Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 4
8. apríl 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 2013 Aðeins þriðjungur þeirra sem kusu annan hvorn stjórnarflokk- inn í síðustu kosningum ætlar að kjósa sama flokk í komandi þing- kosningum, samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fylgi flokkanna hefur verið á mikilli hreyfingu síðustu vikur og mánuði. Algengt er að 30 til 40 prósent kjósenda færi sig á milli flokka milli kosninga, en nú má sjá mun meiri hreyfingu hjá sumum flokkum og minni hjá öðrum. Þeir kjósendur sem studdu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum virðast trúastir sínum flokki. Alls ætla 84,9 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast að gera það aftur núna. Af þeim sem ætla að leita á önnur mið eru langsamlega flestir, um 9,4 pró- sent, sem ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Nær helmingur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosn- ingum er líklegur til að kjósa aðra flokka í komandi þingkosningum. Alls sögðust 53,4 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast ætla að gera það aftur. Athygli vekur að þorri þeirra sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn síðast, 40,5 prósent, styð- ur Framsóknarflokkinn í dag. Tæpur þriðjungur þeirra sem kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum, 32,6 prósent, myndi kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðn- ingsmenn flokksins í síðustu kosn- ingum dreifast nokkuð víða nú. Um 22,5 prósent styðja Framsóknar- flokkinn, 13,5 prósent Bjarta fram- tíð og níu prósent Lýðræðisvaktina. Aðeins þrjátíu prósent þeirra sem studdu Vinstri græn í kosning- unum 2009 myndu kjósa flokkinn yrði kosið nú. Um tuttugu prósent styðja Framsóknarflokkinn í dag, um sextán prósent Pírataflokkinn og tíu prósent Bjarta framtíð. Úrtakið í könnuninni var 1.231 manns en hringt var þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 3. apríl og fimmtu- daginn 4. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tók 64,1 prósent afstöðu til spurningar um fylgi við flokka en 67,1 prósent þátttakenda gaf upp hvað þeir kusu síðast. brjann@frettabladid.is Þriðjungur tryggur stjórnarflokkum Rúmlega tveir af hverjum þremur kjósendum Samfylkingarinnar og VG í síðustu kosningum ætla að kjósa aðra flokka samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nær helmingur Sjálfstæðismanna leitar á ný mið en Framsóknarmenn halda tryggð við sinn flokk. 2013 14,8% 23,7% 29,8% 21,7% Kjósendur Fram- sóknarfl okks ætla nú að kjósa… Sturla Jónsson Kjósendur Sam- fylkingar ætla nú að kjósa… Húmanista- fl okkurinn Sturla Jónsson Regnboginn Kjósendur Vinstri grænna ætla nú að kjósa… HVERT FER FYLGIÐ? Fylgi fl okka í kosningunum 2009 Framboðin: 2013 A - Björt framtíð B - Framsóknarfl okkur D - Sjálfstæðisfl okkur G - Hægri grænir H - Húmanistafl okkurinn I - Flokkur heimilanna J - Regnboginn K - Sturla Jónsson L - Lýðræðisvaktin S - Samfylkingin T - Dögun V - Vinstri græn Þ - Píratafl okkurinn Kjósendur Sjálf- stæðisfl okks ætla nú að kjósa… 84,9% 53,4% 1, 9% 1, 9% 1, 9% 9,4% 1, 7% 2, 6% 1, 7% 40,5% 2, 2% 9,0% 13,5% 32,6% 22,5% 2, 2% 4, 5% 2, 2% 3, 4% 3, 4% 4 ,5 % 4% 30% 16% 10% 20% 4% 2%4%2%2%6% LÚXEMBORG, AP Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýs- ingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum,“ sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxem- borgar, í samtali við þýskt dagblað í gær. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld.“ Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxem- borg hefur hingað til staðið vörð um banka- leynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þang- að leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast upp- ljóstrunum um eigendur fjármuna í skatta- skjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreið- enda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri lands- framleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðv- ar, en einungis fimm þeirra eru innlendir. - þj Sinnaskipti hjá yfirvöldum í Lúxemborg um upplýsingagjöf um innistæður: Lúxemborg hlynnt opnara bankakerfi SINNASKIPTI Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxem- borgar, opnaði í gær á aukna upplýsingagjöf um bankainnistæður útlendinga þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP 213,662 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,65 121,23 183,67 184,57 155,86 156,74 20,904 21,026 20,912 21,036 18,573 18,681 1,2560 1,2634 181,08 182,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 05.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Miðvikudagur Strekkingur NV-til, annars hægari. ÁFRAM SVALT Í dag má búast við hæglætisveðri um allt land en annað kvöld hvessir heldur norðvestantil. Stöku él NV-til í dag en annars úrkomulítið. Á morgun eru horfur á lítilsháttar snjókomu norðantil og síðar éljum en úrkomulítið að mestu S-til. 0° 3 m/s 2° 1 m/s 4° 2 m/s 5° 8 m/s Á morgun Hægur vindur en hvessir NV-til. Gildistími korta er um hádegi 3° -5° 3° -4° -3° Alicante Aþena Basel 21° 17° 9° Berlín Billund Frankfurt 9° 5° 12° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 11° 4° 4° Las Palmas London Mallorca 20° 9° 19° New York Orlando Ósló 17° 28° 2° París San Francisco Stokkhólmur 9° 17° 1° 3° 2 m/s 2° 2 m/s 0° 1 m/s -1° 3 m/s 0° 1 m/s 1° 2 m/s -2° 2 m/s 4° -1° 3° -1° 0°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.