Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 8

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 8
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skautafélag Reykjavíkur auglýsir eftir íþróttastjóra Skautafélag Reykjavíkur leitar að duglegum og metnaðarfullum einstaklingi til að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf hjá félaginu. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.skautafelag.is Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2014, verður haldinn miðvikudaginn 4. júní kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 2. maí 2014 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar ÁRSFUNDUR 2014 LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA REYKJAVÍKURBORGAR Starfsemi LsRb 2013 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2013 2012 Samtals Samtals Iðgjöld 1.901 1.795 Lífeyrir -2.929 -2.710 Fjárfestingartekjur 5.108 4.783 Fjárfestingargjöld -99 -81 Rekstrarkostnaður -70 -66 Hækkun á hreinni eign á árinu 3.910 3.721 Hrein eign frá fyrra ári 61.924 58.203 Hrein eign til greiðslu lífeyris 65.835 61.924 Efnahagsreikningur Verðbréf með breytilegum tekjum 6.083 3.284 Verðbréf með föstum tekjum 57.949 57.265 Veðlán 908 1.113 Aðrar eignir 940 293 Kröfur 58 52 Skuldir -104 -83 Hrein eign til greiðslu lífeyris 65.835 61.924 Kennitölur Nafnávöxtun 8% 8% Hrein raunávöxtun 4,2% 3,4% Hrein raunávöxtun – 5ára meðaltal 3,4% 3% Fjöldi sjóðfélaga 613 668 Fjöldi lífeyrisþega 3.027 2.906 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% Fjárhagsstaða skv. tryggingafræðilegri úttekt Með framtíðar endurgreiðslu launagreiðanda á greiddum lífeyri Eign umfram heildarskuldbindingar í % 28,9% 27% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -17,8% -19,8% Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LsRb 2013 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn sjóðsins eru Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður, Ása Clausen, Jón Fjörnir Thoroddsen, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson. Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, Sími 5 400 700 - lss@lss.is - www.lss.is KJARAMÁL „Menn vilja ekki vinna yfirvinnu. Það er það eina sem mér dettur í hug. Menn eru ekki glaðir með þessi lög,“ segir Hafsteinn Páls- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Alþingi setti lög í fyrradag sem banna tímabundið allar verkfallsað- gerðir flugmanna. Flugmenn eru reiðir yfir lögun- um. Þeir telja að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum þeirra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að hverj- um og einum sé það í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu eða ekki. Hann segir að hingað til hafi það ekki verið vandamál að manna þó einhver forfallist. „Við hljótum hins vegar að skoða málin upp á nýtt ef flugmenn vilja ekki vinna yfir- vinnu,“ segir Björgólfur. Icelandair felldi í gær niður flug til Denver í Bandaríkjunum og flug frá Denver til Íslands fellur niður í dag. Icelandair segir að skortur á flugmönnum og flugstjórum hafi valdið því að fella varð flugið niður. Þá varð seinkun á flugi til og frá Glasgow í Skotlandi í gær og var véla- skortur talinn valda því. Samninganefndir flugmanna og Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboðið fyrir Icelandair hafa ekki verið boðaðar til fundar. Samkvæmt lögum sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hafa þeir frest til 1. júní til að ná samningum við Icelandair. Takist það ekki fer málið í gerðardóm sem á að fella úrskurð fyrir 1. júlí. - jme Fella varð niður flug til og frá Denver í gær: Flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu ENGA YFIRVINNU Flugmenn hjá Ice- landair eru reiðir yfir lögum sem Alþingi setti og banna tímbundið verkfallsað- gerðir þeirra. Þeir hafna yfirvinnu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fund- um þingsins verði frestað frá 16. maí 2014 eða síðar, ef nauð- syn krefur, til 9. september 2014. Þannig hljóðaði þingsályktun- artillaga forsætisráðherra sem hann bar fram síðdegis í gær. 54 mál voru á dagskrá Alþing- is og voru flest þeirra afgreidd. Skuldaleiðréttingafrumvörp rík- isstjórnarinnar urðu að lögum, annars vegar frumvarpið um séreignarsparnað og hins vegar frumvarpið um leiðréttingu höf- uðstóls verðtryggðra lána. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fram breytingartillögu við frumvarpið um leiðréttingu á höfuðstól verð- tryggðra lána. Breytingartillagan fól í sér að hvorki hjón sem eiga hreina eign upp á 30 milljónir né þeir ein- staklingar sem eiga hreina eign upp á 20 milljónir fái leiðrétt- ingu. Þá lagði Árni Páll til að þau fimm prósent þjóðarinnar sem eru ríkust fái enga leiðréttingu. Breytingartillagan var felld ásamt öðrum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Þá var frumvarp um veiðigjöld afgreitt sem lög frá Alþingi. Mál voru afgreidd á færibandi á þingi í gær. Má þar nefna lög um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði, lög um lífsýnasöfn og lög um ýmsar gjaldskrárlækk- anir. johanna@frettabladid.is Skuldaleiðréttingar og veiðigjöld í höfn Alþingimenn eru á leið í sumarfrí. 54 mál voru á dagskrá á síðasta þingfundi og voru flest þeirra afgreidd. Næsti þingfundardagur verður 9. september að öllu óbreyttu. LANGIR DAGAR Þingfundir hafa verið langir og strangir undanfarna daga og hafa þeir staðið fram á kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL LÖGREGLUMÁL Í ákæru sérstaks saksóknara gegn þrettán starfs- mönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingarvara fyrir brot á samkeppnislögum er greint frá tölvupóstsendingum og tugum sím- tala þar sem ólöglegt verðsamráð var rætt. Samkvæmt ákærunni áttu brotin sér stað frá 13. september 2010 til 3. mars 2011. Nokkrum vikum síðar handtók lögregla og yfir- heyrði hátt í tuttugu manns vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Vörustjóri grófvöru hjá Húsa- smiðjunni hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum vegna rannsóknar og ákæru sérstaks sak- sóknara. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Húsasmiðjunnar að sex starfsmenn félagsins hafi verið ákærðir. Ekki var talin ástæða til að fleiri færu í leyfi. Byko sendi einn starfsmann í leyfi fyrir rúmri viku. Í tilkynningu sem Guðmund- ur H. Jónsson, forstjóri Byko, sendi frá sér á þeim tíma kom fram að alls fimm úr starfsliði fyrirtækis- ins hefðu verið til rannsóknar. - hg Starfsmaður Húsasmiðjunnar í tímabundið leyfi: Vísað í upptökur og tölvupóst í ákæru VERSLUN Í tilkynn- ingu Húsa- smiðjunn- ar segir að ákæran sé fyrirtæk- inu von- brigði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.