Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 4

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 4
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÓHÓFSDRYKKJA EVRÓPUÞJÓÐA HLUTFALL* KJARAMÁL Boðað yfirvinnubann flugfreyja hjá Icelandair hefst klukkan sex á morgun. Óvíst er hvaða áhrif bannið hefur. Á hverjum tíma er ákveð- inn hópur á vakt og á bakvakt eru nokkrir sem eiga að hlaupa í skarðið ef forföll verða. Forfallist fleiri en eru á bakvakt getur það orðið til þess að fella þurfi niður flug. Sáttfundur var í deilunni gær og var hann árangurslaus. Næsti fundur er boðaður 22. maí. Varaformaður Flugfreyjufélags Íslands segir að það beri mikið í milli í deilunni. - jme Árangurslaus sáttafundur: Yfirvinnubann kl. 6 á morgun HEILBRIGÐISMÁL Af Norðurlanda- búum drekka Finnar mest og Íslendingar minnst að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) um áfengi og heilbrigði í heimin- um. Fram kemur í skýrslunni, sem nær til allra 194 aðildarríkja WHO, að áfengisnotkun valdi dauða 3,3 milljóna manna á ári hverju. Af öllum dauðsföllum er hlutfallið 5,9 prósent. Auk þess að stuðla að ótímabærum dauða er áfengi sagt auka líkur á að fólk þrói með sér yfir 200 sjúkdóma. Hvorki Ísland né Finnland ná þó á topp tíu lista þeirra landa þar sem mest er drukkið í heiminum, en þar tróna þó Evrópulönd, því mest er drukkið í Evrópu. Mest er drukkið í Hvíta-Rúss- landi, 17,5 lítrar af hreinu áfengi per íbúa yfir 15 ára aldri á ári hverju. Þar á eftir koma Moldóva með 16,8 lítra, Litháen (15,4 lítrar) og Rússland (15,1 lítri). Hér á landi er talan 7,1 lítri af hreinu áfengi per íbúa á ári, en 10,4 lítrar ef bara er horft til þeirra sem drekka á annað borð. Finnar drekka 12,3 lítra af áfengi á mann (18,1 þeir sem drekka), Danir 11,4/12,9 lítra, Svíar 9,2/13,3 lítra, og Norðmenn 7,7/9,0 lítra á mann. En þar með er þó ekki öll sagan sögð, því WHO mælir líka hversu „vel“ er drukkið. Hér er hlutfall óhófsdrykkju, eða það sem á ensku kallast binge drinking, þar sem mikið af áfengi er innbyrt á tiltölulega skömmum tíma, næstmest á Norðurlöndum. Hér til hliðar má sjá lista yfir 25 efstu lönd raðað eftir óhófs- drykkju þeirra sem á annað borð drekka. Allra verst í heimi drekka Litháar, en 56,1 prósent þeirra sem þar drekka á annað borð drekka illa. Í öðru sæti er Finn- land þar sem hlutfallið er 53,7 prósent. Af aðildarríkjum WHO er Ísland svo í þrettánda sæti hvað þetta varðar með hlutfallið 34,9 prósent. Í Svíþjóð sem er í 14. sæti er hlutfallið 34,5 prósent og 33,4 í Bretlandi sem er í því fimmtánda. Danmörk situr svo í 19. sæti á þessum skammarlista með 32,2 prósenta óhófsdrykkjuhlutfall þeirra sem á annað borð drekka. Best Norðurlandabúa standa svo Norðmenn sig með hlutfallið 13,9 prósent, nálægt fertugasta sæti. Til samanburðar má svo nefna að óhófsdrykkjuhlutfall þeirra Bandaríkjamanna sem á annað borð drekka er 24,5 prósent. Sama hlutfall er 17,3 prósent í Kína, 13,0 prósent í Ástralíu og 23,1 prósent í Kanada. Af þjóðum Vestur-Evrópu hafa Ítalir og Hollendingar allra besta stjórn á drykkju sinni samkvæmt tölum WHO. Í Hollandi er hlutfall óhófsdrykkjufólks í hópi þeirra sem drekka 6,6 prósent og 6,2 pró- sent á Ítalíu. olikr@frettabladid.is 10.05.2014 ➜ 16.05.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 4,3 milljarðar króna er sú upphæð sem Lands- bankinn hagnaðist um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er mun minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. 