
Fyrir mig þýðir það að ég þarf fæða
bamið mitt í Reykjavík þar sem
ekki þykir nógu öruggt að fæða hér
ef grípa þyrfti inn í þar sem engin
starfsemi er á skurðstofunni á
þessum tíma.
Ég þarf að fara til Reykjavíkur
þegar ég verð gengin 38 á vikur,
þ.e þann 23 júní og „bíða“ í
Reykjavík og það vita allir að þó
fæðingardagurinn sé áætlaður 7.
júlí getur fæðingin dregist um 2
vikur sem gæti þá þýtt a.m.k. 4
vikna viðveru í Reykjavík.
Ég er heppin að ég á góða að og
hef góða aðstöðu í höfuðborginni
en það hafa ekki allir. Ef ég og
unnusti minn viljum vera útaf fyrir
okkur þá verðum við að útvega
okkur húsnæði á eigin kostnað sem
er dýrt.
Unnusti minn og bamsfaðir kemur
til með að vinna í Vestmannaeyjum
í sumar en hann hefur stundað nám
í Reykjavík síðast liðna vetur. Þetta
þýðir því tekjuskerðingu fyrir okk-
ur á þessum tíma.
Þetta eru ekki fréttir sem ég vildi
fá og em ekki til að auka gleði
mína á meðgöngunni og tilhlökk-
unnar til fæðingarinnar. Hér er ég í
mæðraskoðun hjá frábærum ljós-
mæðmm sem mér finnst gott að
tala við og treysti fullkomlega og
finnst ég hafa myndað tengsl við og
hefði því mjög gjaman vilja hafa
þær áfram í fæðingunni og sængur-
legunni
En nú er það ekki lengur í boði
heldur á ég von á að ljósmóðir sem
ég hef aldrei hitt eða talað við, taki
á móti baminu mínu og jafnvel að
það verði fleiri en ein ljósmóðir
sem kemur að fæðingunni. Ég veit
líka að hér í Vestmannaeyjum er
gott að liggja á sæng. Hef ég séð
það með eigin augum að starfsfólk-
ið hér er allt meiriháttar og gerir
sængurleguna ánægjulega og vill
allt fyrir sængurkonumar gera. Því
þykir mér ekki spennandi að fara
að fæða í Reykjavík þar sem allt er
frekar ópersónulegt.
Ég er ekki að setja út á sængur-
kvennadeildina í Reykjavík en hún
er svo miklu milku stærri og því
eru ekki þessi persónulegu tengsl
eins og hér í Eyjum þar sem „allir
þekkja alla“.
Annað ... á tímabilinu frá 1. júní
og þar til áætlað er að ég fari til
Reykjavíkur, þ.e. þessar 3 vikur þá
er meðgöngulengd mín 35 til 38
vikur. Það vita allir að blessuð
bömin koma í heiminn á mismun-
andi tíma þannig að á viku 35 til 38
er engin starfsemi á skurðstofunni
í Vestmannaeyjum. Því get ég ekki
séð annað en að ég búi hér við
falskt öryggi?- Hvað ef ég fer á
stað í fæðingu á 36. viku og það er
ófært með flugi?
Þetta er ekki uppörvandi fyrir
verðandi móður, fmmbyrju og ekki
til að auka vellíðan hennar á með-
göngunni, frekar til að auka kvíða,
sem konur eiga nú helst að vera
lausar við á þessum tíma og njóta
megöngunnar kvíða og áhyggju-
lausar.
Em þetta Eyjamar sem eiga að
laða ungt fólk til sín, Eyjamar sem
ungt fólk á að byggja upp ala upp
böm sín og líða vel í þessu sam-
félagi? Er ekki Heilbrigðisstofn-
unin hér það öryggi sem við bæjar-
búar eigum að geta verið ömgg
með allan ársins hring?
Verðandi mæður annarstaðar á
landinu geta í flestum tilfellum
keyrt til Reykjavíkur til að fæða
bam sitt, þurfi að koma til þess. Ég
er viss um að verðandi mæður á
Selfossi eða Akranesi mundu ekki
sætta sig við að þurfa að fara 2
vikum fyrir áætlaðan fæðingardag
til Reykjavíkur og bíða þar. Ég geri
mér líka fyllilega grein fyrir því að
stundum kemur til þess að það
þurfi að senda konur til Reykja-
víkur til að fæða þó svo að full
starfsemi sé hér á Heilbrigðisstofn-
unni - en það er við ákveðnar að-
stæður sem konur em sendar en
ekki alltaf fyrirfram ákveðið að þær
þurfi að fara til Reykjavíkur 2
vikum fyrir tímann. Énda held ég
að allar konur mundu sætta sig við
það ef það er móður og bami fyrir
bestu. Én það er kannski ekki
ásættanlegt þegar það er ákveðið
fyrirfram af einhverjum pólitík-
usum að loka fyrir þessa heil-
brigðisþjónustu hér í Eyjum.
Ég er ung kona full tilhlökkunnar
að fara að eiga mitt fyrsta bam en
ákvarðanir einhverra pólitíkusa
hafa áhrif á líðan mína og vona ég
að þeir fari aðeins að hugsa um
hvemig svona ákvarðanir geta haft
á fólk í Vestmannaeyjum. Mig
langar að fæða bamið mitt hér á
ömggan hátt, láta ljósmæður sem
hafa hugsað um mig á meðgönunni,
myndað tengsl við og treysti taka á
móti baminu mínu, láta frábært
starfsfólk hér hugsa um mig í
sængurlegunni, fara HEIM TIL
MÍN með bamið mitt. VEGNA
ÞESS! AÐ ÉG BÝÍVEST-
MANNAEYJUM OG HEF
HINGAÐ TIL VERIÐ STOLT AF
ÞVÍ AÐ VERA VESTMANNA-
EYINGUR.
Kveðja Sigrún Ama Gunnarsdóttir.