Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 23. júní 2011 ENDURFUNDIR í Eyjum Það urður fagnaðarfundir þegar Pato, Ásgerður og Brian hittust í Vestmannaeyjum. Island er sérstætt, bæði landið og fólkið -Brian Harris var skiptinemi í Eyjum árin 1989 til 1990 Brian Harris dvaldist sem skipti- nemi í Eyjum 1989 til 1990 og var í fóstri hjá Þóru Bernódusdóttur og Sveini Halldórssyni á Brimhóla- brautinni. Hann starfar nú sem tón- listarmeðferðaraðili í New York en var á Islandi í síðustu viku og kom í heimsókn til Eyja ásamt eigin- manni sínum, Pato Paezi. Pato er þekktur myndlistarmaður og hefur meðal annars málað myndir fyrir Kate Moss og Selmu Blair og tekur að sér að hanna myndverk fyrir fyrirtæki. Einn af fjölskyldunni „Eg kom hingað í heimsókn árið 1998 og aftur 2000 þannig að þetta er í þriðja skiptið sem ég kem í heimsókn því mér finnst alveg frábært að vera héma,“ sagði Brian en hann talar mjög góða íslensku þó svo að tuttugu og eitt ár sé síðan hann dvaldi hér. Hann brosir þegar það er nefnt við hann og segist of sjaldan fá tækifæri til að tala málið. „Þegar ég kom fyrst til íslands taldi ég að það væri heppilegra að vera í Reykjavík vegna þess að þar vom miklu fleiri skiptinemar. En ég sá fljótlega að það var miklu betra að vera í Eyjum og ég lærði íslensk- una miklu betur og fékk góða kennslu hjá Þóm og Svenna,“ sagði Brian og það leyndi sér ekki að hann kunni vel að meta vemna hér. „Ég hef ferðast víða um heiminn og Island er sérstætt, bæði landið og fólkið. Það skipti líka miklu máli að ég skildi ýmislegt betur eftir að ég var kominn aftur til Bandaríkjanna. Það var líka skemmtilegt að koma aftur til Eyja árið 1998 en þá bankaði ég óvænt upp á hjá Þóm og Svenna. Mér fannst svo sérstætt að sjá að þau voru með mynd af mér uppi á vegg og þá var ég fullviss um að ég var raunverulega einn af fjölskyld- unni.“ Brian tók fram að það geti verið svolítið erfitt að kynnast íslending- um en það breytist um leið og komið sé inn fyrir skelina og íslendingar séu vinir vina sinna. Hann stundaði nám við Framhalds- skólann þegar hann var héma og góð vinkona hans frá tímanum hér er Ásgerður Jóhannesdóttir og þau halda alltaf góðu sambandi. Hún býr nú í Bandaríkjunum og þau hafa hist þar og svo núna á Islandi á meðan á dvöl þeirra félaga stóð í Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Sigurðar Magnússonar stýrimanns, Bessahrauni 4. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum. Ema Sigurjónsdóttir, Ingi Sigurðsson, Fjóla Björk Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Ester Sigríður Helgadóttir, Sigurjón Pálsson, Gunnhildur Jónasdóttir, bamaböm og bamabamaböm. Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir n u d d a ri Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Eyjum og fóru saman í skoðunar- ferð á Gullfoss og Geysi, í sumar- bústað og fleira. Vann með stríðshrjáðum börnum í Bosníu „Ég kynntist Ásu þegar ég var hér sem skiptinemi, hitti hana aftur 1998 og síðan þá höfum við verið í reglulegu sambandi og nú búum við bæði í Bandaríkjunum. Við Pato emm í New York og þar starfa ég sem tónlistarmeðferðaraðili og vinn með fólk sem þjáist af heila- bilun eins og alzheimer og fólki sem hefur orðið fyrir áfalli í lífinu. Eftir að ég lauk námi sem tónlistar- meðferðaraðili ákvað ég að vinna með stríðshrjáðum börnum í Bosníu sem höfðu skaðast vegna stríðsins sem þar geisaði. Ég var þar í tvö ár og eftir vemna þar ákvað ég að ferðast um og skoða heiminn áður en ég hæfi störf heima,“ sagði Brian. Breytti þessi reynsla þér? „Hvemig gat hún ekki breytt manni? Jörðin er okkar heimili og er ömurlegt að sjá hvaða ljótleiki getur þrifist þar. En við notuðum tónlist sem meðferðarúrræði fyrir bömin