Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember2010
13
$■ ----
S
ssilegri arfleið hans þar sem fjölskyldan heldur uppi merki hans í rekstri Isfélagsins:
i Eyjunum svo mjög
ar Sigurðsson um föður sinn - Mannasættir þegar tekist var á um fiskveiðilöggjöf
Foru um allt með pabba sinum
„Fyrir okkur bræður var pabbi ekki bara pabbi okkar
heldur líka félagi og vinur þegar svo bar undir. Folin-
mæðin gagnvart okkur var endalaus og líklega oft
jafnvel of mikil ef eitthvað var, alla vega fannst starfs-
mönnum Isfélagsins það oft þegar við bræður fiktuð-
um og skoðuðum hvem krók og kima í öllum þeim
ferðum í bátana, frystihúsið og Fesið sem við fórum í.
Alltaf fannst honum jafn sjálfsagt að við værum með
í för og aldrei virtist það trufla hann hið minnsta þó
við létum öllum illum látum þó ég segi sjálfur frá. Við
bræður erum, eins og allir vita, í tveimur settum, það
eldra, ég og Sigurður og það yngra Magnús og
Kristinn. Við Sigurður fórum allt með pabba okkar og
gerði hann litlar athugasemdir við hin ýmsu uppátæki.
Man ég þegar við bræður komum í fyrsta skipti í þetta
hús sem við erum í, í dag.
Var þá nýbúið að leggja lokahönd á sameiningu
ísfélagsins og Hraðfrystistöðvarinnar og hann þurfti
að vinna uppi enda mikið starf sem beið hans að
samþætta fyrirtækin. Starfsmenn Hraðfrysti-
stöðvarinnar voru orðnir þessu vanir og búnir að
þjálfa upp þolinmæði fyrir uppátækjum okkar bræðra.
Ekki var hægt að segja það sama um starfsmenn
ísfélagsins. Þegar við Sigurður komum hingað
sögðust við ætla að skoða húsið. Það fyrsta sem við
fundum á neðri hæðum var lyftari sem kallaði eftir
því að hann væri keyrður.
MARGT af fyrrum samstarfsfólki Sigurðar mætti
þegar brjóstmyndin var afhjúpuð. Einar segir að
það hafi sýnt þeim bræðrum ótrúlega þolinmæði.
Settist ég undir stýri en Sigurður bróðir minn fór í
kar sem var framan á göfflunum. Þar sem verið var að
taka húsið í gegn var auðvelt að keyra um það allt
enda búið að taka allt af gólfunum. í einni beygjunni
stoppar okkar einn starfsmaður ísfélagsins og spyr
reiðilega hvem djöfulinn við séum að gera hérna.
-Við emm að skoða var svar okkar bræðra. -Hver
leyfði ykkur það spurði maðurinn reiðilega. -Pabbi
okkar, var svarið. -Og hver er það? spurði maðurinn.
-Hann heitir Sigurður Einarsson. -Já, já, segir
maðurinn þá ljúfur. -Hvemig líst ykkur á?
Þolinmæðin sem starfsmenn Hraðfrystistöðvarinnar
sýndu okkur og uppátækjum okkar smitaðist fljótt yfir
á starfsmenn Isfélagsins líka og fyrir það emm við
bræður þakklátir enda uppátækin mörg.
fyrirtæki í Reykjavík, þar sem hann
sat í stjóm, réð nýjan framkvæmda-
stjóra árið 1988. Sat pabbi fyrir
hönd bróður síns, Agústar, í stjóm
fyrirtækisins. Um leið og búið var
að ráða hinn nýja forstjóra kom
pabbi til hans og sagði honum að
hann teldi pólitík hafa ráðið því að
ungi maðurinn hafi verið ráðinn og
honum og bróður hans litist ekkert
á þessa ráðningu og væm þeir á
móti henni. Hann vildi segja hon-
um þetta beint út en jafnframt gefa
honum séns ef vera skyldi að hann
myndi standa sig en ef honum þætti
hann ekki standa sig myndi hann
beita sér fyrir því að hann yrði
látinn fara.
Hins vegar stóð ungi maðurinn sig
ágætlega og eftir þetta gat hann
ávallt treyst á mikinn og einlægan
stuðning bæði pabba og Ágústar,
líka þegar hann gerði einhverjar
vitleysur. Þessi ungi maður, sem
árið 1988 var að stíga sín fyrstu
skref í sjávarútvegi, varð svo stjóm-
armaður í ísfélagi Vestmannaeyja
árið 1992 og svo stjómarformaður
árið 2000 og heitir Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson. Hann hefur
sagt að þetta hafi verið heldur
óþægilegt samtal að fá nýbyrjaður,
29 ára gamall, í nýju starfi.“
Óvægin umræða um
sjávarútveg
„Umræðan um sjávarútveg og
útgerð hefur ávallt verið óvægin þó
svo hún hafi farið alveg úr bönd-
unum undanfarin ár,“ sagði Einar.
