Bóndinn - 25.10.1943, Blaðsíða 1
i.Jk.
Ritstjóri
og ábyrgðarmaður:
Gunnar Bjarnason
Simi 5550
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
1. tölublað
BLAÐ UM FRAMLEIÐSUUMÁL
Reykjavík, 25. okt. 1943
AAAAAAAAAi
Traustir skulu horn-
steinar hárra sala.
í kili skal kjörviður.
Bóndi er bústólpi,
— bú er landstólpi —
því skal hann virður vel.
''w'V'ir'W'V'W'Vyr'W'*
1. árgangur
Áuarp til lesendla
Mjólkursamlag Kjalarnesþings
mótmælír
0
Fulltrúafundur Mjólkursamlags Kjalarnesþings,
sem haldinn var 22. þ. m. samþykkti eftirfarandi
tillögu:
„Vegna framkominna frumvarpa og þingsálykt-
unartillagna um sölu mjólkur, rjóma o. fl., þar sem
framkvæma á eignarán gagnvart bændastéttinni
og svipta hana umráðarétti framleiðslu sinnar, —
um rannsóknarnefnd á fyrirtæki þeirra, — um
einhliða verðlagningarákvæði á framleiðsluvörum
þeirra, þar sem bændur verða ávalt í minni hluta,
þá vill fulltrúaráð Mjólkursamlags Kjalarnesþings
mótmœla þeim árásum innan Alþingis, sem þann-
ig er stefnt gegn bændum, til að eyðileggja félags-
samtök þeirra og sölsa undir sig eignir þeirra, — og
munu bœndur eigi taka slíku þegjandi og hafa alls
ekki í huga að láta skammta sér annan og minni
rétt en öðrum stéttum landsins ‘
Ólafur Bjarnason, Brautarholti:
Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir íöllum vér
Heiðraði samborgari!
Þú munt vafalaust viður-
kenna, að dagblöðin í Reykja-
vík móti skoðanir þínar, að
talsverðu leyti, bæði á málefn-
um, mönnum og stofnunum.
Og þar sem þú ert trúr og ein-
lægur í starfi þínu og villt því,
að þér sé treyst, þá munt þú
einnig álíta, að þeir, sem rita í
dagblöðin, skýri hvert mál af
sams konar einlægni og trú-
mennsku.
Sú röskun í þjóðlífi okkar,
sem styrjöldin hefur haft í för
með sér, veitir okkur annars
vegar ýmis gæði, t. d. atvinnu,
peninga og almenna velmegun,
en hins vegar margs konar
vandamál, s. s. dýrtíð, skort
margra verðmæta, aðþrengingu
framleiðsluháttanna, miklar
byltingar í hugarfari fólksins,
— rótleysi, öfgar og siðferðis-
hnignun. — Öll þjóðin hefur
fyllzt ótta, gagnrýni og ásökun-
um. En í raun og veru er fæst-
um ljóst, hvað það er, sem þarf
að óttast, hverja að gagnrýna og
ásaka.
Undanfarna mánuði hefur
staðið óvenjulega mikill styr
milli flokkanna og málgagna
þeirra um þessi helztu vandamál
þjóðarinnar. Og það, sem mest
einkennir þessar deilur á síð-
ustu tímum, eru hinar dæma-
lausu og ósvífnu árásir nokk-
urra málgagna og manna á
annan stærsta atvinnuveg okk-
ar, landbúnaðinn.
Það hefur verið reynt að telja
fólki trú um, að það séu fyrst
og fremst bændurnir, sem eigi
meginsök á vandamálum þjóð-
félagsins.
Og það er ekki látið nægja að
skella skuld dýrtíðarinnar, að
mestu leyti, á herðar landbún-
aðacins, heldur er þeirri skoðun
einnig þrálátlega haldið að
fólkinu, að bændur séu siðlaus-
ir í vöruvöndun, ófyrirleitnir í
verðlagningu afurða sinna, og,
jafnvel, gleðjist af strákslegri
hefnigirni gagnvart neytendum,
þegar ekla er á landbúnaðarvör-
um. Þá eru þeir einnig taldir
vera gegnsýrðir af pólitískri
spillingu, mútuþegar og ölmusu-
lýður.
Til að undirstrika þá alvöru
og hættu, sem neytendum á að
stafa af bændum og stofnunum
þeirra, er nú borið fram frum-
varp á alþingi þess efnis að
taka af þeim þá stofnun, sem
annast sölu, vinnslu og dreif-
ingu mjólkurafurðanna. Þessa
stofnun hafa bændurnir sjálfir
byggt upp og skipulagt. Það er
engu líkara, en að þeir menn,
sem að þessum áróðri standa,
vilji skapa moldviðri til að villa
fólkinu sýn og reyna að brjála
dómgreind þess í þeim tilgangi
að samstilla gagnrýni þess og
andúð gegn bændum, en standa
sjálfir í skjólinu og vega aftan
að þeim.
„Bóndinn“ kemur nú til þín,
borgari góður, og biður þig um
athygli. Hann treystir á dóm-
greind þína og sanngirni. Hann
er ópólitískur, og að honum
standa menn úr fleiri en einum
stjórnmálaflokki, eins og sjá má
af efni hans. Hann vill leitast
yið að skýra eins hlutlaust og
rétt frá málum um landbúnað
og aðrar atvinnugreinar, sem
ýmis áróðurstæki, skæðar tung-
ur, blöð og tímarit hafa túlkað
fyrir þér undanfarna mánuði á
svo villandi og ófyrirleitinn
hátt, að hliðstæður eru vand-
fundnar.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um það, hve oft „Bónd-
inn“ muni út koma, eða hve um-
fangsmikið hvert blað verður.
Markmið hans er hvorki að eyða
pappír né orðum, en honum er
ætlað að fara á kreik og stíga
á vogarskálina með sannleikan-
um, þegar „hinu ósanna“ þefur
verið léð svo mikið lið í mála-
flutningi gegn landbúnaði og
Það er svo að heyra frá Al-
þingi og af blöðum höfuðstað-
arins, að mjólkin og mjólkur-
skipulagið sé nú mesta og erfið-
astá vandamálið í þjóðfélaginu.
Á þessum hættulegu tímum,
þegar heimsófriður geisar, og
fjölmennt setulið í landinu ógn-
ar þjóðerni voru, og mjög horfir
til beggja vona um það, hvort
hægt muni að fullnægja þörfum
landsmanna á brýnustu nauð-
synjum, þá heyrast hatursfull-
ar og illvígar raddir úr þingsöl-
um um framleiðslu bændanna,
félagsskap þeirra og skipulag.
öðrum heilbrigðum framleiðslu-
háttum, að til háska horfir fyrir
þjóðfélagið. »
Gunnar Bjarnason.
Mjólkin er sögð slæm vara,
neytendur fái ekki nóg af henni,
og auk þess sé hún allt of dýr.
Deilur þessar taka á sig ýmsar
kynjamyndir, samfara hinum ó-
trúlegustu hugarórum um
margs konar óþægindi og jafn-
vel hættur fyrir neytendur, og
síðast en ekki sízt, um ímynd-
aðan ofbeldisvilja bændanna,
sem hafa í sínum höndum sölu
og dreifingu mjólkurinnar.
Við bændur hlustum á þessar
hatramlegu ásakanir, sem birt-
ast í ræðum og ritum, og rann-
sökum hvað satt geti verið í
þessu, og hverjar ástæður geti
legið að baki þessum harðsnúna
áróðri. Hvort hugsanlegt sé, að
verið sé að skapa andúð og hat-
(Framh. á 3. siOu)