Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 3
MtKtL-V'h£-ó,T MUNA • Slagorö stuðningsmanna IBV f bikarúrslí +aleikjum f gegnum tíóina hefur ávallt veri<3>: BIKARINN TIL EYJA. Svo veróur einnig í ár. • Fari svo aó IBV vinni bikarinn mun Iic5it5 sigla meö Herjólfí +il Eyja a<5> leik loknum me<5> bikarinn meóferóis. • S+uðningsmenn IBV veróa í sucbur í gömlu s+úku en í norður í nýju s+úku. Fögnuður eftir að Keflvíkingar voru teknir í bakaríið fyrir skömmu. wit káqim ÍBV fjör í Kringlunni - ÍBV vörur til sölu Föstudaginn 28. ágúst og laugardaginn 29. ágúst mun stuðn- ingsmannaklúbbur ÍBV verða í Kringlunni og taka þar forskot á bikarsæluna. Þar verður seldur ýmiss ÍBV varningur s.s. nýju ÍBV búningarnir, ÍBV bolir, húfir, treflar, merki o.fl. o.fl. IBV dansleikur á Broadway á laugardagskvöldið Laugardaginn 29. ágúst verður haldinn ÍBV-stórdansleikur á Broadway (áður Hótel íslandi) í boði TALS. Dansleikurinn hefst kl. 21.00. Það verður margt til skemmtunar. Meðal annars mun Eymannafélagið leika gömlu Eyjalögin og kynna texta við þekkt lög sem stuðningsmenn ÍBV geta svo sungið til hvatningar sínum mönnum á leiknum. Textunum verður dreift til fólks þannig að allir geti sungið með. Á eftir verður dansað og mun ein af vinsælustu hljómsveitum landsins sjá um fjörið fram eftir nóttu. Allir stuðningsmenn ÍBV eru hvattir til að mæta og hita þannig vel upp fyrir bikarúrslitin. Hitað upp í íþróttahúsinu í Safamýri - Allir í fjörið Á leikdag, sunnudaginn 30. ágúst, ætlar Stuðningsmannaklúbbur ÍBV að hita upp fyrir sjálfan bikarúrslitaleikinn í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Þar verður ýmislegt til gamans gert fyrir unga og aldna. Þar má nefna lét- tar veitingar, reyktur lundi verður á boðstólum og hljómsveitin Skítamórall mun halda uppi fjörinu. Síðan verður farið í skrúðgöngu á Laugardalsvöll á sjálfan leikinn. Eftir bikarúrslitaleikinn ætla stuðningsmenn ÍBV að hittast á Glaumbar. I Vestmannaeyjum verður móttaka þegar liðið kemurtil Eyja. Bikarreynsla ÍBV töluverð fTI lynur Stefánsson er með I ■ I mestu bikarreynslu Eyjamanna. Hann á að baki fjóra bikarúrslitaleiki. Hann var reyndar varamaður 1981 þegar IBV varð bikarmeistari en lék gegn ÍA 1983 þegar ÍBV tapaði fyrir IA. Hlynur var þá aðeins 19 ára. Hlynur var svo með 1996 og 1997. Ingi Sigurðsson á þrjá úrslitalei- ki í bikar að baki og hefur tapað þeim öllum. 