Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.1981, Blaðsíða 2
{ FRÉTTIR ) m Útgefandi: Eyjaprent h.f. - Ábm.: Guðlaugur Sigurðsson. Tölvu- ' setning og offset: Eyjaprent h.f. Upplag: 2000 stk. vikulega. Firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja 1981 Föstudaginn langa voru 11 sveitir mættar til leiks í Alþýðuhúsinu kl. 14.00. Teflt var eftir Monrad-kerfi, sem sumir hafa nú heldur litlar mætur á, og segja að það gefi ekki rétta mynd af þeim úrslitum, sem fást út slíkum keppnum, en þeir viðurkenna þó tilvist þessa kerfis að ýmsu leyti, og þá í því sambandi að nærri er útilokað að halda svona keppni þar sem allir tefldu við alla, því það mundi taka svo langan tíma. Akveðið var að hafa umferðirnar 6, og voru 3 umferðir tefldar á föstudeginum. Það fór ekki framhjá neinum áður en byrjað var að tefla, hverjir ætluðu sér fyrsta sætið, en það voru Nes-menn og höfðu þeir ekki haft um það ófá orð áður en byrjað var. Eftilvill hefur þetta verið gert til þess að hrella bikarhafa, en það voru þeir hjá Ella Pé, sem höfðu gætt hans s.l. ár og ætluðu nú ekki að láta hann af hendi bardagalaust. Eftir fyrri daginn benti nú allt til þess að þetta herbragð þeirra Stef- áns og Þorvaldar myndi heppnast, því þeir náðu í 5 og hálfan vinning, enda fengu þeir góða startbraut, sem var A-sveit Barnaskólans. En það voru líka 4 sveitir, sem höfðu 4 vinninga eftir þennan dag, svo allt gat nú gerst, en það mátti sjá á bikarhöfunum, að ekki leist þeim á þá bliku, sem dró upp og hafði hrannast í kringum og fyrir ofan höfuðið á þeim Nes-mönnum, enda kom það á daginn. Skákirnar, sem tefldar voru á þessum píslar- og dauðadegi Jesú krists, þær voru bara nokkuð góðar hjá flestum. Nú var laugardagurinn liðinn, og upprisudagur frelsarans upprunn- inn, bjartur og fagur (sumir segja að skákmenn séu algerir heiðingjar, þar sem þeir nota aðeins þessa daga til þess að tefla). Ég hygg þó að fátt hefði Kristi verið kærara en vita menn sökkva sér niður í slíkar andlegar hugleiðingar á þessum degi, vitandi um leið, að allflestir þeirra hefðu þó rennt hug- anum til hans og beðið um liðveislu til þess að mala nú andstæðinginn mélinu smærra. Þetta tókst nú eflaust hjá sumum, en því miður ekki hjá öðrum. Ekki hleðst svo allt á einn, að ekki fylgi löstur neinn. Þarna voru 3 nýjar sveitir, sem ekki hafa verið áður í þessar keppni, tvær frá Barnaskóla Vestmannaeyja, og það varð hver sem var að varast að vanmeta þessa drengi þótt ungir væru og mátti sjá það á sumum skák- unum sem þeir tefldu, þó svo þeim tækist ekki sem skyldi að vinna úr þeim stöðum, sem þeir voru búnir að ná. Þarna var sveit frá Elliheimilinu og var það hin aldna kempa Guð laugur Guttormsson frá Lyngfelli, sem hafði fengið sér til fulltingis vin sinn og nágranna Asmund Pálsson á Brimhólum, enda