Bóndinn - 25.10.1943, Blaðsíða 3

Bóndinn - 25.10.1943, Blaðsíða 3
I5ÓMHW 3 Jón Árnason, framkvaemclastjóri; Veðráttan og landbúnad< arframleiðslan Borgarbúar þurfa yfirleitt litlar áhyggjur að hafa af veðr- áttunni. Þeir, sem vinna í verk- smiðjum, skrifstofum og sölu- búðum eiga ekkert undir veðr- áttunni. Þar er hver dagurinn öðrum líkum, hverju sem viðrar og hvort sem er vetur eða sum- ar. Þessu er öðruvísi varjð með sveitafólkið. Það á því nær alla afkomu sína „undir sól og regni“ — undir veðráttunni. Vetur iagðist að óvenju snemma 1942 og var með af- brigðum gjafafrekur og erfiður einkum eftir nýár 1943, með sí- felldum stormum og stórhríðum, innistöðum á fénaði og gæfta- leysi til sjávarins. Snjó leysti af láglendi í marzlok, en úr því héldust frost og þyrkingar fram í júní. V^r einkum maímánuður óvenju kaldur og óhagstæður öllum jarðargróðri. Margir Reykvíkingar munu telja að veðráttan í sumar hafi verið venju fremur skemmtileg af því sólfar var með meira móti hér sunnanlands. En yfirleitt hefir tíðarfarið í sumar verið óhagstætt sveitabúskap, einkum þó austanlands og norðan. Vegna vorkuldanna spratt seint og byrjaði heyskapur með allra síð- asta móti. Heyfengur var með allra minnsta móti í september- byrjun, en sá mánuður var svo óhagstæður um allt land, að heita má að hey nýttist ekki nema stórskemmt eftir þann tíma. Þann 24. sept. skall á ein- hver versta norðanhríð, sem elztu menn muna og gerði svip- legan endi á öllum heyskap. Hey urðu úti í stórum stíl, eink- um norðanlands,og það lítið,sem sprottið hafði í görðum. Sauð- fé fennti, jafnvel í lágsveitum, en þó er ekki enn vitað, hve mikil brögð eru að fjársköðum. Afleiðing þessa erfiða árferðis verður ekki með tölum talið. Sláttur byrjar um hálfum mánuði seinna en venjulega. Grasspretta er léleg, en allur til- kostnaður gífurlegur. Svo ónýt- ist að mestu mánaðar heyskap- ur og garðrækt bregzt gersam- lega um mikinn hluta landsins. Vegna hinnar köldu veðráttu er sláturfénaður með allra rýrasta móti. Sama máli gegnir um mjólkurpening. Vegna kulda og rigninga í september lækkaði nyt í kúm og varð að taka þær á gjöf óvenju snemma. Afleiðingar árferðisins eru þó ekki komnar nema að nokkru leyti í Ijós ennþá. Bændur verða að fækka bústofni sínum stór- kostlega, bæði sauðfé og naut- gripum. Má því búast við að af- koman á næstu árum verði bændum örðug, vegna þess hve bústofn þeirra hefir dregizt saman. Vafalaust má telja, að slíkt árferði, sem nú hefir geng- ið yfir landbúnaðinn, hefði vald- ið hallæri og hungurdauða fyrir 50—60 árum. Sem eðlilegt er hættir kaup- staðabúum við að sjást yfir þetta. Þeir gleyma því, að fram- leiðsla á landbúnaðarafurðum er ekki verksmiðjuvinna innan fjögurra veggja, heldur háð veðráttu, jafnvel í ennþá ríkari mæli en aflaföng úr jó. Það er illt til þess að vita, þegar sveitafólkið á við slíka örðugleika að etja vegna árferð- is, skuli lítill hópur ærslagjarnra manna hér í Reykjavík nota tækifærið til að hefja illvígar árásir á hendur bændastéttinni. Þegar framleiðsla minnkar vegna ótíðar og fólksleysis, keppast blöð og jafnvel einstak- ir þingmenn við að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi í bænum, að bændur séu amlóðar og svíkist um einhverja skyldu, sem á þeim hvíli til að fullnægja ýtrustu kröfum bæjarbúa á hverjum tíma um alls konar landbúnaðarmatvæli, hvernig sem árar og hvaða óhöpp, sem landbúnaðurinn kann að verðn fyrir. Þar sem vafalaust helmingur Reykjavíkurbúa er uppalinn í sveit og ætti því að þekkja erf- iðleika, sem stafa af illu árferði, má það furðulegt heita, ef þeir vilja taka undir þann illvíga og ómaklega áróður, sem haldið er uppi hér í bænum um þessar mundir, einkum þegar á það er litið, að bæjarbúar hafa þrátt Sameinaðir stöndum vér . . . (Framh. af 1. síSu) ur til bænda, einstökum mönn- um og flokkum