Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 16
8. apríl 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tónleikaröð í tengslum við Menningarvor í Mosfellsbæ hefst annað kvöld. Tónleika- röðin fer fram þrjú þriðjudagskvöld í röð og á morgun verður sérstakt tékkneskt kvöld, þann 16. apríl franskt kvöld og lýkur röðinni svo með íslensku tónleika- kvöldi. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Hjörleifur Valsson fiðluleikari munu leika eldfjöruga tónlist eftir tékknesku tónskáldin Smetana, Dvorak og Janacek annað kvöld. „Ég hef verið að æfa tékkneska píanó- tónlist undanfarið því ég er að taka upp disk með tónlist eftir Dvorak og Hjörleif- ur stundaði tónlistarnám í Tékklandi. Það lá því beint við að óska eftir því að fá að spila tékkneska tónlist á Menningarvor- inu,“ segir Arnhildur þegar hún er innt eftir því af hverju tékknesk tónlist hafi orðið fyrir valinu. Arnhildur segir tékkneska tónlist mjög þjóðlega og tilfinningaríka og lofar fjör- ugum tónleikum. Hjörleifur tekur undir þetta og segir tónlistarhefð landsins ríka. „Þjóðernisrómansinn er mjög ríkur í tékk- neskri tónlistarhefð. Það er mikil og djúp tónlistarhefð í landinu og mörg af þekkt- ustu tónskáldunum 19. aldar voru frá þessu svæði, til dæmis Gustav Mahler. Tékkland er mikil miðstöð fyrir tónlist og það mætti kalla hana eina af mörgum góðum tónlistarmekkum heimsins,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Það er þó rétt að geta þess að Tékkland skiptist í tvö svæði; Bæheim og Móravíu, og er tónlist þessara tveggja landshluta töluvert ólík. Janacek er höfuðskáld Mórava og tónlist hans er gædd mjög skýrum móróvskum stíl.“ Tónleikarnir fara fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefjast klukkan 20 og er aðgangseyrir enginn. Í hléi verður boðið upp á Budweiser Budvar-bjórinn og Berch erovka, sem er tékkneskur krydd- líkjör búinn til úr tuttugu kryddjurtum eftir tvö hundruð ára gamalli uppskrift. Að tónleikunum loknum mun Erling- ur Gíslason lesa upp úr ritverkinu Góða dátanum Svejk og Hjörleifur heldur tölu um tónskáld kvöldsins út frá veru sinni í Prag. „Fyrsti fiðlukennari minn norð- ur í landi var Tékki og þegar ég fermd- ist fékk ég ferð til Tékklands í fermingar- gjöf og heimsótti þá landið í fyrsta sinn. Ég stundaði svo tónlistarnám í Prag í þrjú ár. Ég mun segja stuttlega frá námsárun- um og mínum fyrstu kynnum af þessum tónskáldum,“ segir Hjörleifur. sara@frettabladid.is Leika fj öruga tónlist eft ir tékknesk tónskáld Arnhildur Valgarðsdóttir og Hjörleifur Valsson koma fram á tékknesku tónlistarkvöldi í tengslum við Menningarvorið í Mosfellsbæ. Frítt er inn á tónleikaröðina. LEIKA TÉKKNESKA TÓNA Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Hjörleifur Valsson fiðluleikari leika tékkneska tónlist í Bókasafni Mosfellsbæjar annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tónlistarmaðurinn Jean Bapt- iste Arban lést þennan dag árið 1889. Arban er kunnastur fyrir að hafa veitt kornett- hljóðfærinu brautargengi með kennsluaðferðum sem nefndar eru „aðferð Arbans“. Arban fæddist í Lyon í Frakk- landi þann 28. febrúar árið 1825 og lést í París þann 8. apríl árið 1889. Um það leyti sem Arban fæddist var verið að þróa kornettið úr fyrirrennara þess, kornópean. Þegar Arban hóf leik á kornett þurfti hann að komast yfir ýmsa galla til að ná því stigi í leiknum sem hann sóttist eftir. Markmið hans var að ná fram blæbrigðum flautunnar við leik á kornett, en flestir töldu hljóðfærið of klunnalegt til að það tækist. Með rannsóknum sínum og æfingum tókst Arban þó að koma hljóð- færinu á stall með vinsælustu hljóðfærum þess tíma Arban var ráðinn prófessor við Tónlistarskólann í París árið 1857 þar sem hann kenndi nemendum á hljóðfærið. Hann þótti metnaðarfullur kennari og þegar skólinn stóð frammi fyrir skorti á kennslu- efni, setti Arban saman mikla kennslubók sem byggðist fyrst og fremst á hans eigin tækni. Bókin heitir La grande méthode complète de cornet à piston et de saxhorn par Arban og er enn stuðst við hana í dag við kennslu á kornett og trompet. Heimild: Visindavefur.hi.is ÞETTA GERÐIST: 8. APRÍL 1989 Tónlistarmaðurinn Arban lést Á námsárunum í Tékklandi lék Hjörleifur nokkrum sinnum fyrir Václav Havel, fyrrverandi forseta landsins. Havel var níundi og jafnframt síðasti forseti Tékkóslóvakíu og fyrsti forseti lýðræðisríkisins Tékk- lands. Havel lést þann 8. desember árið 2011. SPILAÐI FYRIR FORSETANN Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og samúð vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, AUÐAR GARÐARSDÓTTUR Bárugötu 35, Reykjavík, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir hlýlegt viðmót, umönnun og hjúkrun, sem sannlega var til fyrirmyndar. Jóhannes Bergsveinsson börn og barnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI KRISTINN SIGURKARLSSON lögfræðingur, Lágholtsvegi 10, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.00. Arnheiður Ingólfsdóttir Ingólfur Gíslason Kristín Gísladóttir Roland Hamilton Flóki Ingólfsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AUÐUNN VALDIMARSSON Kríuhólum 2, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. apríl á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Útförin auglýst síðar. Gréta Oddsdóttir Þuríður L. Auðunsdóttir Þ. Skorri Steingrímsson Valdimar Auðunsson Julia Doppler Sæunn Auðunsdóttir Róbert Ó. Skúlason Steingrímur og Bjarkar Þormóðssynir VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Lokafyrirlestur í hádegis- fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands verður fluttur á morgun. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar þessa vorönn var Hvað er sögu- legur skáldskapur? Að þessu sinni mun Guð- rún Harðardóttir, sérfræð- ingur í byggingarsögu hjá Þjóðminjasafni Íslands, flytja erindi sem ber titilinn Skáldað í byggingaarfinn? Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til að kortleggja til- gátuteikningar og tilgátu- hús sem reist hafa verið á Íslandi á undanförnum árum. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal og Eiríksstaðir í Haukadal eru dæmi um til- gátuhús sem risið hafa á síð- ustu árum. Þá verður einnig skoðað í hvaða samhengi til- gátuteikningar eru gerðar og tilgátubyggingar reistar. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins og hefst klukkan 12.05. Rýnt í tilgátuhús Lokafyrirlestur í fyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands fl uttur í Þjóðminjasafninu. RÝNT Í TILGÁTUHÚS Guðrún Harðardóttir, sérfræðingur í byggingar- sögu, flytur lokafyrirlesturinn í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.