Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Page 5

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Page 5
Fréttir / Fimmtudagur 23. júní 2011 5 Hvítasunnufólk hefur innan sinna raða frábæra tónlistarmenn. Hér eru nokkrir þeirra, Sigurmundur Einarsson, Brynjólfur Snorrason, Einar Sigurmundsson og Þóra Gísla á tónleikum í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni. Hvítasunnufólk fagnar 90 ára afmæli Hvítasunnufólk minntist þess á sumarmóti í Vestmannaeyjum um síðustu helgi að í ár eru 90 ár frá upphafi hvítasunnukirkjunnar á íslandi. Upphaftð var í Vestmanna- eyjum en 19. febrúar 1926 telst stofndagur Betelsafnaðarins í Eyjum. Þá voru 19 Vestmannaeyingar skírðir niðurdýfingarskím í skímar- lauginni í Betel við Faxastíg sem þá var nýbyggt og hafði verið vígt 1. janúar sama ár. Það var því tvöfalt tilefni til hátíðahalda hjá söfnuð- inum í Eyjum, 90 ár frá upphafi safnaðarins hér á landi og 85 ár frá því að Betelsöfnuðurinn í Eyjum var stofnaður. Hvítasunnufólk var mjög sýnilegt við hátíðahöldin 17. júní, þau sungu á Stakkgerðistúni og stóðu fyrir ýmsum leikjum og þrautum. I hvítasunnukirkjunni vom svo vakningarsamkomur alla helgina og tónleikar þar sem fram komu Júníus Meyvant, Maríanna Másdóttir, Þóra Gísla og band, Jenný Guðna, Eva Country og Einar Winter. Frábært tónlistarfólk allt saman. Margt gesta var af fastalandinu og voru Vörður Traustason og Snorri Óskarsson meðal ræðumanna á samkomum helgarinnar. Forstöðu- maður safnaðarins í Eyjum er í dag Guðni Hjálmarsson. Eins og fólk hefur væntanlega tekið eftir er verið að strika umferðar- flæði á Básaskersbryggju. Hér má sjá skýringarmynd sem sýnir hvernig umferðin á að ganga fyrir sig í og úr Herjólfi. ÁRGANGUR 1982 - Um helgina hittist árgangur 1982 í Vestmannaeyjum í annað skiptið á árgangsmóti sem haldið var með pompi og prakt eins og árgangnum einum er lagið. Borðaður var góður matur og slcgið á létta strengi ásamt því að fara í magn- aða óvissuferð þar sem árgangurinn sýndi sitt rétta keppnisskap. Voru verðlaunin ekki af verri endanum í þetta skiptið. Þetta eru þau sem mættu: Efri röð frá vinstri : Björn Björnsson, Trausti Hjaltason, Kolbeinn Olafsson, Guðni Grímsson, Hermann Sigurgeirsson, Arnar Ingi Ingimarsson, Jónatan Gíslason, Unnar Gísli Sigmundsson og Hlynur Ágústsson. Fremri röð frá vinstri: Sigríður Hclga Ástþórsdóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Helga Lind Pálsdóttir, Þórcy Guðmundsdóttir, Sif Sigurbjörnsdóttir Andersen, Inga Magnúsdóttir, Fanney Jóna Gisladóttir, Ása Hrönn Ásmundsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Ragna Kristín Jónsdóttir og Særún Kristinsdóttir. Árgangsmótanefndin þakkar ölluni sem sáu sér fært að mæta á þetta magnaða árgangsmót og vonast til að sjá sem flesta að fimm árum liðinum. — ERU KLARAR! Foreldrar sem vilja myndir hafi samband í síma 868-0270 eða sendi tölvupóst á biami@ebliosmvndir.coni. EBU05MYNDIR.COM ftm mm M # f CDUUjMTNUIIÍ.IUM m % í EB Ijosmynair

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.