Fréttablaðið - 26.06.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 26.06.2013, Síða 16
26. júní 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 F orystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að fram- leiða væri meiri óvissa um þróun efnahagsmála og ríkis- fjármála í landinu. Flestum finnst komið nóg af slíku. Og ríkisstjórnin hefur raunar lýst því yfir að hún hyggist „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“, vinna að víðtækri sátt við aðila vinnu- markaðarins, ávinna íslenzku efnahagslífi traust á alþjóða- vettvangi og tryggja ábyrga efnahagsstjórn, aga og jafnvægi í ríkisfjármálum. Stærsta kosningaloforð for- ystuflokks ríkisstjórnarinnar, að færa eigi húsnæðisskuldir niður um hundruð milljarða króna, án þess að útskýra nákvæmlega hvernig eigi að fara að því eða leggja mat á hvaða efnahagslegu áhrif það muni hafa, vinnur einmitt gegn öllum þessum markmiðum og býr til nýja óvissu- þætti á færibandi. Á sumum þeirra er tekið í umsögnum um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Sú harða gagnrýni sem er sett fram í umsögnum Samtaka atvinnu- lífsins og Seðlabankans hefur vakið einna mesta athygli. Í henni er þó í rauninni ekkert nýtt; öll þau varnaðarorð voru sett fram fyrir þingkosningar. Þau náðu hins vegar hvorki eyrum stjórn- málamanna með skuldalækkunarloforð á vörunum né kjósenda sem töldu rétt að gleypa gylliboðin hrá. Seðlabankinn telur að almenn skuldaleiðrétting, óháð efnahags- legri stöðu og greiðslugetu skuldara, sé ómarkviss og kostnaðar- söm leið til að koma til móts við heimili í vanda. Verði á annað borð gripið til hennar þurfi að hafa í huga að svigrúm ríkissjóðs sé mjög takmarkað. Kannski skili uppgjör þrotabúa bankanna tímabundinni viðbót við tekjur ríkissjóðs en það sé þá nær að nota hana til að lækka skuldir ríkisins. Seðlabankinn bendir á þá hættu að stuðningur við skuldug heimili leiði annars vegar til þess að markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum náist seinna en ella og hins vegar til þenslu, sem ali af sér verðbólgu. SA benda á sömu áhættuþættina og segja að stórfelld niður- færsla skulda heimila hljóti að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið, til að mynda „aukna einkaneyslu, aukinn innflutning og viðskipta- halla, og getur stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum“. Þetta geti leitt til þess að afnám gjaldeyrishafta verði enn fjarlægara en ella. Það sé mikilvægasta hagsmunamál heimilanna að ríkissjóður verði rekinn með afgangi og minnki skuldir sínar. Úr því sem komið er væri æskilegast að útfærslan á skulda- niðurfellingaráformum ríkisstjórnarinnar tæki sem allra skemmstan tíma þannig að óvissu væri eytt. Enn betra væri að segja einfaldlega: Við ætlum að ná niður hallanum á ríkissjóði og ef okkur áskotnast peningar í samningum um þrotabú bankanna munum við nota þá til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem allir skattgreiðendur eiga í sameiningu. Það væri aðgerð sem gagnaðist öllum sem borga skatta og myndi stuðla að stöðugleika og fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, sem er stærra hagsmunamál heimila en skuldaleiðrétting sem gagnast bara sumum. Hörð gagnrýni á áform um skuldaniðurfellingu: Að framleiða óvissu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með marg- víslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjár- muna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en líf- eyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxl- verkana og mikilla tekjutenginga lífeyris- greiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyris- þega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjár- magnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtals- vert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna elli- lífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 274%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætis- mál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á árs- grundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 ein- staklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með laga- breytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem for- gangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekju- tryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að með- talinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi. Kjör lífeyrisþega leiðrétt strax LÍFEYRISÞEGAR Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra Rangt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kvartar sáran undan „loftárásum“ stjórnarandstöðunnar og fjölmiðla í mikilli grein í Morgun- blaðinu í gær. „Það hefur verið óskrifuð regla hér og annars staðar að ný ríkisstjórn fengi sæmilegan frið í upphafi kjörtímabils til að setja sig inn í mál og innleiða svo nýja stefnu,“ skrifar forsætis- ráðherra. Þetta er ekki rétt hjá Sigmundi. Stjórnarand- staðan barði mikið á nýrri ríkisstjórn á vormánuðum 2009 en Sigmundur man kannski ekki eftir því, vegna þess að þá var hann ekki í stjórnar- andstöðu, heldur varði minnihlutastjórnina falli. Barningurinn hélt svo áfram strax að loknum kosningum 2009 og þá tóku Sigmundur og félagar hans fullan þátt– sem eðlilegt er. Ekkert breyst Forsætisráðherrann furðar sig til dæmis á því að stjórnarandstaðan og aðrir láti í ljós óánægju með áform ríkisstjórnar- innar í sjávarútvegsmálum – aðgerðirnar hafi jú verið boðaðar fyrir kosningar. Hann var ekki jafn- hissa í maí 2009, innan við mánuði eftir kosningar, þegar fram fór þingumræða um áform þáverandi ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum, sem einnig höfðu verið boðuð í kosningabaráttunni. Stjórnarand- staðan, sem Sigmundur var þá hluti af, var hreint ekki sátt og hafði uppi stór orð– síst minni en þau sem við heyrum nú. Það hefur því ekkert breyst. Sumir fjölmiðlar eru góðir Sigmundur tekur fram að hann áfellist ekki alla fjölmiðla jafnt fyrir áróðurinn gegn ríkisstjórninni, þeir séu jafnólíkir og þeir séu margir. Hvaða fjölmiðlar ætli hugnist Sig- mundi svona? Mögulega ÍNN, þar sem stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Karl Garðarsson halda úti þætti og saumuðu þar nýverið að stjórnarþingmanninum Brynjari Níelssyni? stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.