„Alla tíð sem pabbi var í forsvari
fyrir Hraðfrystistöðina og svo síðar
Isfélagið hafa verið deilur um
rekstammhverfi sjávarútvegsins og
hvemig lagaramminn utan um
þessa atvinnugrein er og á að vera
uppbyggður. Þær deilur voru ekki
síður innan sjávarútvegs en í stjóm-
málunum. Það kom í hlut föður
míns að stýra þeim umræðum á
LIU þingum sem snem að stjóm-
kerfi fiskveiða. Var þolinmæðin,
sanngimi, hógværðin og festan,
sem einkenndu hann, mikilvæg til
að lenda málum þegar harðast var
deilt. Það sama gerði hann á vett-
vangi Sjálfstæðisflokksins en það
kom í hans hlut að leiða sjávarút-
vegsnefnd Sjálfstæðisflokksins um
langt árabil með sama markmiði að
ná saman um niðurstöðu sem allir
gætu vel við unað. Var það án efa
oft erfitt því hart var deilt og sterk-
ar skoðanir sem aðilar höfðu á alla
vegu. Hann sagði einhvem tímann
við mig að oft væri besta niður-
staðan sú sem allir væru jafn ósáttir
með frekar en að einn hópurinn
yrði ánægður og annar óánægður.
Með það að leiðarljósi náði hann
oft lendingu í erfiðum málum."
Áfall fyrir ijölskyldu og
Vestmannaeyjar
„Þrátt fyrir að andlát pabba var
okkur fjölskyldunni mikil harm-
dauði var það líka mikið áfall fyrir
alla hér í Eyjum,“ sagði Einar og er
það ekki ofsögum sagt að haustið
2000 fannst Eyjamönnum ekki
bjart framundan.
„Þá sást hversu stórt hlutverk
hann spilaði hér í Vestmanna-
eyjum,“ hélt Einar áfram. „Hann
var ekki eingöngu forstjóri öflug-
asta fyrirtækisins í Eyjum heldur
forystumaður í bæjarfélaginu og til
hans horft í flestum málum. Ég
man að síðustu bæjarstjómarkosn-
ingar þar sem hann var í framboði
árið 1998, var hann í efsta sæti.
Man ég að hann fékk enga út-
strikun eins og svo algengt er, sér-
staklega með efstu menn. Sjálf-
stæðisflokkurinn vann stóran sigur
undir hans forystu og er það ein-
stakt að maður sem er jafn áberandi
bæði í bæjarstjóm og atvinnulífi
skuli ekki fá eina einustu yfir-
strikun. Öll sú óvægna umræða í
gegnum tíðina um sjávarútveginn
og þá sem þar era í forystu virtust
aldrei hafa nein áhrif á skoðanir
fólks í Vestmanneyjum eða sam-
starfsfólks hans í Isfélaginu á
honum heldur þvert á móti, hér var
hann bæði vinsæll og virtur.
Þegar við feðgar sáum að hann
hafði ekki fengið eina yfirstrikun
sagði ég við hann að ef ég hefði
vitað þetta hefði ég nú strikað yfir
hann, og svarið til baka lýsti
ágætlega hæverskum húmor hans,
-Já, ég líka. Ekki ætlaði hann að
skera sig úr í þessu frekar en öðra,“
sagði Einar og á þessi lýsing vel
við.
Erfið ár fóru í hönd
Einar sagði að þegar litið væri til
baka hafi árin upp úr aldamótum
verðið erfið fyrir okkur Eyjamenn.
„Hver aldan á fætur annarri skall
á okkur og neikvæðni, svartsýni og
úrræðaleysi einkenna þennan tíma.
Sást það bæði í ótta fólks hér í at-
vinnumálum og bæjarmálunum þar
sem hver höndin var upp á móti
annarri. Er í raun stórmerkilegt að
lesa hið góða biað Fréttir á fyrstu
árunum eftir aldamótin. Skarðið
sem faðir minn skildi eftir sig var
stórt og ekki bara fyrir okkur fjöl-
skylduna heldur allt hans umhverfi.
