Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.04.2013, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 8. apríl 2013 | MENNING | 21 ➜ Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 6 36 59 0 4/ 13 OPINN ÁRSFUNDUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2013 DAGSKRÁ Tímamótaár Bjarni Bjarnason, forstjóri Erum við á Plani? Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Vatn, vöktun og virkjanir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Bjargræðiskvartettinn syngur Hvernig sjáum við hlutverk Orkuveitunnar þróast? Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Andri Snær Magnason, rithöfundur Pallborðsumræður Andri Snær Magnason, Þorsteinn Víglundsson og Bjarni Bjarnason Kaffiveitingar að fundi loknum Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri veitureksturs Orkuveitunnar, verður fundarstjóri Orkuveita Reykjavíkur þjónar um þremur af hverjum fjórum landsmönnum og rekur vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fráveitu eða gagnaveitu í 20 sveitarfélögum. Væntingar viðskiptavina, eigenda fyrirtækisins og annarra hagsmunaaðila hafa verið mismunandi og tekið breytingum. Orkuveitan tók til starfa í núverandi mynd árið 2002 og þá var lögbundinn tilgangur fyrirtækisins „... vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni“. Tíu árum síðar, sumarið 2012, var einhugur í þeim sveitarstjórnum, sem eiga hlut í Orkuveitunni, um að kjarnastarfsemi fyrirtækisins felist í „... rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu, sölu og framleiðslu á rafmagni og heitu og köldu vatni. Orkuveita Reykjavíkur getur nýtt þekkingu fyrirtækisins til þátttöku í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra“. Á opnum ársfundi Orkuveitunnar spyrjum við og leitum svara við því hvernig hlutverkið muni eða eigi að þróast næstu árin, til dæmis til 2022. Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund föstudaginn 12. apríl 2013 kl. 13:00 til 15:00. Fundurinn verður í höfuðstöðvum Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. HVERNIG MUN HLUTVERK ORKUVEITUNNAR ÞRÓAST? Listakonan Sigga Björg sýnir um þessar mundir verk og nýja bók í ÞOKU, galleríi sem er að finna í kjallara verslunarinnar Hríms. „Ég gaf út litla bók, 9 fingers, í Skot- landi fyrir skömmu í tengslum við sýningu þar. Í henni eru níu frekar abstrakt sögur og teikningar. Á sýningunni, sem ber heitið Herbergi 9, er þessi bók til sýnis og sölu í númeruðum eintökum. En ég er líka búin að vinna innsetn- ingu inn í rýmið sem var unnin út frá hlutum í sögunum og sömu- leiðis má sjá teikningar og mál- verk sem ég sýndi með bókinni úti í Glasgow.“ Sigga Björg hefur verið með annan fótinn í Glasgow síðan hún var þar í námi fyrir tæpum tíu árum. Þar er gott að vera að henn- ar sögn. „Skotland er ekki svo ólíkt Íslandi en samhengið er samt stærra. Og Glasgow er æðis legur staður fyrir listamenn, þar er mjög góð stemming og mikið um að vera í listum. Enda er ég að reyna að finna út úr því hvernig ég get verið á báðum stöðum, mér finnst svo gott að búa á Íslandi en vinna í útlöndum.“ Sýning Siggu Bjargar, sem stend- ur til 12. maí, er hluti af utandag- skrá myndlistarsýningarinnar Sequences. Gott að vinna í Glasgow en búa á Íslandi Sigga Björg Sigurðardóttir skapar eigin heim í gall- eríinu Þoku með bók, málverkum og teikningum. Furðudýr og aðrar kynjaverur í ýmsum athöfnum hafa lengi verið viðfangsefni Siggu Bjargar. Verurnar eru oft á tíðum frekar ógeðfelldar og óhugnanlegar en á sama tíma er hægt að skynja eitthvað mannlegt við þær. Í bók Siggu Bjargar hafa teikningarnar ölast líf með orðum. Sumar sagnanna innihalda söguþráð en aðrar snúast um senur. Lesandinn fær að kynnast ákveðnum karakterum betur, eins og frönskum kassa sem á við bagalegt vandamál að stríða og hárkúlunni Smith, sem er ekki öll þar sem hún er séð. Furðudýr og kynaverur Nokkrar af myndum banda- ríska listamannsins Matthews Barney verða sýndar í Bíói Para- dís næstu daga í tengslum við myndlistarhátíðina Sequences. Meðal mynda sem sjá má eru Blood of two sem sýnd verður á miðvikudag eins og Draw- ing Restraint 17, sem er hluti af seríu Barneys sem hófst árið 1987 með tilraunum í stúdíói – líkamlegar hugleiðslur í list- rænu ferli. Þá verður Cremaster 3 sýnd næsta sunnudag í kvik- myndahúsinu. Matthew Barney í Bíói Paradís MATTHEW BARNEY Hefur meðal annars gert mynd með sambýliskonu sinni og barnsmóður, Björk. Mannfræðifélag Íslands boðar til málþings um þema fyrir- lestraraðar vetrarins, ástina, laugardaginn 13. apríl kl. 12-14 í Reykjavíkurakademíunni við Hringbraut. Framsöguerindi flytja, dr. Sólveig Anna Bóas- dóttir, dr. Sigrún Júlíusdóttir, dr. Unnur Dís Skaptadóttir og Mar- grét Sigurðardóttir, æskulýðs- fulltrúi. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir er dósent í guðfræðilegri siðfræði. Rannsóknir hennar hafa snúið að ást, kynlífi og hjónabandi, í ljósi kristinnar og femínískrar siðfræði. Í erindinu gagnrýnir hún þá áherslu sem sögulega hefur verð lögð á ást tvíeykisins karls og konu. Málþing haldið um ástina GALLERÍ sýning Siggu Bjargar stendur til 12. maí. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.