Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2014, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 17.05.2014, Qupperneq 102
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 „Mig langar að verða víðsýnni og nýta sumrin á meðan ég er í laga- deild til að prófa eitthvað nýtt,“ segir laganeminn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hún hefur ráðið sig í sumarstarf hjá lögreglunni á Hvolsvelli og tekur til starfa í lok þessa mánaðar. „Þetta var búinn að vera leynd- ur draumur í smá tíma. Ég held að þetta sé mjög gefandi starf og felst mikið í að hafa samskipti við fólk. Ég held að þetta henti mér vel því ég er mjög félagslynd. Ég er mjög spennt fyrir þessu starfi því þetta getur bæði verið erfitt og gleðilegt. Ég er nokkuð lífsreynd eftir það sem ég hef gengið í gegnum þannig að ég tel mig geta sinnt þessu vel,“ segir Áslaug en hún ræddi opin- skátt um veikindi í fjölskyldu sinni í þættinum Prófíl á PoppTV í síð- asta mánuði. Áslaug segir ráðningarferlið hafa verið skemmtilegt og krefj- andi en auk hefðbundins vinnuvið- tals þurfti hún að þreyta þrekpróf. „Þrekprófið var blanda af ýmsum stöðvaæfingum, hlaupi, sundi og ýmsu öðru. Það reyndi á en er alveg gerlegt fyrir þá sem eru ekki algjör sófadýr. Ég bjó allavega vel að því að hafa hreyft mig eitt- hvað,“ segir Áslaug glöð í bragði. Áslaug flytur til Hvolsvallar í sumar en býst við því að kíkja til Reykjavíkur í vaktafríum endrum og eins. Hún segir þessa reynslu líka nýtast sér í náminu. „Það hefur lengi tíðkast að laga- nemar starfi hjá lögreglunni yfir sumartímann. Faðir minn, Sigur- björn Magnússon, gerði þetta líka á sínum tíma enda er þetta góð reynsla. Í laganáminu lærum við um margt sem tengist störfum lög- reglunnar. Í þessu starfi er maður í samskiptum við stóran hóp af fjöl- breyttu fólki og ég er mjög spennt fyrir sumrinu.“ liljakatrin@frettabladid.is Úr lögfræði í lögguna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur ráðið sig í sumarstarf hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Faðir hennar, Sigurbjörn Magnússon, gerði slíkt hið sama áður. LAGANNA VÖRÐUR Áslaug segir það hafa tíðkast í gegnum tíðina að laga- nemar starfi hjá lögreglunni á sumrin. MYND/ÚR EINKASAFNI Ég er mjög spennt fyrir þessu starfi því þetta getur bæði verið erfitt og gleðilegt. Ég er nokkuð lífsreynd eftir það sem ég hef gengið í gegnum þannig að ég tel mig geta sinnt þessu vel. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir „Þetta byrjaði þegar ég hitti full- trúa útgáfufélagsins Klett-Cotta sem höfðu verið að gefa út eitt- hvað af íslenskum bókum,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri, en bókin hans, Hvernig ég varð borgarstjóri á Íslandi og breytti heiminum, kom út á ensku á dögunum. „Þeir spurðu hvort ég myndi íhuga að gefa út bók sem varp- aði lítils háttar ljósi á hvað Besti flokkurinn væri og gæti sagt fólki frá þessu. Mér fannst það bara svo sniðugt að ég féllst á þetta,“ segir Jón og bætir því við að hann hafi verið mikið spurður hvort bókin kæmi ekki líka út á íslensku. „Ég býst ekki við því, þetta er meira svona upptalning á því sem hefur gerst og því kannski engar fréttir fyrir Íslendinga,“ segir borgarstjórinn. „Ég hef ekki beint haft neinn gríðarlegan tíma til þess að sitja við skriftir þannig að þetta er svona samsuða úr ýmsum greinum og viðtölum sem birst hafa áður hér,“ segir Jón um bókina. „Þetta er svona lítið kynningarrit um Ísland, Reykja- vík, mig og Besta flokkinn.