1994 lék hann með Grindavík sem tapaði gegn KR. Þá var Ingi með bæði ’96 og ’97 hjá ÍBV. Friðrik Friðriksson varð bikarmeistari 1987 með Fram en var í marki ÍBV í tapleiknum 1996. Zoran Miljkovic var í liði Akurnesinga sem sigraði IBV 1996 í bikarúrslitaleiknum en í fyrra var hann í tapliði ÍBV gegn Keflavík. Steingrímur Jóhannesson, ^íristinn Hafliðason og Ivar ÍBV upphitun í Eyjum d Fjörunni fkvöld, fimmtudag Stuðningsmannaklúbbur ÍBV i'Vestmannaeyjum verðurmeð BIKARKVÖLD d veitingastaðnum Fjörunni fimmtudaginn 27. dgúst kl. 21.00. Þar verður meðlimum í Stuðningsmannaklúbbi IBV f Eyjum boðið upp d létta kvöldmdltfð, þjdlfari ÍBV, fyrirliði og fleiri full- trúar liðsins mœta og rœða við stuðningsmenn liðsins, ÍBV myndir verða d skjdnum og svo verður Eyjabikarstemmning fram eftir kvöldi. Kemur bikarreynsla til góða á sunnudaginn? Bjarklind eru að spila sinn þriðja úrslitaleik í röð með IBV í ár. Þeir sem eiga einn úrslitaleik að baki eru Gunnar Sigurðsson, Hjalti Jóhannesson, Guðni Rúnar Helgason og Sigurvin Olafsson. Bjarni Jóhannsson, þjálfari IBV, er að stjórna sínum öðrum bikarúrslitaleik á ferlinum. Leið ÍBV í úrslitaíeikinn ™BV mætti 3. deildarliði Aftureldingar f 32ja liða úrslitum í Mosfellsbæ. Afturelding stóð sig hetjulega og ÍBV vann aðeins 1-0. Jens Paeslack skoraði sigurmark ÍBV í seinni hálfleik. I 16 liða úrslitum fór IBV norður til Akureyrar og sigraði Þór 2-1. Hlynur Stefánsson fyrirliði skoraði bæði mörk Eyjamanna. Þriðja árið í röð mættust ÍB V og KR í Eyjum í bikarnum, að þessu sinni í 8 liða úrslitum en síðustu tvö árin í undanúrslitum. Þetta var hörku viðureign sem fór í framlengingu eftir markalausar 90 mínútur. Kristinn Hafliðason skoraði sigurmarkið í framlengingunni. í undanúrslitum mættust ÍBV og 1. deildarlið Breiðabliks í Eyjum. Fyrri hálfleikur var markalaus en ívar Bjarklind tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk, það seinna á lokamínútu leiksins. Þar með komst ÍBV í úrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð. ZSíbL h I RKS öT 1 k Hr . Æ I—I ^ iev 1998 Nafn Staða Fæðingarár Leikir í efstudeild mörk A-landsl. Gunnar Sigurðsson Markvörður 1975 34 Friðrik Friðriksson Markvörður 1964. 179 25 Gunnar Bergur Runólfsson Markvörður 1981 Hjalti Jóhannesson Varnarmaður 1974 29 Zoran Miljkovic Varnarmaður 1965 68 Hlynur Stefánsson Varnarmaður 1964 137 22 25 Kristján Georgsson Varnarmaður 1975 14 (var Bjarklind Varnarmaður 1974 67 5 1 Kjartan Antonsson Varnarmaður 1976 32 ívar Ingimarsson Tengiliður 1977 58 5 Ingi Sigurðsson Tengiliður 1968 131 19 Kristinn Lárusson Tengiliður 1973 134 18 Rútur Snorrason Tengiliður 1974 69 10 3 Guðni Rúnar Helgason Tengiliður 1976 20 3 Kristinn Hafliðason Tengiliður 1974 74 7 1 Steinar Guðgeirsson Tengiliður 1970 134 8 1 Zibiljic Sinisa Tengiliður 1965 1 Sigun/in Ólafsson Tengiliður 1976 19 6 1 Jens Paeslack Framherji 1974 12 4 Steingrímur Jóhannesson Framherji 1973 110 32 1 Sindri Grétarsson Framherji 1970 51 7 (Tölfræðin miðast við að lokinni 13. umferð) Þjálfari: Bjarni Jóhannsson. Sjúkraþjálfari: Elías Friðriksson. Formaður: Jóhannes Ólafsson. Framkvæmdastjóri: Þorsteinn Gunnarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.