Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.08.1998, Blaðsíða 2
30 ár liðin frá 1 fyrsta bikar- meistaratitli ÍBV p*“| ú eru liðin 30 ár frá því I k I ÍBV varð í fyrsta skipti bikarnieistari í knattspyrnu. Þá lagði ÍBV B-lið KR 2-1 í nóvem- ber á gamla Melavellinum í Reykjavík 1968. ÍBV er nú að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik, þrír bikarmeis- taratitlar eru í höfn en ÍBV hefur tapað fimm úrsli- taleikjum. Árið 1968 var merki- legt í sögu IBV. Þá spilaði liðið í fyrsta skipti í efstu deild og stóð sig framar öllum vonum. IBV lauk keppnistímabilinu á glæsi- legan hátt með því að vinna bikarkeppnina fyrir framan nokkur þúsund manns á gamla Melavellinum í Reykjavík. Mikill mannfjöldi mætti á flugvöllinn í Eyjum til þess að taka á móti bikarmeisturunum og hylla þá. Forseti bæjar- stjórnar, Sigurgeir Kristján- sson, flutti þakkarorð til bikarmcistaranna og þjálfara þeirra, Hreiðars Ársælssonar og afhentir voru blómvendir frá bæjarstjórn og íþróttafélög- unum. I fjölmiðlum, sem greinilega voru allir á bandi KR, frá 1968 má sjá að leikurinn hafi farið fram laugardaginn 5. október. Ymsir áhangendur ÍBV fóru með Herjólfi í Þorlákshöfn á föstudegi og aðrir fóru með öðrum skipum aðfararnótt laugardags og aðrir flugu. Voru áhorfendur því allfjöl- mennir frá Eyjum og létu þeir ekki sitt eftir liggja við að hvetja sína menn, sérstaklega í síðari hálfleik er hljómaði næstum stanslaust í 45 mínútur, áfram IBV, undir öruggri stjórn Sigga Vító og Helga Bergvins, sem stjórnuðu liði sínu af alkunnu öryggi og festu, en þó fyllstu kurteisi, eins og það var orðað. Margt á Melavellinum og mikil stemmning KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik og áttu þeir m.a. tvö stan- garskot. Eina mark hálfleiksins gerðu samt Eyjamenn um miðjan fyrri hálfleik. Sigmar Pálmason var þá í liði ÍBV. Hann segir að ofboðslega margt hafi verið á vellinum og þetta hafi verið stórviðburður. Stuðningsmenn ÍBV á Melavellinum 1968. Þarna má sjá mörg kunnugleg andlit. Þrátt fyrir að andstæðingarnir hafi verið B-lið KR hafi helmingur KR verið úr A-liðinu. Prýðisgott veður var á vellinum og mikil stemmn- ing. „Ég man vel eftir mörkunum. Þegar við náðum forystunni átti ég fyrirgjöf á Steina (Aðalstein Sigurjónsson) sem skallaði að markinu. Þar varði einn KR- ingana á marklínu með hendinni og dæmd var vítaspyrna. Sá sem átti að taka vítaspyrnuna fyrir okkur harðneitaði því, sagðist ekki leggja í það. Ég var spurður hvort ég treysti mér í vítaspyrnuna. Ég helt það nú og skoraði. Ég held að þetta hafi verið ágætis víti," segir Sigmar. I Vísi sagði um markið: „Boltinn fór fyrir markið og þar hoppaði hann í höndina á Þorgeiri Guðmundssyni sem ekkert sá fyrir sólinni, sem skein beint í augum. Dómarinn Grétar Norðfjörð dæmdi réttilega vítaspyrnu (úr því sem komið var) og skoraði Sigmar Pálmason auðveldlega úr henni." Gleymdu Val í seinni hálfleik voru Eyjamenn ntiklu grimmari og voru þeir mun sterkari aðilinn. Um miðjan seinni hálfleik kom svo rothöggið. Sigmar lýsir markinu svona: „Við fengum hornspyrnu sem ég tók. Allir voru að