Bekkjarfélaginn - 16.12.1960, Qupperneq 3
Leiðin liggur um ttalíu og brátt kemur lestin út á garð þann, er
tengir Feneyjar við land. Rétt á eftir rennur lestin inn á járnbrautar-
stöðina og ég er í Feneyjum.
Feneyjar er ein fegursta borg ítalíu og liggur nokkuð fyrir norðan
mynni Pðfljótsins á 118 eyjum, sem eiginlega eru frekar sandsker.
I gegnum borgina miðja er stór skurður, Canale Grande (Stóri skurður).
Við hann eða nálægt honum eru allar helztu byggingar borgarinnar. Uroferð
um skurðinn er mikil, bæði gondólar og vélbátar, enda engin önnur farar-
tæki til.
Mikið er um fagrar byggingar og hallir við skurðinn og hafa þrr
flestar sérkennilegt byggingarlag, sem er einkennandi fyrir Feneyjar.
Við enda skurðarins er Markúsartorgið, en þar eru allar fegurstu
byggingarnar, og einnig mest af dúfum, en af þeim morar allt þarna.
Aðalbyggingarnar eru: Fyrst Markúsarkirkjan, byggð um 13oo í býzant-
*
ískum stíl og er hún alsett mósaíki utan og innan, svo að varla er auður
blettur til á lofti, veggjum og jafnvel gólfi inni í kirkjunni. Fimm
stórar dyr eru á framhlið kirkjunnar og á milli þeirra eru l5o marmarasúl-
ur, engar tvær eins. Yfir aðaldyrunum eru fjórir bronshestar frá tímum
Alexanders mikla og ótal styttur af helgum mönnum prýða burstirnar. Her-
togahöllin er mikil og vegleg höll byggð á 13. öld. Klukkuturninn er
frægur fyrir það, að uppi á honum standa tveir bronsrisar (dauðir) og
berja á 15 mínútna fresti með hömrum í stóra klukku, sem þar er. Kirkju-
turninn er turn Markúsarkirkjunnar, en stendur um 2 - 3oo metra frá henni
og er mjög hár, og sést langt að.
1 Feneyjum úir og gruir allt af söfnum og kirkjum hver annarri feg-
urri og öll er borgin sundurgrafin af skurðum, og göturnar eru svo þröngar
Frh. bls. 7
- 3 -