Fréttablaðið - 29.01.2014, Side 46
29. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30
„Blandarinn auðveldar lífið í sam-
bandi við ýmsa sósugerð og ég er
mikill sósuaðdáandi. Svo finnast
mér góðir margir svona hristingar
sem maður getur búið til í þessu
undratæki.“
Tinna Þorvalds Önnudóttir, leikkona
og söngnemi.
BESTA HEIMILISTÆKIÐ
„Trommugiggunum mínum fjölgar
alltaf meira og meira,“ segir Frið-
rik Ómar Hjörleifsson tónlistar-
maður en hann er nú bókaður fjór-
ar helgar í röð sem trommari.
Friðrik Ómar er frekar þekktur
fyrir að munda míkrófóninn fremst
á sviðinu en er nú kominn aftast á
sviðið. „Þegar fólk sér mig á bak
við settið á þeim skemmtunum sem
ég hef verið að spila á, horfir það
gjarnan á mig með stórt spurning-
armerki í augunum.“
Trommur eru aðalhljóðfæri Frið-
riks Ómars í grunninn og lærði
hann hjá bróður sínum. „Fyrir
tveimur til þremur árum keypti
ég mér trommusett aftur en ég
trommaði mikið alla mína barn-
æsku og á unglingsárunum,“
útskýrir Friðrik Ómar. Bróðir Frið-
riks Ómars, Halli Gulli, er virtur
trommuleikari og lék meðal annars
með Stjórninni.
Friðrik syngur minna á böllun-
um fyrir vikið. „Ég er meira í því
að radda þegar ég tromma en ég
get hins vegar alveg sungið og spil-
að í einu,“ bætir Friðrik Ómar við.
Spurður út í hæfnina segist
Friðrik Ómar vera frekar róleg-
ur trommuleikari. „Ég er ekkert
svakalegt tæknitröll á settinu en
er svona „less is more“ trommari.
Ég er Phil Collins Dalvíkur.“
Friðrik Ómar er nú á fullu að
undirbúa tónleikaferð um landið í
mars og apríl til að fylgja eftir vel-
gengni plötu sinnar Kveðju. - glp
„Ég er Phil Collins Dalvíkur“
Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður er farinn að tromma af kappi og er nú
bókaður sem trommari fj órar helgar í röð. „Ég er þó engan veginn hættur að syngja.“
TÖFF Á TROMMUNUM Friðrik Ómar
Hjörleifsson kann vel við sig við
trommu settið. MYND/EINKASAFN
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda
í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfund-
urinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir
Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það
verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin
var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir
nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig
plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið
mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina
sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum
fyrir hana.“
Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í
fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision
í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi
Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi dreng-
ur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin
gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbs-
ins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í
Aftenposten.“
Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuð-
ur og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei
hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið,
þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop
hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo
lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How
to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afrakstur-
inn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem
fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“
Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni
leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris.
Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmannin-
um John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra
tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert
hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann.
Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann
þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði
það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í
Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant
og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk
hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í
London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað
til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris.
Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur
í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi
íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi,
því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í
þessum kjallara,“ segir Íris. ugla@frettabladid.is
Lærði að gera plötu-
umslag á YouTube
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir norska Eurovision-keppandann Josefi n
Winther. Þær eru æskuvinkonur en Íris kynnti Josefi n fyrir John Grant.
VERÐUR PRENTAÐ Á BOLI OG DERHÚFUR Lógó Írisar er
byggt á ljósmynd af Carl Espen.
Formaður Eurovision-
klúbbsins í Noregi heldur
með þessu lagi, samkvæmt
frétt í Aftenposten.
Íris Stefanía Skúladóttir
„Við erum að sýna fólki að lúðra-
sveitir spila ekki eingöngu í skrúð-
göngum og á svoleiðis samkomum,“
segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir,
trompetleikari og meðlimur í Lúðra-
sveit Þorlákshafnar.
Ása Berglind og félagar standa
fyrir tónleikum í Norðurljósasal
Hörpu 25. febrúar og verður þar
leikin alls kyns kvikmyndatónlist.
„Við ætlum að spila kvikmyndatón-
list, bæði íslenska og erlenda. Af
því tilefni að við erum þrjátíu ára
í febrúar, fengum við Stefán Örn
Gunnlaugsson til að útsetja kvik-
myndasyrpu úr íslenskum kvik-
myndum og erum við mjög stolt af
því,“ segir Ása Berglind.
Lúðrasveitin mun leika lög úr
kvikmyndum á borð við Engla
alheimsins, Stellu í orlofi og Stuð-
mannamyndina Með allt á hreinu.
Af erlendu efni mun sveitin flytja
tónlist úr kvikmyndum á borð við
Pirates of the Caribbean, Mary
Poppins, Jaws, Star Trek, Star
Wars og Harry Potter svo fátt eitt
sé nefnt.
Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlim-
ir en þeir hafa fengið engan annan
en Fjallabróðurinn Halldór Gunn-
ar Pálsson til að vera kynnir á tón-
leikunum. „Hann mun að öllum
líkindum bregða sér í ýmis líki úr
kvikmyndasögunni í tilefni tón-
leikanna,“ bætir Ása Berglind við.
Lúðrasveitin hefur undanfarið
komið fram með Jónasi Sig eftir að
þau gáfu út plötuna Þar sem himin
ber við haf í sameiningu árið 2012.
Miðasala á tónleikana er á midi.is
en þeir eru hluti af tónleikaröðinni
Lúðraþytur í Hörpu.
- glp
Spila íslenska kvikmyndatónlist
Lúðrasveit Þorlákshafnar leikur kvikmyndatónlist í Norðurljósasalnum í Hörpu
hinn 25. febrúar. Sveitin leikur meðal annars tónlist úr íslenskum kvikmyndum.
MIKIL GLEÐI Lúðrasveit Þorlákshafnar
ætlar að leika kvikmyndatónlist í Hörpu
í febrúar. MYND/ÁGÚSTA RAGNARSDÓTTIR OG
DAVÍÐ ÞÓR GUÐLAUGSSON
EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREY
ÚTSALA
AFSLÁTTUR
20%
119.920
ÚTSALA
AFSLÁTTUR
15%
67.915
120X200
ÚTSALA
AFSLÁTTUR
20%
119.920
160X200