fylgjsat með Halla gullskalla (Haraldi Júlfussyni) sem var orðinn einhver frægasti skallamaður landsins. En KR-ingarnir gættu ekki að sér og gleymdu þá Val Andersen sem var hörku skallamaður. Hann var alveg frýr og stökk herðar yfir alla og skallaði glæsilega í netið. Þetta var þrumufleygur hjá honum og algjörlega óverjandi," segir Sigmar. KR-ingum tókst að minnka muninn tíu mínútum fyrir leikslok með marki Jóhannes Reynissonar en Páll Pálmason varði svo vel í lokin og ÍBV vann 2-l. „Þustu menn út á völlinn og fögnuðu ÍBV-mönnum mjög, þeir höfðu gert það er enginn gat með sanngirni af þeim krafist, að verða bikarmeistarar í knattspyrnu fyrsta árið í fyrstu deild. Vestmanna- eyingar voru að vonum ánægðir og ekki síður þjálfari þeirra, Hreiðar Ársælsson, sem var borinn út af vellinum í gullstól eins og konungur væri á ferð," sagði í blaðinu Bergmál frá þes- sum tíma. Ingvar Pálsson, stjórnarmeð- limur KSI, afhenti Vestmanna- eyingum fagran farandbikar og annan minni, nákvæma eftir- líkingur til eignar. Síðan hylltu manna hæst og hamrar knöttinn í net KR-inga með skalla eftir hornspyrnu Sigmars Pálmasonar. viðstaddir ÍBV geysilega. I Morgunblaðinu og Tímanum var Valur Andersen sagður mestur leikmanna IBV. Einnig var Sævari Tryggvasyni, Sigurði Inga Ingólfssyni og Pálma Pálmasyni (eftir að taugarnar róuðust) hrósað sérstaklega. Dómari leiksins var Grétar Norðfjörð. Bikartitill ÍBV 1968 var merki- legur fyrir margra hluta sakir. Þetta var í fyrsta skipti sem bikarinn vannst af liði utan höfuðborgarinnar. IBV varð annað utanbæjarliðið til að taka þátt í Evrópukeppni í kjölfarið. Að sögn Sigmars var vel tekið á móti liðinu við heimkomuna. Helgina eftir leikinn var haldin stórveisla í Samkomuhúsinu liðinu til heiðurs. SAGT EFTIR LEIKINN 1968 í Vísi, mánudaginn 7. október, var eftirfarandi haft eftir nokkrum mönnum: Hafsteinn Guðmundsson, formaður landsliðsnefndar KSÍ: „Skemmtilegur og fjörugur leikur, en knattspyrnan ekkert sérstök að gæðum. Urslitin ósanngjörn, IBV átti mest skilið jafntefli, ekki sigur." Walter Pfeiffer, þjálfari KR: „Betra liðið tapaði, við vorunt óheppnir og keppnisskapið ekki eins gott og í síðustu leikjum, 3-1 fyrir okkur hefði verið sanngjarnara. En ég er ánægður rneð árangur liðsins, hvað er hægt að ætlast til meira af varaliði á móti 1. deildarliði." Viktor Helgason, leikmaður hjá IBV (lék ekki með vegna rneiðs- la); „Ég er ntjög ánægður nteð leikinn og úrslitin. Við vorum nervösir því að við þekktum ekki getu mótherjans. Ég vil ekkert segja hvort úrslitin hafi verið sanngjörn." Þórólfur Beck, leikmaður aðalliðs KR: „Óheppni! Óheppni! Betra liðið tapaði. KR spilaði mun betri knattspyrnu." Ellert Schrarn, formaður knattspyrnudeildar KR: „Spennandi leikur. B-liðið stóð sig með sóma og lék betri knattspyr- nu. Ánægjulegt fyrir Vestmannaeyinga að hafa sigrað og ég óska þeim til hamingju með það." Stefán Runólfsson, formaður ÍBV: „Mjög ánægður með leikinn og úrslitin. Sanngjarn sigur okkar ntanna. KR átti meira í fyrri hálfleik en við allan síðari hálfleikinn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.