Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 1
COCA COLA BIKARIIMHI ÚRSLITALEIKUR ÍBV - LEIFTUR sunnudaginn 30. ágúst ki. 15 á Laugardalsvelli Útgefandi: Knattspymudeild ÍBV. Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson MIKiL MEIÐSLI í HERBÚÐUM ÍBV Mikil meiðsli hrjá ÍBV liðið fyrir bikarúrslitaleikinn á sunnu- daginn. ívar Bjarklind verður ekki með vegna hnémeiðsla. Sömu sögu er að segja af Þjóðverjanum Jens Paeslack sem er mjög tæpur í leikinn. Steinar Guðgeirsson er mei- ddur og óvíst með hann og Kristinn Lárusson hefur átt við meiðsli að stríða. Þá er Ijóst að Kjartan Antonsson kemur ekki frá Bandaríkjunum í leikinn eins og vonir stóðu til. Þrátt fyrir þetta segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, að leikurinn leggist vel í sig. ,,Við höfum heila viku til að undirbúa okkur fyrir leikinn. Við erum með leikmenn sem búa yfir reynslu að spila í bikarúrslita- leikjum og það telst okkur til tekna. Andstæðingar okkar eru erfiðir en við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila okkar bolta og ná upp góðri stemmningu fyrir leikinn,” segir Bjarni. Vegna landfræðilegrar legu Vestmannaeyja, eins og Bjarni kemst að orði, mun ÍBV undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á þann hátt að liðið fer daginn áður, á laug- ardaginn, frá Eyjum og mun dvelja á Hótel Örk síðustu nótti- na fyrir leik. Þar verður ein æfing á laugardeginum og reynt að berja hópinn saman. ,,Það er mikill kostur að gista í rólegheitunum á Hótel Örk. Menn ættu að vera úthvíldir og einbeittir þegar ballið byrjar," segir Bjarni. Stuðningsmenn ÍBV eiga bikarinn skilinn Það verður þvílíkt húllumhæ og mikið um að vera hjá stuðn- ingsmönnum ÍBV, bæði í Eyjum og í Reykjavík, sem fer í gang í tengslum við bikarúrslitaleikinn. Hundruð manna fer upp á land og tekur alla helgina í leikinn. Gera leikmenn ÍBV sér grein fyrir því hvað mikið batterí fer í gang í kringum þennan leik? „Leikmenn eru sér fullkomlega meðvitaðir um það hvílíkur íþrót- taviðburður þetta er. Ég trúi ekki öðru en þeir séu með á nótunum hvað þeir eigi öfluga stuðnings- menn og komi til með að sýna í verki að stuðningsmenn liðsins eigi það orðið inni að bikarinn fari til Eyja," sagði Bjarni. Lið ÍBV sem vann fyrsta bikarmeistaratitil bandalagsins, 1968. F.v. Bragi Steingrímsson, Páll Pálmason, Hreiðar Ársælsson þjálfari, Sigurður Ingi Ingólfsson, Aðalsteinn Sigurjónsson, Óla- fur Sigurvinsson, Friðfinnur Finnbogason, Haraldur Júlíusson, Sævar Tryggvason, Valur Andersen, Einar Friðþjófsson og Sigmar Pálmason. Níundi bikarúrslitaleikur IBV - 3 bikartitlar, 5 bikartöp . / - Tekst IBV loks að vinna bikarmeistaratitil eftir 17 ára hlé? ikarkeppni KSÍ var sett á stofn 1960. ÍBV hefur oft átt góða tíð í bikarkeppninni enda ávallt þótt stemmningslið með baráttuan- dann í fyrirrúmi. Strax á fyrsta ári sínu í 1. deildinni 1968 setti ÍBV mark sitt á bikarkeppnina nreð því að vinna keppnina. Lék þá til úrslita á gamla Melavellinum við KR-b. KRingar voru þarna í einhverjum feluleik því þetta b lið þeirra var skipað mörgum af leikjahæstu mönnum þeirra þetta sumarið. