Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 90

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 90
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58 TÍST VIKUNNAR Atli Fannar @atlifannar 16. maí Ógeðslega dýrt að búa á Íslandi. David James var búinn að þéna hátt í fjóra milljarða en fór gjaldþrota frá Vest- mannaeyjum. Þossi @thossmeis- ter 16. maí Jæja Hafn- firðingar það verður langt í að þið fáið sam- einingu við Reykjavík með því að standa ykkur svona....#Haukar Ólafur Arnalds @OlafurArn- alds 16. maí I’ve done on avg 5 interviews per day for the last weeks but still the only google alerts I get are torrents of my music. Hanna Eiríks- dóttir @Hannaeir 15. maí Kaffi List er að opna aftur. Ætli pabbi byrji aftur að djamma? Hin árlegu Chopard-verðlaun voru afhent á kvikmyndahátíðinni í Cannes á fimmtudaginn en þau hafa verið veitt tveimur ungum leikurum síðan árið 2001. Er verð- laununum ætlað að heiðra framlag þeirra í kvikmyndabransanum og hvetja þá áfram í sinni list. Verðlaunahafarnir í ár eru Adèle Exarchopoulos og Logan Lerman. Adèle er frönsk leikkona og er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Adèle í kvikmyndinni Blue is the warmest colour. Fyrir þá frammi- stöðu hlaut hún Gullpálmann í fyrra og er yngsti listamaðurinn til að hljóta þau verðlaun, en hún er fædd árið 1993. Lerman er bandarískur leikari sem leikur aðalhlutverkið í Percy Jackson-myndunum. Þá hefur hann einnig leikið í myndum á borð við The Butterfly Effect, The Number 23 og Noah. - lkg Tveir ungir leikarar heiðraðir í Cannes Adèle Exarchopoulos og Logan Lerman hlutu Chopard-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. SIGURVEGARAR Logan Lerman og Adèle Exarchopoulos með Cate Blanchett. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ■ Audrey Tautou ■ Hayden Christensen ■ Gael García Bernal ■ Marion Cotillard ■ Diane Kruger ■ Shailene Woodley ■ Jonathan Rhys-Meyers ■ Léa Seydoux ➜ Aðrir sem hafa fengið Chopard- verðlaun VONARSTRÆTI ★★★★★ Kvikmynd Leikstjóri: Baldvin Z AÐALHLUTVERK: HERA HILMARS DÓTTIR, ÞORSTEINN BACHMANN OG ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON. Ég hef lagt mig fram í gegnum tíðina við að fara á allar íslenskar kvikmyndir. Sumar hafa hreyft við mér, sumar alls ekki. En aldrei hef ég áður séð íslenska kvikmynd eins og Vonarstræti. Því ætla ég hrein- lega að skella fram þessari bláköldu fullyrðingu og mun berjast fyrir því að verja hana með kjafti og klóm um ókomna tíð: Vonarstræti er besta íslenska kvikmynd sögunnar. En það er eiginlega ekki nóg til að lýsa gæðum myndarinnar. Hún er nefnilega ekki aðeins besta mynd íslenskrar kvikmyndsögu held- ur getur hæglega keppt við stórar kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Það sem gerir þessa mynd svona stórkostlega er mjög einfalt. Hér eru engir veikir hlekkir. Því keðj- an er jú bara jafn sterk og veikasti hlekkurinn. Auðvitað eru hlekkirnir missterkir en enginn fárveikur. Sterkasti hlekkurinn þegar kemur að leik, að öllum öðrum ólöstuðum, er Þorsteinn Bachmann. Aldrei hef ég séð íslenskan leikara túlka sína persónu jafn vel. Þorsteinn fer ekki í eina sekúndu klisjukennda eða yfirborðslega leið í hlutverki fylli- raftsins Móra. Þorsteinn þarf engan stuðning. Engar myndrænar lýs- ingar á því sem hann ber með sér. Hann segir það allt en þó minnst í orðum heldur í andardrætti, augna- tilliti, hreyfingum og tóni. Ég sakn- aði hans þegar hann var ekki á skjánum og hann á þann heiður að hafa verið fyrstur íslenskra leikara til að græta mig í bíó. Ég hef nefni- lega aldrei grátið yfir íslenskri bíó- mynd fyrr en á Vonarstræti. Og nei, ég táraðist ekki bara. Ég hágrét. Og þegar myndinni lauk hélt ég áfram að gráta. Bravó, Þorsteinn, bravó. Ég vona að allt Ísland, allur heim- urinn fái að njóta þinna hæfileika. Það sama má segja um leikstjórann Baldvin Z. Með þessari mynd skipar hann sér í röð okkar fremstu leik- stjóra. Það sem kom líka skemmtilega á óvart voru aukaleikararnir. Valur Freyr Einarsson stal senunni marg- oft sem „bankaspaðinn“. Hann hefði hæglega, líkt og Þorsteinn, getað haft sinn karakter algjörlega á yfir- borðinu. Það gerði hann svo sann- arlega ekki og frammistaðan var eftir því. Aukaleikarinn sem snerti mig hvað mest var þó Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir. Hún var í nokkrar sek- úndur á tjaldinu. Átti örfáar línur. En hlutverk hennar var gríðarlegt í stóra samhenginu. Takið eftir kæru bíógestir – nafna mín nær fullkom- lega að gera það mesta úr sínu hlut- verki og gefur setningu Stanislavsk- is dýpri merkingu: „There are no small parts, only small actors.“ Loks vil ég ávarpa heildina. Alla sem komu að gerð myndarinn- ar. Til að svona verk geti orðið til þurfa allir að leggjast á eitt og gera sitt allra, allra besta. Ég vil þakka þeim fyrir að gefa okkur áhorfend- um þessa mynd. Hún líður mér seint úr minni. Lilja Katrín Gunnarsdóttir NIÐURSTAÐA: Í þessari heild eru engir veikir hlekkir og gæti myndin hæglega keppt við kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Meistaraverk! Besta bíómynd íslenskrar kvikmyndasögu GÓÐ KEMISTRÍA Karakterar Þorvaldar Davíðs og Heru Hilmarsdóttur tengjast á vissan hátt. TÖLVUNARFRÆÐI Lokaverkefni nemenda í Verið velkomin á kynningar á BSc-lokaverkefnum nemenda tölvunarfræðideildar HR, mánudaginn 19. maí og þriðjudaginn 20. maí kl. 10-14. haskolinnireykjavik #haskolinnrvk Verkefni Samstarfsaðili Stofa Dags. Tími Lottó app Betware M105 19. maí 10:00 Heilsan mín í raun og veru TM Software M104 19. maí 10:45 Ársreikningar á netinu Kóði ehf. M105 19. maí 11:30 Challenge.me Challenge.me M105 19. maí 13:00 NetCrawler Men & Mice M104 19. maí 13:45 Mobile Rental Inspector Annata M105 19. maí 14:30 Leiksýningar á Íslandi Leikminjasafn Íslands M104 19. maí 15:15 Fréttaappið CreditInfo M105 20. maí 10:00 RADMAN Hugsmiðjan M104 20. maí 10:45 Íslandsbanka app Íslandsbanki M105 20. maí 11:30 Rafræn beiðnabók Advania M105 20. maí 13:00 Orðspor Háskólinn í Reykjavík M104 20. maí 13:45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.