til að hjálpa þeim,“ sagði Brian og telur að um fímm þúsund manns starfi sem tónlistarmeðferð- araðilar í Bandaríkjunum. „Mér skilst að það sé einn hér á íslandi og lærði að ég held í Danmörku," bætti hann við brosandi. New York er fjölbreytileg Brian vann áður á sjúkrahúsi en vinnur nú sjálfstætt og gengur mjög vel og Pato starfar einnig sjálfstætt sem myndlistarmaður. „Eg kann ágætlega við mig í New York en þar er mikil mannmergð og mér finnst alveg nauðsynlegt að komast í burtu annað slagið. Pato, sem er fæddur og uppalinn í Argentínu, er borgarbam og unir sér hvergi betur en þar,“ sagði Brian og Pato tók við. „Við emm báðir á fullu og setjum alla orku í að byggja upp okkar fyrirtæki. Vinnuálag er mikið og þeir sem búa í New York em margir hverjir mjög uppteknir af starfs- frama og því að koma sér áfram. Við vonumst til að eignast böm eftir tvö til þrjú ár, en það er mjög dýrt bæði að eignast og ala upp böm í Bandaríkjunum.. Laus störf í Víkinni, 5 ára leikskóladeild Leikskólakennara eða aðra uppeldismenntaða starfsmenn vantar í Víkina, leikskóladeild sem staðsett er í Hamarsskóla. Um er að ræða tvær 100% stöður og 40% stöðu eftir hádegi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 11. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins og skal skila þangað eða til skólastjórnenda í Kirkjugerði. Upplýsingar fást í sima 488-2280 hjá Öldu Gunnarsdóttur leikskólastjóra og Emmu H. Sigurgeirsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is New York er fjölbreytileg. Brian gæti trúlega búið annars staðar en ég gæti það líklegast ekki,“ bætir Pato við og þeir hlógu báðir þegar borgarbamið kom til tals. „Hann var alveg himinlifandi þegar hann sá blómin héma,“ sagði Brian og Pato sýndi mynd af túnfífli á skjánum á myndavélinni sinni því til staðfestingar. „Þú sérð ekki svona á malbikinu í New York,“ sagði Pato og hefur engu að síður tekið sérstöku ástfóstri við Eyjar eftir tveggja daga vem. Blanda af villtri náttúru og friðsemd „Vestmannaeyjar em sérstök blanda af villtri náttúm og friðsemd. Þetta er nýtt fyrir mér og ólíkt öllu sem ég hef séð. Ég er búinn að finna út að fólkið er vingjamlegra og hlýrra hérna en í Reykjavík. Ég er hlaup- ari og þegar ég hleyp úti í New York og mæti öðmm hlaupuram þá heilsa þeir mér og ég þeim en þannig er því ekki varið í Reykja- vík. En fólkið hérna heilsar þegar ég mæti því og er mjög vingjam- legt. Ég vil koma hingað aftur eftir svona tvö ár og vinna myndverk og þá sérstaklega eitthvað fyrir böm. Ég er með húsnæði í huga,“ segir hann og í ljós kemur að hann er búinn að mynda Rauðagerði og ætlar að hanna myndverk á það og er tilbúinn að gefa vinnu sína við verkið. „Kannski gætu krakkamir aðstoðað mig eitthvað við það,“ sagði hann og bætti því við að fáir vissu um Vestmannaeyjar og að það væri mikill kostur og vék því næst talinu að tungumálinu. „Ég hélt að allir væm svo hissa þegar þeir segja já á íslensku, vissi ekki hvað það þýddi en menn draga andann að sér um leið og þeir segja þetta á sinn einstaka hátt. Það er flott og mér fmnst maturinn líka góður. Fiskisúpa og kjötsúpa og allar mjólkurvömr í íslandi em góðar, þær bestu sem ég hef fengið, skyr og ostar," sagði hann og Brian samsinnir því og segir að það sé hægt að fá skyr í New York en það sé ekki eins gott og á Islandi. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt heima héma,“ sagði Brian þegar líður að lokum samtalsins. „Ég lærði mikið og þroskaðist mikið á því að kynnast lífinu hér. Staðurinn er lítill en hefur upp á svo margt að bjóða og fólkið er stolt og duglegt. Það er markað af náttúm eins og eldgosum og veðráttu og þar af leiðandi einstakt í sinni röð.“ Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.