Fréttablaðið - 17.05.2014, Side 24

Fréttablaðið - 17.05.2014, Side 24
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þokan hylur Búlandstind og önnur fjöll Berufjarðar að mestu þegar við Gunnar V. Andrésson ljósmyndari brunum niður Öxi og austur ströndina. Þó grillir í tígu- lega klettadranga og gil ofan við bæinn Karlsstaði. Á hlaðinu tekur tíkin Píla glaðlega á móti okkur og húsbóndinn Svavar Pétur stígur út með barnavagn því Aldís Rúna, átta mánaða, ætlar að fá sér dagdúr bak við hús. Næstur birt- ist Hrólfur, fjögurra ára, og tilkynnir okkur að það sé lamb í eldhúsinu. Mikið rétt. Um gólfið vagar völtum fótum lítil mögótt gimbur – með bleiu. Mæðgurnar Berglind Häsler og Elísa Egilsdóttir eru að baka pönnukökur og okkur er boðið í bröns þar sem bulsur (grænmetispyls- ur) Svavars Péturs gegna veigamiklu hlutverki. Kallstaðir eða hvað? Svavar segir munnmæli til um að bær- inn hafi heitið Kallstaðir því hægt hafi verið að kalla til Djúpavogs, yfir fjörð- inn. Hrólfur: „Sko, pabbi kallar bæinn Kallstaði, allar konurnar kalla hann Konustaði og öll börnin kalla hann Barnsstaði!“ Þessi yfirlýsing vekur kátínu við borðið. Hrólfur er samt minntur á að nota inniröddina. „Þegar maður er svona mikið inni og úti til skiptis þá verður maður að eiga bæði inni- og úti- rödd,“ segir faðir hans til skýringar. Svo berst talið að búskapnum á Karls- stöðum og framtíðaráformunum. Svavar: „Við höfðum verið með augun opin fyrir jörð í dálítinn tíma og keypt- um þessa í vor. Okkur langar að vera með blöndu af menningarstarfsemi, matvælaframleiðslu og einhvers konar ferðaþjónustu. Þetta er ekkert sem ger- ist á einni nóttu heldur eru þetta lang- tímaverkefni.“ Berglind: „Það var aldrei markmiðið að gerast sauðfjárbændur en við eignuð- umst 60 kindur óvænt. Ég hafði komið svona fjórum sinnum á ævinni í fjárhús áður en ég kom hingað. En kindurnar voru hér og það var ekki hægt að fara að slátra þeim að vori til.“ Svavar: „Þetta er alveg passlegur fjöldi, þó að þeim fylgi hellings vinna yfir sauðburðinn. Líka mjög skemmti- legar kindur. Þær koma jörðinni dálítið vel því þá urðum við að byrja á að rétta við girðingarnar. Fyrstu lömbin fædd- ust í blábyrjun apríl, þegar við vorum að renna í hlað, og það komu 35 lömb í lotu en svo varð hlé um tíma. Það var dálítið gaman þegar við vorum að bólu- setja þessi 35 lömb. Ég hélt á þeim en Berglind var með sprautuna á lofti eins og róbóti.“ Berglind: „Já, og var allan tímann að hugsa um hvað ég ætlaði að fá mér gott kaffi þegar þetta væri búið!“ Svavar: „Þegar við komum heim minnti ég hana á að við ættum eftir að merkja og marka öll lömbin. Þetta var góð leið til að hoppa beint í djúpu laug- ina.“ Berglind: „Annars hefðum við bara haldið áfram í tölvuvinnunni og kannski gleymt okkur í henni. Við erum líka með æðarvarp og þurfum að fara daglega Á kafi í búskap við Berufjörðinn Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru óhrædd við að prófa nýja hluti. Nú eru þau orðin bænd- ur á Berufjarðarströnd. Þau hafði dreymt um að búa í sveit, rækta grænmeti, ástina og andann og sinna öðrum hugðarefn- um. En þegar þau keyptu jörðina Karlsstaði í vor fylgdu henni 60 ær loðnar og lembdar og þau duttu beint inn í sauðburð. Það var dálítið gaman þegar við vorum að bólusetja þessi 35 lömb. Ég hélt á þeim en Berg- lind var með sprautuna á lofti eins og róbóti. BRÖNS Bulsur eftir uppskrift bóndans og meðlæti eru á borðum og bragðast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÚRALEGUR BÓNDI Kindurnar sem fylgdu jörðinni eru frá Svínafelli í Öræfum. Svavar Pétur segir þær skemmtilegar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.