508 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í apríl. Þau hafa aldrei verið færri síðan samræmd skráning hófst. 550 þúsund krónur eru meðalgrunnlaun flugfreyja. Þær stefna nú í verkfall til að krefjast bættra kjara. 1.700 leiðsögumenn hafa útskrifast á Íslandi á síðastliðnum þrjátíu til fjörutíu árum. Aðeins 700 þeirra eru í Félagi leiðsögumanna. 115 þúsund ferðamenn fóru í hvala- skoðun frá Reykjavík á síðasta ári. 25% allra heimila á land- inu eru leiguíbúðir samkvæmt Pétri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 34 milljónir er sú upphæð sem Íslensk ættleiðing fékk sem grunnfjár- veitingu frá innan- ríkisráðuneytinu til að sinna hlutverki sínu. 15. sæti varð hlutskipti Ís- lendinga í Eurovision- keppninni um síðustu helgi. 10 þúsund kíló seldust af neftóbaki hjá ÁTVR frá janúar og fram í apríl á þessu ári. Það er 42% aukning. DRYKKJULÆTI Ekki fer alltaf saman magn og „gæði“ drykkju að því er fram kemur í nýrri könnun. Ítalir og Hollendingar drekka „vel“, en Íslendingar og Finnar „illa“. NORDICPHOTOS/AFP Sæti Land % yfir 15 ára % þeirra sem drekka 1 Litháen 36,6 56,1 2 Finnland 36,5 53,7 3 Grikkland 34,9 52,8 4 Austurríki 40,5 52,4 5 Moldóva 32,2 48,6 6 Írland 39 48,2 7 Malta 26,8 44,2 8 Tékkland 38,9 43,6 9 Slóvakía 28,6 43,4 10 Belgía 34,3 41,7 11 Eistland 23,3 35,8 12 Portúgal 20,4 35,8 13 Ísland 23,7 34,9 14 Svíþjóð 23,8 34,5 15 Stóra-Bretland 28 33,4 16 Úkraína 22,6 33 17 Hvíta-Rússland 25,9 32,7 18 Ungverjaland 26,3 32,3 19 Danmörk 28,5 32,2 20 Armenía 20,1 31,4 21 Frakkland 29,4 31 22 Lettland 20,9 30,9 23 Kýpur 26 30,5 24 Túrkmenistan 11,7 29,8 25 Búlgaría 19,6 29,1 Heimild: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin/WHO ➜ Hvorki Ísland né Finn- land ná þó á topp tíu lista þeirra landa þar sem mest er drukkið í heiminum, en þar tróna þó Evrópulönd, því mest er drukkið í Evrópu. VÍSINDI Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni „Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst. Þetta kemur fram í bréfi sem Persónuvernd sendi ÍE og birti á heimasíðu sinni í gær. Þar segir að söfnunin hafi ekki fengið sér- stakt leyfi frá Persónuvernd, eins og segir í kynningarbæklingi ÍE. „Enda er hún ekki háð slíku leyfi frá stofnuninni ef hún byggist á upplýstu samþykki þátttakenda,“ segir í bréfi Persónuverndar. - hg Persónuvernd sendi ÍE bréf: Segir of stuttan tíma hafa liðið SÖFNUNIN KYNNT Björgunarsveitar- menn Landsbjargar hafa safnað sýnum einstaklinga sem veitt hafa samþykki sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARVEÐRIÐ Skúrir á köflum um S- og A-vert landið og bjart yfir NA-lands. Þetta snýst svo við á morgun þegar það birtir til SV-lands en búast má við slydduéljum og rigningu um landið NA- og A-vert. Hiti 0-12 stig, hlýjast SV- og V-lands. 7° 7 m/s 9° 4 m/s 10° 6 m/s 9° 10 m/s 6-13m/s, hvassast SV-lands. Fremur hæg N-læg, hvassast SA-lands. Gildistími korta er um hádegi 21° 28° 21° 21° 19° 17° 17° 18° 18° 24° 22° 24° 21° 22° 22° 15° 21° 19° 6° 7 m/s 7° 5 m/s 8° 4 m/s 7° 8 m/s 9° 4 m/s 10° 6 m/s 3° 4 m/s 10° 8° 3° 5° 11° 7° 4° 5° 6° 3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN Af Norðurlandabúum drekka Finnar og Íslendingar verst Hvergi er drukkið meira áfengi á mann en í Hvíta-Rússlandi að því er segir í nýrri skýrslu WHO. Á Norður- löndum er mest drukkið í Finnlandi og minnst á Íslandi. Í sömu löndum er þó verst drukkið á Norðurlöndum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.