Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1981, Blaðsíða 4
Frá fundi bæj- arráðs s.l. mánudag Á fundinum var tekin fyrir tillaga að dreifibréfí vegna innheimtu gatnagerðar- gjalda hjá þeim aðilum sem enn hafa ekki gert full skil á álögðum gatnagerðargjöld- um við þær götur sem deilt hefur verið um réttmæti á- lagningar gjaldsins. I bréf- inu er áskorun um að við- komandi falli frá fyrningar- ákvæðum meðan prófmál er rekið. Bæjarráð samþykkti að framangreint bréf verði sent hlutaðeigandi húseigendum. - Málið snýst um, hvort bæjarsjóður hafi rétt til að innheimta gatnagerðargjöld aftur í tímann, en félagsmála- ráðuneytið hafði úrskurðað að svo væri, en þá var Magn- ús H. Magnússon félagsmála- ráðherra. - Nú hefur einn aðili, sem telur sig vera búinn að greiða gatnagerðargjald, í máli við bæjarsjóð. Á þessum fundi lá fyrir listi yfir ónýt og hrunin hús og byggingar, sem og ýmis konar „dót og drasl“, víðs vegar um bæirin, sem byggingafulltrúi og heilbrigðisfulltrúi telja að þörf sé úrbóta á með tilliti til þrifnaðar og slysahættu. Bæjarráð samþykkti að skora á viðkomandi aðila að gera úrbætur. I framhaldi af fyrri um- ræðum um gerð skipurits og starfslýsinga l'yrir bæjarsjóð og stofnana hans, samþykkti bæjarráð að kanna, hvaða möguleikar eru að lá utan- aðkomandi aðila til að vinna úttekt á ákveðnum þáttum í rekstri bæjarlélagsins, og hver kostnaður er slíku sam- l'ara. í framhaldi af frcstun bæj- arstjórnar á al'greiðslu 3. liðar í fundargerð skipulags- og þróunarnefndar l'rá 29. maí s.l„ samþvkkti bæjarráð að vió hönnun gangstígs/gang- stíga um „Skólabrekku" verði haft að markmiði að þcir þjóni jafnl'ramt sem leið fyrir ökutæki í nevðartilfellum. Bæjarráð leggur áherslu á 3ð hönnun ljúki sem fvrst, þannig að verkinu verði lokið fyrir næsta vetur. Lionsmenn hér safna fé til styrktar fötluðum Nú um helgina, 3.-5. júlí gangast Hjálparstofnun kirkj- unnar og Lionshreyfmgin á Islandi í samvinnu við um- ferðarráð, fyrir landssöfnun til styrktar fötluðum. Sam- kvæmt upplýsingum Umferð- arráðs er umferð um landið mjög mikil þessa helgi. Með þessu viljum við gefa lands- mönnum möguleika á að taka þátt í Framtaki í upphafi ferðar. Annarsegar með því að spdhna beltin og leiða hugann að farsælli umferðarhelgi. Hinsvegar að taka hönd- um saman við alla landsmenn við að stofnsetja Styrktar- sjóð fyrir fatlaða. Hér í Vestmannaeyjum Knattspyrna á laugardag Næsta laugardag kl. 14.00 vogsmanna, 2 mörk gegn 1. leika ÍBV og Fram hér í Það er því von stuðnings- Eyjum í 1. deildarkeppninni. manna ÍBV að Eyjabúar fjöl- Síðast léku saman í 1. menni á völlinn á laugardag, deildinni hér ÍBV og Breiða- og hvetji lið sitt til sigurs yfir blik og lauk leiknum með Fram, en fyrri leik liðanna sanngjörnum sigri Kópa- í deildinni lauk með jafn- tefli 1-1. munu Lionsfélagar gangast fyrir söfnuninni og verða söfnunarbaukar staðsettir víðsvegar um bæinn. Vonast Lionsmenn eftir jákvæðum viðbrögðum bæj- arbúa, eins og alltaf áður í slíkum tilfellum og þakkar fyrirfram alla aðstoð. Skrifstofuhúsnæði til leigu Höfum til leigu 2 skrifstofuherbergi á 2. hæð Strandvegs 47, (þar sem áður voru skrifstofur Tangans). Laus strax. Upplýsingar í Eyjaprenti, sími 1210. - ATVINNA Starfsstúlkur óskast að Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, 20. júlí og 1. ágúst. Upplýsingar gefur forstöðukona, á staðnum, í síma 1955. * Sjúkrahús Vestmannaeyja. Vinna við Þjóðhátíð- arundirbúning hefst í kvöld. Mæting við Týshúsið, Heima- götu 35-37. Knattspyrnufélagið Týr. BÍÓ Fimmtudagur 2. 7. Klukkan 8: Flóttinn til Aþenu Sýnd í allra síðasta sinn! Föstudagur 3.7. NÝI SALUR: Diskótekið ÞORGERÐUR frá kl. 9-2. BÍÓ-SALUR: Bíó Laugardagur 4.7. NÝI SALUR: Diskótekið ÞORGERÐUR frá kl. 9-2 BÍÓ-SALUR: Hljómsveitin ÞRÆLARNIR sér um að allir skemmti sér frá kl. 9-2. Klukkan 10: THE FINAL COUNTDOWN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.