Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 3
Féll út af hafnargarði 8 ára gömul stúlka, sem var að leik ásamt fleiri börnum á syðra hafnar- garðinum í fyrrdag, féll út af garðinum í sjóinn. Mjög lágsjávað var er þetta skeði og átti stúlkan ekki möguleika á að komast aftur upp á garðinn. í sama mund bar að vélbát- inn Hafliða, sem var að koma úr róðri, og kipptu skipsmenn þar stúlkunni úr sjónum og fluttu í land. Stúlkunni varð ekki meint af volkinu. Kraftur í dal- vinnunni Týrarar eru nú byrjaðir framkvæmdir í Dalnum fyrir þjóðhátíðina, sem halda á um næstu mánaðamót. Þegar er byrjað að reisa „stóra pallinn“ og sölubúðir og vinna margar hendur að þessum framkvæmdum. Þjóðhátíðin hér í Eyjum verður vafalaust ein stærsta útisamkoma hér á landi í ár, og e'f marka má aðsóknina hingað í fyrra, er útlit fyrir að ekki þurfí að kvíða næstu þjóðhátíð, en allt veltur þetta þó á veðrinu, sem hefur verið með besta móti undanfarnar hátíðir, en allt getur gerst. Því er bara að vona að veður- guðirnir geri ekki upp á milli félaga og verði Tý hliðhollir, eins og Þór i fyrra. Viðskipta- vinir ath.: Nú er stutt í þjóðhátíð og einmitt rétti tíminn til að láta yfirfara þjóð- hátíðartjaldið - nú eða þjóðhátíðarskóna. Eigum ávallt fyrirliggj- andi rennilása í tjöld og silicone-spray fyrir skó, tjöld o.fl. STEFÁN SIGURJÓNSSON Skósmiður Brekastíg 1 - VOR UKYNNING / ídag, fimmtudag, frá kl. 14.00-18.00 ÖLGERÐIN kynnir EGILS app- elsínusafa og sykursnautt SPUR. Sérstsakt kynningarverð verður á þess- um vörum á meðan á kynningunni stendur. Velkomin að smákka - nýtt og betra bragð! TÖFRASTAFURINN FiEST NÚ Á TANGANUM! TÓMATAR næstum helmings VERÐ- LÆKKUN! Rabar- bari á stórlækkuðu verði ALLTTIL SULTU- GERÐAR! T A.NOINN | 1052 | Gunnar Olafsson & Co

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.