ekki langt þar á milli. Sumir höfðu á því orð, að nú mundi Asi beita einhverjum töfra- brögðum í skákinniog var ekki laust við að sumir kviðu fyrir því að þurfa að tefla móti honum, en ég hygg að hann hafi ekki misnotað kunnáttu sína í þessum leik, en mé er eki grunlaust um að sumir hverjir, sem þarna voru, hefðu notað sér þessa „galdrakúnst", ef þeir hefðu búið yfir þeirri gáfu. Fyrir seinustu umferð mátti nú greinilega sjá að hverju stefndi. Nes- menn voru komnir með 8 vinninga, A-sveit Isfélagsins með 7, hinir með minna. Nú áttu Nes-menn að tefla við Spörvaskjól, sem var með 6 vinn- inga og ef nú spörvarnir hefðu unnið báðar skákirnar þá gat röðin ruglast heldur betur og áfram hefði þurft að tefla til úrslita, en Drottinn minn dýri, sú taflmennska sem fuglarnir sýnud, hún var ekki til þess að húrra fyrir á nokkurn hátt, eða til þess að ná neinum af efstu sætunum, enda unnu Nes-menn báðar skákirnar, þó hefðu þeir líklega átt að tapa annarri, ef rétt hefði verið spilað í restina. Nú úrslitin voru ráðin. Nes-menn með 10 vinninga og nú afhenti formaður félagsins þeim bikarinn, auðsjáanlega með söknuði miklum og eftirsjá, „og beiskur að bergja af“, þá fengu þeir sinn hvorn gullpeninginn með áletrun um þátt- töku í þessari keppni sem 1. verð- laun. Þeir sem kepptu fyrir Nes voru Stefán Gíslason og Þorvaldur Her- mannsson. 2. verðlaun hlaut Blóma- búðin, 8V2 vinning og tvo silfur- peninga, en fyrir hana kepptu Einar Sigurðsson og Elías Bjarnhéðins- son, sannkölluð upprisuhátíð hjá þeim. 3. verðlaun hlaut A-sveit Isfélags- ins en í henni voru þeir Björn í. Magnússon og Kristján Möller. - B jörn var sá eini sem vann allar sínar skákir, þeir fengu líka bronspen- inga. Síðan var röðin þessi í úrslit- unum: Nöfn vinningar: Trésm. Erl. Péturssonar...... 8 (Ólafur Hermannss. og Hallgrímur Óskarsson) Glófaxi...................... 8 (Hrafn Oddsson, Bergvin Oddsson og Lúðvík Bergvinsson) Alþýðuhúsið..................7 V2 (Páll Árnason og Valur Valsson) Spörvaskjól.................. 6 (Óskar Sigmundsson og Sigmundur Andrésson) B-sveit Isfélagsins.......... 5 (Sævar Halldórsson og Daníel Grotefend) A-sveit Barnaskólans.........4'/2 (Auðunn Jörgensen og Sigmundur Andrésson yngri) Elliheimilið................. 4 (Ásmundur Pálsson og Guðlaugur Guttormsson) B-sveit Barnaskólans.........2‘/2 (Gunnar í. Gíslason, Valgarð Jóns- son og Sigfús. G. Guðmundsson). Sigmundur Andrésson. TAÐ- REYKTIR Lamba- sperlar EVJ J0R Hólagötu 28. Stórbændur - Stórbændur! ÚTSÆ.ÐIÐ ER KOMIÐ! Helga - Gullauga - Pintje og Rauðar íslenskar. Áburðurinn er væntanlegur næstu daga. TANGI Lýn 1 Gunnar Ólafsson & Co hfSími 1052 Fermingar í Landa- kirkju næstu 3 helgar 26. apríl 1981 DRENGIR: Bemharð Ólason Hátúni 10 Einar O. Hafsteinsson Höfðavegi 35 Einar F. Þráinsson Boðaslóð 5 Gísli Hjartarson Dverghamri 33 Guðmundur Þ. Sveinsson Brekkug. 