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og lauk með sigri ÍBV 2-l. Sigmar Pálmason skoraði úr vítaspyrnu og Valur Andersen skoraði sigurmarkið með skalla. ÍBV komst aftur í úrslit 1970 en tapaði þá fyrir Fram l-2. Tómas Pálsson skoraði mark ÍBV. Aftur var ÍBV í úrslitum 1972 og enn var leikið á Melavellinum við slæmar aðstæður, hvasst og gekk á með snjóéljum. ÍBV sigraði 2-0 og kom heim með bikarinn siglandi með varðskipi. Haraldur Júlíusson skoraði bæði mörk IBV. ÍBV og Fram hafa marga hildi háð í bikarkepp- ninni og þau léku til úrslita tvö ár í röð. 1980 vann Fram 2-l, mark ÍBV skoraði Ómar Jóhannsson. Á þessum tíma var umgjörð bikarúrslitaleiksins orðin eins og við þekkjum hana í dag, leikið á aðalleikvanginum í Laugardal síðla sumars og mörg þúsund manns á vellinum og stemmningin frábær. 1981 var komið að ÍBV að hrósa sigri gegn Fram. ÍBV vann 3-2 í æsispennandi leik. Sigurlás Þorleifsson skoraði tvö mörk og Þórður Hallgrímsson eitt. ÍBV hefur ekki unnið bikarinn síðan fyrirliði ÍBV 1981, Þórður Hallgrímsson, hampaði honum. 1983 var ÍBV enn í úrslitum en tapaði fyrir IA l-2 í mjög skemmtilegum leik. Valþór Sigþórsson kom IBV yfir í leiknum. Eyjamenn þurftu að bíða í 12 ár eftir næsta bikarúrslitaleik. Þá áttust aftur við ÍBV og ÍA 1996 og lyktir leiksins urðu þær sömu og 12 árum áður, 2-l. Skagamenn náðu forystunni með mjög umdeildri vítaspyrnu svo vægt sé til orða tekið. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark ÍBV á lokamínútunni úr vítaspyrnu. í fyrra (1997) mættust svo ÍBV og Keflavík í úrslitum eins og frægt var. Leifur Geir Hafsteinsson náði forystunni fyrir IBV í fram- lengingu eftir markalausar 90 mínútur en Keflavík jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins. Því fór fram annar úrslitaleikur sem var einnig markalaus. Eyjamenn brenndu m.a. af vítaspyrnu. í fram- lengingunni var heldur ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndusl Keflvíkingar sterkari og urðu þeir bikarmeistarar. ÍBV hefur því átta sinnum leikið til úrslita og þrisvar orðið bikarmeistari, 1968, 1972 og 1981. ÍBV hefur tapað fimm sinnum, 1970, 1980, 1983, 1996 og 1997. Forsala AÐGÖNGUMIÐA Á BENSÍNSTÖÐVUM ESSO Aðalstyrktaraðili ÍBV, Olíufélagið hf- ESSO, sér um forsölu á aðgöngumiðum fyrir bikarúrsli- taleikinn fyrir ÍBV. Forsalan hófst mánudaginn 24. ágúst og sten- dur til föstudagsins 28. ágúst. Miðar á leikinn fást á eftirtöl- dum bensínstöðvum ESSO: - Á Geirsgötunni ■ Við Ártúnshöfða - Við Lækjargötu, Hafnarfirði í Vestmannaeyjum verður for- sala aðgöngumiða hjá ESSO á Básaskersbryggju. Miðaverð er 1200 kr. Fyrir 17 ára og eldri, 500 kr. fyrir 11-16 ára og 10áraog yngri fá frítt. Pakkaferðir á LEIKINN - MlKIÐ PANTAÐ Herjólfur, Flugfélag Vestmanna- eyja, íslandsflug og Flugfélag íslands bjóða upp á pakkaferðir á bikarúrslitaleikinn. Nú þegar er mikið búið að panta. Svo virðist sem Vestmanna- eyingar ætli að taka langa helgi í. Reykjavík því mikið er pantað á föstudegi og laugardegi til Reykjavíkur svo til baka á sun- nudegi og mánudegi. Herjólfur - Vm, Þhöfn, Vm, rúta fram og til baka og miði á leikinn á 3000 kr. Flugfélag Vestmannaeyja - flug Vm, Bakki, Vm og rúta fram og til baka á 4000 kr. Flugfélag Vestmannaeyja og ísiandsflug bjóða sérstök bikarfargjöld. ÖFLUGIR STUÐN- INGSMANNA- KLÚBBAR ÍBV Stuðningsmannaklúbbur ÍBV í Reykjavík hefur haft veg og vanda að undirbúningi fyrir bikarúrslitaleikinn á höfuðbor- ■ þarsvæðinu. Stuðningsmenn IBV munu mála höfuðborgina hvíta alla bikarúrslitahelgina og er dagskráin afar fjölbreytt. Stuðningsmannaklúbburinn í Eyjum lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Nánar er sagt frá þeirra uppákomum á bls. 3.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.