I dag eram við Eyjamenn á beinu
brautinni og í raun það eina sem
getur komið okkur af þeirri braut
eru manngerðar hörmungar en
pabbi heitinn sagði eitthvem
tímann við okkur þegar hann var að
segja okkur frá því rekstraram-
hverfi sem pabbi hans og afi minn
þurftu að búa við, að við Islend-
ingar væram sérfræðingar í að gera
hlutina verri fyrir okkur heldur en
nauðsynlegt væri.“
Langafinn kom að
stofnun ísfélagsins
Einar sagði það vel við hæfi að
vera í höfuðstöðvum Isfélagsins á
þessum merkisdegi. „í ísfélaginu,
elsta hlutafélagi landsins sem
langafi minn, Sigurður Sigurfinns-
son, kom að því að stofna ásamt
öðrum árið 1901 en Isfélagið sam-
einaðist Hraðfrystistöðinni árið
1991.
Pabbi minn var forstjóri samein-
aðs félags frá upphafi en þar á
undan Hraðfrystistöðinni. Óhætt er
að segja að sameinað félag hefur
gengið vel. Isfélag Vestmannaeyja
og Hraðfrystistöðin hafa staðið af
sér marga erfiða tíma en hvort sem
litið er til Hraðfrystistöðvarinnar
eða ísfélagsins hefði sá árangur
sem náðist, aldrei orðið ef faðir
minn og afi sem og forsvarsmenn
ísfélagsiris hefðu ekki verið heppnir
með starfsfólk og samstarfsmenn í
gegnum tíðina.
Margir störfuðu lengi með föður
mínum og höfðu þá áður starfað
fyrir afa minn. Það er gott sjá hér í
dag sumt af því góða fólki, Boga í
FES og Steingrím á Bjamarey.
Félagið hefur ávallt borið gæfu til
þess að hafa gott starfsfólk.
Þó að faðir minn hafi látist langt
um aldur fram er engu líkara, þegar
honum er lýst, en að þar sé verið að
lýsa ævistarfi manns eftir langa
ævi, það mikið stendur eftir.
Missir okkar bræðra og móður var
mikill og sár sem og allra í kring-
um hann. Hann var fjölskyldu-
maður, traustur vinur, öflugur at-
vinnurekandi og Eyjamaður sem
unni Eyjunum svo mjög. Þar sló
hjarta hans,“ sagði Einar Sigurðs-
son að lokum.
Einn vetur hjá Guð-
björgu varð að 34 árum
Einar talaði líka til móður sinnar sem þarna var. „Hafi faðir minn
verið hógvær er þó ein manneskja sem toppar hann í því sem er mín
góða móðir, Guðbjörg Matthíasdóttir. Hins vegar er ekki hægt að fjalla
um pabba nema minnast á mína einstöku móður sem var líklega það
dýrmætasta sem faðir minn eignaðist á lífsleiðinni ásamt okkur
bræðrunum, alla vega leit hann svo á. Mamma flutti með pabba hing-
að til Vestmannaeyja árið 1976 og ætlaði að vera einn vetur í til-
raunaskyni en nú eru árin orðin 34. Ég efast ekki um þann mikla styrk
sem pabbi hefur haft af móður minni.
Hún var ávallt sem klettur og ekki að ástæðulausu að hann talaði
stundum um hana sem foringjann. Það er erfiðara fyrir mig að ætla að
tala um okkur bræður en í huga okkar var pabbi okkar fyrst og
fremst góður fjölskyldumaður og vinur okkar.“
Myndarleg gjöf til Krabbavarnar
I máli Einars kom fram að Sigurður Einarsson, lést 4. október árið
2000, aðeins 49 ára gamall. Þá var Einar 23 ára, Sigurður 21 árs,
Magnús 15 ára og Kristinn 11 ára.
Banamcin hans var krabbamein. „Þegar fólk veikist af þeim skæða
sjúkdómi er oft ennþá erfiðara fyrir fólk utan af landi að standa í
þeirri baráttu heldur en þá sem búa nær spítalanum á höfuðborgar-
svæðinu. Hér í Eyjum er merkilegt félag sem heitir Krabbavörn. Af
tilefni dagsins hefur Isfélag Vestmannaeyja ákveðið að gefa félaginu
peningagjöf til þess að styðja við bakið á þeim Eyjamönnum sem þurfa
að heyja baráttu við þennan vágest,“ sagði Einar.
Veljum okkur ekki ættingja
Einar sagði að faðir hans hafl illa þolað að standa í deilum eða rífast
við þá bræður og í þau fáu skipti sem þeir rifust hefði hann stundum
sagt í léttun tón, til að komast að niðurstöðu, að fólk veldi sér ekki
ættingja. „Og ef maður gæti valið hefði hann ekki valið okkur og við
ekki hann því yrðum við að finna lausn sem allir gætu verið sáttir við.
Þó hann hafði nú oft haft rétt fyrir sér átti það nú ekki við þarna. Við
hefðum alltaf valið hann og hann án vafa okkur fjóra.“
SIGURÐUR í heimsókn á ritstjórn Frétta.
EINAR og Vala Pálsdóttir með soninn, Sigurð Einarsson