Bekkjarfélaginn - 16.12.1960, Side 6
Regluleg félagsstarfsemi er í þann veg að hef jast í skólanuin.
Stendur til að hægt verði að koma ýmsum þáttum af stað eftir áramót.
Verður hón að mestu leyti í höndum nemendanna sjálfra í samráði við
kennara.
Var haldinn í því skyni fundur bekkjarfulltrúa, þar sem kosin var
bráðabirgðanefnd þeirra. Kosningu hlutu Halla Hauksdóttir, Viðar ölafs-
son, og Þorsteinn Helgason hér úr bekk og Margrét Þóroddsdóttir II - B
og Ásmundur Hilmarsson II - C.
Einnig er í ráði að kjósa síðar aðrar nefndir svo sem árshátíðarnefnd
og nefnd til að sjá um almennar skemmtanir. Skal hér getið þess helzta
sem á döfinni er eða þegar hafið.
Almennar_skemmtanir_(dansæfingar)_
verða með svipuðu sniði og áður þ.e.a.s. félagsvist og dans á eftir.
Verður kosin sérstök nefnd til að sjá um þær og gera þær fjölbreyttari.
Kvikmyndasýningar.
Hafnar eru nú sýningar kvikmynda í salnum í kjallara skólans. Nokkur
vinna er í sambandi við þetta, eins og flutningur stóla o.fl. en þetta
getur orðið hin skemmtilegasta dægrastytting.
Allur ágóði rennur til ýmiss konar hluta til að nota fyrir nemendur
svo sem bókasafns.
Frímerki ogtafl
er nýhafið eða að hefjast, hvort tveggja á föstudagskvöldum. Þriggja
manna nefndir sjá um hvort um sig.
Skrýtla.
Bjarni: "Hvað er hljómsveit á ensku?"
Kristín: "Band".
Bjarni: "Hvað er þá hljómsveitarstjóri?"
Kristín: "Banditt".
Ritnefndin óskar
skólastjora, yfirk.
kennurum og nemendum
skólans
GLEÐILEGRA JÖLA.