til eigin fram- dráttar. Sé svo, þá er illa farið, því að varla mun þjóðinni stafa blessun af því, að annar aðal- atvinnuvegur hennar skuli tek- inn slíkum ofsóknartökum. Er mjólkin slœm vara? Við bændur, sem höfum fram- leitt mjólk í 20 ár til sölu í Reykjavík, og höfum fylgzt með þeim framförum, sem hafa átt sér stað í framleiðsluháttum og vöruvöndun, teljum hæpið, að með nokkrum rétti sé hægt að kvarta um það, fyrir hönd neyt- enda, að mjólkin sé, einmitt nú, slæm vara. Og við efumst um, að bak við þessar raddir standi hin breiða fylking neytendanna. Framleiðendum er einnig aug- l'jós þýðing þess að vanda vel framleiðsluvörur sínar. Til hvers væri annars látið fara fram gæðamat á flestum vör- um bænda strax við móttöku, og þær verðfelldar stórum, sem lé- legar reynast, og það mjög veru- lega. T. d. lækkar verð mjólkur- lítrans um 14 aura, ef mjólkin fer ofan í 4. flokk. Hins vegar hefur styrjöldin haft þær afleiðingar í för með sér, að ekki er hægt að senda mjólkina, nema að mjög litlu leyti, á lokuðum flöskum til fyrir allt fengið í haust 4000 lítrum meiri mjólk á dag en á sama tíma í fyrra. Hins vegar liggja engar upplýsingar fyrir um það, hvort umkvartanir um mjólkureklu kunna ekki að stafa af því, að margt fólk hafi beðið um meiri mjólk í haust, en það er vant að nota, einmitt vegna umtals dagblaðanna um mjólk- urskort. Af, því, sem bent hefir verið á í framanritaðri grein, ætti það að vera hverjum manni Ijóst, að afkoma bænda byggist ekki ein- göngu á afurðaverðinu. Þótt það sé góðra gjalda vert að tryggja bændum sæmilegt verð fyrir framleiðsluvörur þeirra, þá hvíl- ir þó jafnan á þeim áhætta og tjón, sem stafar af slæmu ár- ferði. Þetta ættu launastéttirnar í kaupstöðunum að athuga, sem ekki éiga afkomu sína undir sól og regni. neytenda. Nú reynir því meira á þrifnað neytenda sjálfra í með- ferð mjólkur og mjólkuríláta en nokkru sinni fyr. Of lítil mjólk? Því hefur mikið verið hampað framan í okkur bændur, að við sendum of litla mjólk á mark- aðinn.. Við þurfum að ráðstafa vörum okkar á hinn hagkvæm- asta hátt, og er það ekki sízt í þágu neytendanna. En svo mikið hefur verið tekið tillit til þarfa hins innlenda markaðar, að nú er sent ca. 4 þúsund lítrum meira daglega á markaðinn í Reykjavík og Hafnarfirði en á sama tíma í fyrra, en þá var enginn mjólkurskortur. Ef ekki væri nú fyrir hendi hið rúma skipulag okkar bændanna á mjólkurframleiðslunni og mjólk- ursölunni, væri ekki vafi á því, að stórkostlegur mjólkurskortur hefði dunið yfir bæjarbúa. Bændur eiga nú við að stríða alvarlega erfiðleika við að halda uppi framleiðslunni, og vil ég drepa á þá helztu með nokkrum orðum. — í fyrsta lagi hefur tíð- arfarið á s. 1. sumri verið afar óhagstætt fyrir sprettu og hey- verkun. Síðasti vetur skildi eng- ar fyrningar eftir. Vinnuafl bænda var með allra minnsta móti, því eins og flestum er ljóst, hefur verkafólkið streymt úr sveitunum og farið til starfa hjá setuliðinu, við hitaveituna og víðar, þrátt fyrir það, að bænd- ur hafa boðið jafn hátt og stund- um hærra kaup en aðrir. Þá er að síðustu mjög erfitt um að- drætti á erlendum áburöi og fóðurbæti, svo að til vandræða horfir. Mjólkin of dýr? Eitt árásarefnið á okkur bændur er það, að mjólkin sé of dýr. Þetta er ekki rétt, og nægir í því sambandi að benda á þær niðurstöður, sem fulltrúar neytenda í hinni svo kölluðu sex-manna-nefnd féllust á, að undangenginni hagfræðilegri rannsókn á þessu. Nánar fer ég ekki út í þetta atriði að sinni, en gefst kannske tækifæri til þess síðar. Mjólkurframleiðslan er of lítil, og auk þess of dýr, segja þeir, §em hæst láta. Er nú þessi stað- hæfing sjálfri sér samkvæm? — Það er sagt, að börnin fái ekki næga mjólk, húsmæðurnar séu í vandræðum og verkamenn vilji meiri mjólk. Við bændur

x

Bóndinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.