Fréttablaðið - 26.06.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 26.06.2013, Síða 10
26. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 N or eg ur Sv is s D an m ör k Sv íþ jó ð A us tu rr ík i Fi nn la nd Ís la nd Fr ak kl an d Þý sk al an d G ri kk la nd B re tl an d M al ta Sp án n Ei st la nd Li th áe n R úm en ía Pó lla nd Meðaltal ESB* 100 186 155 143 124 120 119 118 109 106 104 104 98 93 87 77 67 61 MATARKARFAN Í EVRÓPU Meðalverð á matarkörfunni á Íslandi er um fi mmtungi yfi r meðaltali ESB. Langdýrast er að versla í matinn í Noregi, en ódýrast í Póllandi. *meðalverð fyrir ákveðnar vörutegundir í ríkjum ESB. Heimild: Eurostat NEYTENDUR Matur og drykkur er um fimmtungi dýrari hérlendis en sem nemur meðaltali í ríkjum ESB. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Eurostat. Verð matarkörfunnar hér á landi er átján prósentum hærra en meðalverð í ESB, en munurinn er enn meiri í nokkrum einstökum vöru- flokkum. Brauð og kornmeti og tóbak er þannig 30 prósentum dýrara hér á landi og áfengi er 112 prósentum dýrara. Áfengi er ekki talið með í matarkörfunni. Innan ESB er verðlag áberandi hæst í Svíþjóð, Austurríki og Danmörku, en í því síðastnefnda er verð á mat og drykk 43 pró- sentum hærra en meðaltalið, og brauð og kornmeti er tæpum 60 prósentum dýrara. Áfengi er dýrast í Finnlandi af öllum ESB-löndunum, 75 prósentum yfir meðalverði. Verð er lægst í Póllandi, þar sem það er næstum 40 prósentum lægra, en næst koma Búlgaría og Rúmenía, þar sem matarkarfan er um þriðjungi ódýrari en að meðaltali í öllum ESB-ríkjunum. Hæsta verðlagningin af þeim löndum sem til eru tekin er þó í Sviss og Noregi. Matvæla- verð í Sviss er þannig 55 pró- sentum yfir ESB-meðaltali og í Noregi er það 86 prósentum yfir. Í Noregi er síðan langsam- lega hæst verð á tóbaki, sem er 170 prósentum yfir meðal- lagi, og áfengi, sem er næstum þrefalt dýrara en að meðaltali í ESB-ríkjunum. Rétt er að taka fram að ofan- greindar tölur taka ekki mismun- andi kaupmátt innan ríkja með í reikninginn, en í fyrra var verg landsframleiðsla á mann, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir mismun- andi kaupmátt, tólf prósentum hærri hér á landi miðað við meðal tal í ESB-ríkjum, og í Noregi var talan 95 prósentum hærri. thorgils@frettabladid.is Matarkarfan fimmt- ungi dýrari en í ESB Samkvæmt úttekt Eurostat er matarkarfan tæpum fimmtungi dýrari hér á landi en sem nemur meðaltali í ESB-ríkjunum. Einnig er áfengi meira en tvöfalt dýrara hér á landi. Þessar tölur taka þó ekki mismunandi kaupmátt með í reikninginn. dýrara er að kaupa brauð, kornmeti og tóbak hér á landi en að meðaltali í löndum ESB. 30% DÓMSMÁL Eiríkur Sigurðsson, eigandi verslunarinnar Víðis, og Hjalti Magnússon endurskoðandi voru í gær dæmdir í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að svíkja 80 milljónir undan skatti árið 2008. Eiríkur stundaði hlutabréfavið- skipti með svonefndum framvirkum samningum við Landsbankann. Tekjur Eiríks af samningunum námu rúmlega milljarði árið 2007 og eru Eiríkur og Hjalti dæmdir fyrir að vantelja um 800 milljónir af milljarðinum, sem áttu að bera tíu prósenta fjármagnstekjuskatt. Eiríki var gert að greiða skattinn og annað eins í sekt, samtals rúm- lega 160 milljónir. Báðir dómarnir eru skilorðs- bundnir til tveggja ára en lögmaður Eiríks sagði við fréttastofu í gær að ekki lægi fyrir hvort dómnum yrði áfrýjað. Saksóknari fór fram á að Hjalti, sem hefur starfað sem löggiltur end- urskoðandi, yrði sviptur réttindum sínum, en á það féllst dómari ekki. - sh Eiríkur Sigurðsson í Víði og endurskoðandi hans á átján mánaða skilorð: Sviku 80 milljónir undan skatti Á SKILORÐI Eiríkur Sigurðsson, sem stofn- aði verslanakeðjuna 10-11, græddi 800 milljónir en borgaði engan skatt af þeim. BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti boðaði í gær víðtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sett verða takmörk á losun gróðurhúsa lofttegunda frá orkuverum, þrátt fyrir harða andstöðu repúblikana og talsmanna orkuiðnaðarins í Bandaríkjunum. Með þessu hyggst hann hrinda í framkvæmd einu af stóru málunum sem hann lagði hvað mesta áherslu á í kosningaslagnum, bæði þegar hann var fyrst kosinn í embætti og þegar hann var endurkjörinn til seinna kjörtíma- bils síns. Fjörutíu prósent af útblæstri koldíoxíðs og nærri þriðjungur af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum kemur frá raforkuverum. - gb Bandaríkjaforseti stendur við loforð í umhverfismálum: Obama boðar loftslagsaðgerðir BARACK OBAMA Hyggst takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Alls söfnuðust 1,7 milljónir króna í brjóstabollu átaki bakarameistara sem unnið var í samvinnu við Göngum saman. Jóhannes Felixson, formaður Lands- sambands bakara, afhenti styrktar- félaginu afrakstur sölunnar í gær. Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktar- sjóð, en félagið veitir árlega styrki til grunnrann- sókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman hefur undan- farin þrjú ár átt í gjöfulu sam- starfi við bakarameistara sem hafa selt brjósta- bollurnar í tengslum við mæðradagsgöngu félagsins. Með þessu fram- taki hafa bakara- meistararnir styrkt Göngum saman um hátt í fimm milljónir á síðustu þremur árum. - mlþ Ágóði brjóstabollunnar afhentur styrktarfélaginu Göngum saman: Jói Fel afhenti 1,7 milljónir í gær FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: Nánari upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á inga@inga.is INGA KRISTJÁNSDÓTTIR Næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það gerur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur í staðinn Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst STAÐUR OG STUND: HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30 – 21:00 ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga hefur haldið yfir 80 fyrirlestra um mataræði. Nálgunin er einföld, skýr og hentar öllum sem hafa áhuga á breyttum lífsháttum. 4.900,– kr. Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik Litríkt kaffi beint frá kaffibóndanum Arturo í Gvatemala kaffitar.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.