15 Gunnar G. Leifsson Illugagötu 48 Gunnar Júlíusson Hólagötu 22 Hafsteinn Gunnarsson Kirkjub.br. 10 Heimir Hallgrímsson Heiðarvegi 56 Óskar Ö. Ólafsson Fjólugötu 5 Sigmar Rafnsson Brimhólabraut 25 Sigurður Ö. Kristjánss. Hrauntúni 31 Sigurjón Þorkelsson Hrauntúni 44 Sigursteinn B. Leifsson Illugagötu 48 Þorsteinn Sigurðsson Illugagötu 39 STÚLKUR: Ásta Ólafsdóttir Breiðabliksvegi 4 Berglind H. Halldórsdóttir Sólhlíð 4 Bryndís Bogadóttir Boðaslóð 25 Bylgja D. Guðjónsdóttir Hólagötu 48 Erna Sævaldsóttir Hrauntúni 46 Ester U. Ingimarsdóttir Helgaf.braut 27 Kristín Jóhannsdóttir Brekastíg 6 Kristjana Þ. Ólafsdóttir Faxastíg 27 Lilja D. Halldórsdóttir Illugagötu 41 Sigríður Kristinsdóttir Brekkuhúsi Sigrún Ágústsdóttir Hólagötu 23 Sigrún Ómarsdóttir Hólagötu 28 Snædís Stefánsdóttir Norðurgarði Svanhvít Ingvadóttir Hrauntúni 41 3. maí 1981. DRENGIR: Erlingur V. Stefánsson Foldahrauni 41 Hafþór Halldórsson Brekkugötu 3 Hafþór Þorleifsson Hólagötu 41 Hallgrímur Þráinsson Höfðavegi 31 Haukur Jónsson Illugagötu 55 Jón S. Adólfsson Hrauntúni 13 Ingólfur A. Amarsson Hrauntúni 16 Sigurður B. Richardsson Brekkugötu 11 Skúli Georgsson Fjólugötu 23 Sveinbjörn Guðmundsson Bröttug. 24 Ægir Ó. Hallgrímsson Hásteinsvegi 16 Örlygur Gunnar Friðriksson Hátúni 16 STÚLKUR: Ásta Hafþórsdóttir Illugagötu 34 Berglind H. Hallgrímsdóttir Illugag. 34 Erla Gyða Hermannsd0ttirVestm.br. 26 Guðbjörg Hermannsdóttir Vallarg. 16 Helga Dís Gísladóttir Herjólfsgötu 12 Hlíf Ragnardóttir Illugagötu 25 Oddný Huginsdóttir Áshamri 20 Rannveig Haraldsdóttir Birkihlíð 22 Rebekka Björgvinsdóttir Vesturvegi 1 la Sigfríð Runólfsdóttir Stóragerði 8 Sigríður Guðmundsdóttir Skólavegi 23 Sóley Stefánsdóttir Ásavegi 22 Una Sigríður Ásmundsdóttir Brimhólum Úlfhildur Ö. Ingólfsdóttir Hásteinsv. 7 10. maí 1981. DRENGIR: Arnoddur Erlendsson Illugagötu 19 Birkir Ingvason Höfðavegi 23 Elías J. Friðriksson Smáragötu 26 Friðrik Sæbjörnsson Foldahr. 41 3f Helgi Berg Viktorsson Illugagötu 30 Jóhann B. Benónýsson Hólagötu 5 Jón Berg Sigurðsson Hólagötu 32 Kristbjörn Ægisson Herjólfsgötu 5 Páll J. Hallgrímsson Hásteinsvegi 35 Tómas Jóhannesson Bröttugötu 9 Zophonías H. Pálsson Smáragötu 15 STÚLKUR: Berglind R. Erlingsdóttir Hásteinsv. 21 Betsý Kristmannsdóttir Hólagötu 40 Erla Björk Gísladóttir Heimagötu 30 Jónína K. Ármannsdónir Hrauntúni 53 Matthildur I. Eiríksdóttir Stórhöfða Metta Ragnarsdóttir Heimagötu 26 Poula K. Kristinsdóttir Vesturvegi 21 Ragnheiður Borgþórsdóttir Bröttug. 8 Sigfríður B. Ingadóttir Brekastíg 3 Sigríður K. Guðnadóttir Sólhlíð 24 Sæunn Ema Sævarsdóttir Faxastíg 14 Valborg Kjartansdóttir Bárustíg 14 Þuríður Ó. Matthiasdóttir Heiðarvegi 28

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.