Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1976, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1976, Blaðsíða 3
taka næst fyrir SKATTSVIKARA BÆJARINS á undan- förnum árum, þeir hafa haft af bæjarfélaginu stór- ar fjárhæðir. Gera þá kröfu að þeir borgi til baka. Að skera þvf næst upp herör gegn þvf vandræðafólki, sem mánuðum saman og jafnvel árum saman, dreg- ur að borga gjöld sfn til bæjarins. J. F. mun þá hljóta enn meiri hvatningu frá bæjarbúum, en verið hefur að undanförnu, og meiri hvatningu en nokkru sinni fyrr. Þóknun bæjarlögmanns r sfðustu tveimur tölublöðum DAGSKRAR hefur bæjarlögmaður verið borinn þungum sökum, þess eðlis, að hann hafi tekið þóknun fyrir húsasölur (50 þús. pr. hús - mynd var sýnd af kvittun) þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar f gagnstæða átt, þ. e. að enga þóknun ætti að taka sbr. samþykkt bæjar- ráðs frá 2. júlf 1973. Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða að mfnum dómi, sem bæjarstjórn verður að ræða, rann saka og taka afstöðu til. Bæjarlögmaður skýtur sér á bak við og ver sig með samþ., sem gerð var 13. febrúar 1974. Hvergi er hægt að sjá, að samþ. frá 2. júlf 1973 hafi verið felld úr gildi. Hver er skiln- ingur þeirra manna, sem sátu umræddan fund? Lfta þeir svo á, að með samþykkt sinni hafi þeir verið að veita bæjarlögmanni heimild til að taka sérstaka þóknun fyrir húsasölur á vegum bæjarins? Hvers vegna var þá ekki auglýst, að fyrri samþykktin væri úr gildi fallin? Hve margir voru látnir borga og hvenær? i Við þessum spurningum og fleiri f svipuðum dúr verða að fást svör, og það viðhlftandi. Þetta mál hefur borið á góma f bæjarstjórn fyrir nokkrum mánuðum. Þá var þvf þvert neitað, að nokkur þóknun hefði verið tekin fyrir húsasölur á vegum bæjarsjóðs. Hvers vegna var þvf neita ð, þegar svo annað kemur f ljós? Við þessu verða einnig að koma skýr svör. knattspyrno Um sfðustu helgi sigraði lið IBV iiðVölsunga frá Húsavfk með 2 mörkum gegn engu, en alls skoraði lið IBV 4 mörk, en tvö voru dæmd af. - Um næstu helgi fer lið IBV til fsafjarðar ogleik- ur þar við lið IBf. Flugfélag fs- lands hefur ráðgert hópferð með liðinu. Erunokk ur sæti enn laus f þessa ferð og geta þeir, sem á huga hafa fyrir að fara, haft samband við afgreiðslu Flugfélagsins að Skólavegi 2. VQRHREINSUN Eins og undanfarin ár skorar Bæjarsjóður á lóðareigendur, að hreinsa lóðir sfnar hið allra fyrsta. Til þess að auðvelda lóðareigendum starfið munu kranabflar frá Bæjarsjóði aka um götur bæjarins laugardagana 29. maf, 5. júnf og 12. júnf n. k., og taka hrúgur, sem aðgengilegar eru. Lóðareigendur eru beðnir að vera við- staddir þegar bflar taka hrúgur af ióðum þeirra. Bæja rstjóri. AÐALSKIPULAG VESTMANNAEYJA 1975 til 1995 Aður auglýst sýning á aðalskipulagi Vest- mannaeyja verður einnig opin mánudaga og fimmtudaga frá kl. 20. 00 - 22. 00 til og með 21. júnf n. k. Bæjarstjóri. Tilboð Tilboð óskast til sölu á sælgæti og veitinga- vörum um borð f væntanlegu Vestmannaeyja- skipi. Verðlag vara verður að vera innan ramma verðlagsákvæða. - Taka skal tillit til, að söluaðstöðunni fylgir sú kvöð seljanda ber að láta áhöfn skipsins f té fæði miðað við dag- vinnutfma frá kl. 8 að morgni tii kl. 5 að kvöldi. Tilboðum sé skilað fyrir 1. júnf n. k. til Herjólfs h. f., pósthólf 129, Vestmanna- eyjum, og verða þau opnuð samtfmis á skrifstofu félagsins þann dag. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fyr- tækisins, Friðrik Oskarsson, sfmar 98-1792 eða 98- J 239. Stjórn Herjólfs hf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.