“ Sjálfur hefur Jón tekið eftir aukn- um áhuga erlendra fræðimanna á störfum hans sem borgarstjóra. „Sérstaklega í Bandaríkjunum, þeir hafa líka smekk fyrir ein- hverju sem er frumlegt og óvenju- legt,“ segir Jón. „Ég fæ líka mikið af fyrirspurnum frá Toronto, núna er borgarstjórinn þeirra í meðferð við krakkfíkn sinni og þau eru lík- legast að velta því fyrir sér hvort annar maður væri hugsan- lega betri í starfið.“ Spurður hvort Besti flokkurinn komi til með að starfa á alþjóðleg- um vettvangi segir Jón það vera ólíklegt. „Ég held að þetta verði ekki endurtekið með þessum hætti, þetta var svo mikið magic-móment.“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara allt svo einstakt, Besti flokkurinn og þetta ævintýri hérna heima, þannig að ég held að allar aðrar tilraunir yrðu léleg eftirlíking.“ baldvin@frettabladid.is Hvernig Jón Gnarr breytti heiminum Bók borgarstjórans Jóns Gnarr var nýlega gefi n út á ensku en Jón lýsir bókinni sem litlu kynningarriti um Ísland, Reykjavík, hann sjálfan og Besta fl okkinn. BESTI BORGARSTJÓRINN Jón Gnarr vekur gríðarlega athygli erlendis. Ég fæ líka mikið af fyrirspurnum frá Tor- onto, núna er borgar- stjórinn þeirra í meðferð við krakkfíkn sinni og þau eru líklegast að velta því fyrir sér hvort annar maður væri hugsanlega betri í starfið. Jón Gnarr STÓRSTJARNA Í ÍSLENSKUM SÖNGLEIK Stórleikkonan Cady Huffman leikur eitt aðalhlutverkið í íslenska söngleiknum Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem frum- sýnt verður í New York síðar í ágúst. „Þetta eru frábærar fréttir, það er rosa- lega mikill heiður og viðurkenning að fá hana í verkið,“ segir Karl Pétur Jónsson, framleiðandi verksins. Um 500 manns komu í prufur fyrir verkið. „Okkur leið eins og litlum skólastrákum þegar við sáum hana mæta í prufuna. Hún söng eins og engill.“ - glp LEITA ENN AÐ BILLY ELLIOTT Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson og aðrir aðstandendur söngleiksins Billy Elliott, sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í mars, leita nú enn að hinum íslenska Billy Elliott. Alls 75 börn komust í gegnum fyrstu síu leikhússins og í dag og á morgun munu þau þurfa að syngja, leika og dansa fyrir framan breska ballettkennarann Elizabeth Greasley og Lee Proud, dans- höfund úr Mary Poppins. - hg GRILL, GIGG OG FH-LEIKURINN Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Pollapönks og Eurovision-fari, eyddi gærkvöldinu heima hjá móður sinni þar sem hann borðaði grillmat og slakaði á í heita pottinum með fjölskyldunni. „Það var fyrst á dagskrá eftir þessa ævintýraferð að slaka á í pottinum með fjölskyld- unni,“ segir Heiðar. Hann og aðrir meðlimir Pollapönks ætla að spila á Olís í Álf- heimum klukkan þrjú í dag og á sunnudag ætlar Heiðar að sjá FH spila gegn ÍBV í Kaplakrika. „Svo ætlum við að hittast, Eurovision- teymið, og grilla saman á sunnudagskvöld.“ - hg „Þetta er ástæðan fyrir því að ég gekk í herinn– ég er ekki mjög fljótur að slá inn texta í tölvu.“ HARRY BRETA- PRINS ÞEGAR HANN TÍSTI Í FYRSTA SINN Á BLAÐAMANNAFUNDI INVICTUS-LEIKANNA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.