Fréttablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.05.2014, Blaðsíða 6
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 VIÐSKIPTI Fjárfestar tóku ársupp- gjöri Haga vel í fyrstu viðskipt- um eftir birtingu þess í gær. Bréf félagsins hækkuðu um rúm tvö prósent í viðskiptum framan af degi, en enduðu svo daginn með tæplega eins prósents hækkun. Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári, sem lauk um mán- aðamótin febrúar/mars, nam 3.953 milljónum króna. Afkom- an er 33,6 prósentum betri en ári fyrr þegar hagnaðurinn var 2.958 milljónir. Fyrir aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 5. júní næstkom- andi, liggur tillaga um greiðslu arðs sem nemur 1,0 krónu á hlut vegna reikningsársins 2013/2014. Heildararðgreiðsla nemur þá 1.172 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu Haga til Kauphallar að í tilefni af góðu uppgjöri hafi Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og Gunnar Ingi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hag- kaups, afhent Eiríki Jónssyni, yfirlækni á Landspítalanum, 25 milljón króna framlag til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka sem nýtist til margvíslegra skurð- aðgerða á grindarholslíffærum kvenna og við þvagfæraskurð- lækningar. - óká Lögð er til greiðsla tæplega 1,2 milljarða króna arðs vegna rekstrar Haga reikningsárið 2013/2014: Hagnaður Haga var milljarði yfir fyrra ári Fjármagnsliður 2012/2013 2013/2014 Breyting Vörusala 71.771 76.158 +6,1% EBITDA hagnaður 4.963 5.862 +18,1% Hagnaður 2.958 3.953 +33,6% Eigið fé 8.731 12.098 +38,6% Heildarskuldir 16.983 14.507 -14,6% Eignir 25.714 26.605 +3,5% Heimild: Ársreikningur Haga 2013/14 Ársuppgjör Haga LANDBÚNAÐUR Hagur flestra vænk- ast við að Ísland gerist aðili að sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópu sambandsins (ESB). Þetta er álit Magnúsar Bjarnasonar, doktors í stjórnmálahagfræði, en hann ritar grein um landbúnaðar- stefnu ESB í nýjasta hefti efna- hagsritsins Vísbendingar. Magnús bendir á að með aðild myndu landbúnaðarstyrkir til íslenskra bænda að mestum hluta koma frá ESB en ekki beint frá skattgreiðendum. „Aukið vöruúr- val og lækkun matvælaverðs mun jákvætt fyrir langflesta landsmenn. Mikil matarút- gjöld eru stór- mál fyrir marga, til dæmis ein- stæða foreldra og aðra láglauna- hópa,“ bendir hann á í grein sinni. „Íslenskir ráðamenn eru samt mótfallnir aðild landsins að ESB og sumir virðast líka hafa sér- stakt horn í síðu landbúnaðar- stefnu bandalagsins,“ bætir hann við. „Flestir þessir ráðamenn eru vel launaðir og þá skiptir matvæla- verð ef til vill litlu sem engu máli.“ Hann segir að breytingar sem hér yrðu við aðild að landbúnað- arstefnu ESB myndu vitaskuld skapa óánægju hjá þeim sem van- ist hafi að lifa á háum opinberum styrkjum og þeim sem framleiði afurðir á ósamkeppnishæfu verði. „Á sínum tíma voru danskir ein- okunarkaupmenn óánægðir með afnám einokunarverslunarinnar og lénsherrar Evrópu óánægðir þegar lénsskipulagið var afnum- ið. En þessum hópum þarf ekki að vorkenna, þeir spjara sig eins og aðrir.“ Þegar við undirritun Rómarsátt- málans árið 1957 segir Magnús ESB hafa gert ráð fyrir sam- eiginlegri matvælaöryggis- og landbúnaðarstefnu. Hún sé hins vegar lifandi og taki reglulegum breytingum. „Þrátt fyrir stöðuga aðlögun landbúnaðarstefnunn- ar að nýjum tímum hafa mark- miðin alltaf haldist þau sömu,“ segir Magnús. Þau séu að styðja við þróun í landbúnaði, sjá til þess að bændur hafi sitt lifibrauð, að markaðir séu stöðugir, að fram- boð af mat sé nægilegt, og að mat- væli séu á sanngjörnu verði fyrir neytendur. Aðlögun landbúnaðarstefnunnar að breyttum tímum hafi hins vegar haft í för með sér að mörgum finn- ist erfitt að átta sig á hvernig kerf- ið virki. Þá hafi landbúnaðarstefna ESB jafnan verið gagnrýnd fyrir eyðslu á almannafé, flókið styrkja- kerfi og skriffinnsku. „Gagnrýni á landbúnaðarstefnu hins opinbera er því alls ekki einskorðuð við Íslendinga.