Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1981, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1981, Side 1
Munið heitu og köldu lokurnar Franskar og hamborgarar SKÝLIÐ Annar vorboði á ferð Fyrsti vorboðinn, sem get- ið var um í einu bæjarblað- anna í síðustu viku er nú allur. En annar er kominn í hans stað. Skipstjórinn á togaranum Vestmannaey, Eyjólfur Pét- ursson, fann þennan mynd- arlega lunda um borð í skipi sínu, er það var við veiðar við Surtsey. Sagði Eyjólfur að með því að setjast upp um borð hjá þeim hafi lundinn aukið trú skipverja á góða vetrarvertíð, og ekki skaðaði það, að sjór- inn í kringum skipið virtist morandi af fiski, enda voru þeir fljótir á Vestmannaey að fylla skipið. Tveir ungir menn fórust Tveir tvítugir menn, Al- bert Ólason og Guðni Guðmundsson fórust er þá tók út af Heimaey VE, sem rak stjórnlaust til lands s.l. mánudág. Fréttir senda aðstand- endum hinna látnu inni- legustu samúðarkveðjur. Heimaey VE 1, sem er um 250 lesta stálbátur, ný- keyptur til Eyja, fékk net i skrúfuna, er skipið var að veiðum vestan við Vest- mannaeyjar. Skipti þar engum togum að skipið rak stjórnlaust til lands, en á leiðinni tók fyrrnefnda menn út af því, sem fyrr segir. Öðrum skipverjum var bjargað af björgunar- sveitum í landi. ! mSBHaSum Heimaey VE 1 •» ' >XPWÍ' í Um lundann er það að segja að hann var olíublaut- ur, grreyið, er hann kom um borð. Þar var hlúð að honum, Eyjólfur fór með hann heim til sín, enda gestrisinn, kall- inn. Þar fékk iundinn að busla í baðkarinu, og lét hann sér það vel líka. í fyrrdag fór lundinn svo aftur á sjóinn með Vest- mannaey, enda var hann í vetrarbúningi, en kemur aft- ur, vonandi, er vorar og finn- ur þá holu sína hlýja. Sigurgeir á Símanum merkti fuglinn áður en hon- um var sleppt. Lundinn heldur sig langt frá heimkynnum sínum um vetrartímann, geldfuglinn aðallega í sunnanverðu At- lanshafinu, en hinir aðal- lega við strönd meginlands Evrópu, þar sem þeir gera akuryrkjubændum lífið leitt með því að grafa út akur- lendin. Frá ÍBV ÍBV mun halda dansleik föstudaginn 20. febrúar (ann- að kvöld) í Alþýðuhúsinu og hefst fjörið kl. 22.00. Þeim, sem áhuga hafa á að mæta þar og styrkja um leið gott málefni, er bent á að hafa samband við einhvern leikmanna eða knattspyrnu- ráðsmenn. Vissara er að gera það í tíma, þar sem búast má við mikilli aðsókn. Arnað heilla Sextugur er í dag Vilhjálm- ur Árnason frá Burstafelli. Vilhjálmur hefur í mörg ár rekið Þvotta- og efnalaug Vestmannaeyja. Kunnastur er Vilhjálmur undir nafninu „Villi í Straum". Minnum á hrað- þjónustuna! Litmyndaframköllunin hjá okkur tekur ótrú- lega skamman tíma. Tökum allar tegundir litfilma til framköllunar. Reynið þessa góðu þjónustu. KJARNI sf Skólavegi 1 raftækjaverslun Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.