“ olikr@frettabladid.is MAGNÚS BJARNASON LANDBÚNAÐAR- OG BYGGÐAÞRÓUNARSTJÓRI ESB Til að bregðast við því hversu fátt ungt fólk leggur fyrir sig landbúnað hefur ESB hafið aðgerðir til að laða yngra fólk að stéttinni. Aðeins 6% bænda í löndum ESB eru undir 35 ára aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Landbúnaðarstefna ESB bætir hag flestra Doktor í stjórnmálahagfræði segir að búast megi við andstöðu gegn landbúnaðar- kerfi ESB frá þeim sem vanist hafi opinberri meðgjöf. Aukið vöruúrval og lægra verð matvæla skipti þó máli. ESB setji 363 milljarða evra í landbúnað til 2020. Fram kemur í grein Magnúsar Bjarnasonar í Vísbendingu að um helmingur tekna í landbúnaði hér byggist á innlendum styrkjum, svo sem bein- greiðslum, kvótum, tollum og niðurgreiðslum. Hann segir hlutfallið svipað í Noregi, um 25 prósent hjá ESB, nær tíu prósentum í Bandaríkjunum, fimm prósent í Ástralíu og eitt prósent á Nýja-Sjálandi. „Á Íslandi mun ESB-aðild valda umtalsverðum breytingum á styrkjakerfinu og framleiðslunni– sem krefst nokkurra ára aðlögunartíma– en hvorki styrkir né framleiðsla mun leggjast af hérlendis frekar en annars staðar í Evrópu.“ Magnús bendir á að ESB og Evrópuþingið ráðgeri á árunum 2014-2020 að verja 278 milljörðum evra í beingreiðslur og markaðsstuðning og 85 milljörðum evra í þróunarverkefni í sveitum. Þetta samsvari þjóðarfram- leiðslu Íslands í 35 ár. „En Íslendingar fá ekki krónu af þessu fé því þeir standa utan Evrópusambandsins.“ Ísland og samanburður við önnur lönd LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á dreifingu á sjón- varpsþáttunum Biggest Loser í gegnum vefsíðuna deildu.net er á lokastigi. Einn maður er grunaður um að hafa dreift þáttunum, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuð- borgarsvæðisins. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur og er búsett- ur á höfuðborgarsvæðinu, var handtekinn vegna rannsóknar lögreglu fyrir nokkru. Lögregla lagði hald á tölvu- og símabúnað mannsins vegna rann- sóknar málsins, segir Friðrik Smári. Skjárinn ehf., sem á og rekur sjónvarpsstöðina SkjáEinn, kærði ólögmæta afritun og dreifingu þess manns sem liggur undir grun á þáttum úr sjón- varpsseríunni. Skjárinn telur að með dreifingunni hafi maðurinn valdið stöðinni miklu tjóni. Skjárinn telur að með því að dreifa þáttunum hafi maðurinn brotið gegn bæði höfundalögum og almennum hegningarlögum. - bj Rannsókn lögreglu á dreifingu á sjónvarpsþáttunum Biggest Loser að ljúka: Maður um þrítugt handtekinn YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Friðrik Smári Björgvinsson segir að lagt hafi verið hald á tölvu- og símabúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PEKING, AP Í opinberri heimsókn Vladimírs Pútín, forseta Rúss- lands, til Kína í næstu viku vonast kínversk yfirvöld til að þjóðirnar undirriti samning um stórkaup Kínverja á rússnesku gasi. Samningurinn er metinn á hundruð milljarða íslenskra króna. Meira en áratugur er síðan samningaviðræður hófust. Þá náðu þjóðirnar ekki saman um verð á gasi. Bandarísk yfirvöld hafa þrýst á kínversk yfirvöld að hætta við samninginn vegna framgöngu Rússa í Úkraínu. - ih Pútín heimsækir Kína: Kínverjar kaupa rússneskt gas Ástralía 2. til 18. október Nú er allra síðasta tækifærið til þess að bóka far í þessa ferð Ferðask r i f s to fa Ley f ishaf i Ferðamannastofu Verð á mann í tvíbýli kr 654.500 Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295 eða á tölvupósti info@iceline.isIceLine Travel Nánari ferðalýsing á www.iceline.is Sydney, Brisbane, Fraser Island, þjóðgarðar o.fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Auglýsing frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Boðnir eru fram eftirtaldir framboðslistar við bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ 31. maí 2014 B - listi Framsóknarflokksins D - listi Sjálfstæðisflokksins M - listi Íbúahreyfingarinnar S - listi Samfylkingarinnar V - listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs X - listi Mosfellslistans Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Þorbjörg Inga Jónsdóttir Haraldur Sigurðsson Valur Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.