Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 1
ERFIÐLEIKAR MEÐ ASBESTRÖRIN Stjórn veitustoínana hcfur samþykkt að hefja útboð á stálpípu í bakrennslislögn frá dælustöð í Löngulág upp að Helgafellsbraut. Þar taka við asbeströr upp á hraun. Mikl- ar bilanir í asbeströrum í bakrennslislögn hafa skapað mikla erfiðleika í rekstri hita- veitunnar. Ekki hefur enn tekist að finna ástæðuna fyrir hinum tíðu bilunum, en alls munu komnar 40 bilanir í asbeströrum frá síðustu ára- mótum. Kosta viðgerðir orð- ið stórfé og minnkar verð- muninn á asbest og stálrör- um allverulega. Flestar hita- veitur á landinu nota asbest- rör með góðum árangri. Hafa tæknimenn ekki getað fundið skýringu á hinum tíðu bilun- um hér í Eyjum. Þrótt fyrir að stjórn veitu- stofnana hafi samþykkt að hefja útboð á einangruðum stálpípum, þá er björninn ekki unninn. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun Hitaveitunnar 1981, og ekki er búið að útvega fjármagn í verkið. Þrátt fyrir að hér sé aðeins verið að tala um að leggja stálrör í lítinn hluta, þá er Nýr haus á blaðið Eins og sjá má á blaðinu, hefur það aðeins breytt um svip, eins og svo oft áður. Guðni Hermansen, listamaður, teiknaði fyrir okkur nýjan haus á blaðið. þetta sá katli sem oltast heiur bilað. Fyrir nptendur veitunnar sem eru meginhluti bæjar- búa skiptir miklu máli að búið verði að ganga frá stál- pípunum íyrir veturinn, því ástandið þegar asljeströrin voru að springa í fyrravetur, lang- ar engan í aftur. Ef ekki tekst að útvega fjármagn í þetta verk, þe. efniskostnað og vinnu við lögn, þá verður að gera þá kröfu til bæjaryfirvalda að fiesta éin- hverjum fiamkva'mdum á þessu ári yfir á næsta ár, en nota fjármágnið til að lána Hita- veitunni í bettá verk. Verið að setja niður varmaskipta á hrauninu. EYJAKJÖR MEÐ ÚTIMARKAÐ Erfíður leikur um helgina N.k. laugardag leikur lið fyrir KA (3-0). Aftur á móti ÍBV við Val í Reykjavík. gekk vel hjá ÍBV um næst- Búast má við að nú verði liðna helgi er þeir lögðu FH róðurinn erfiður hjá ÍBV, þar að velli með 4 mörkum gegn sem Valsarar töpuðu illilega 1. Næsti heimaleikur ÍBV verður við KA þann 19. ágúst n.k., en fyrri leik þessara liða í 1. deildinni lauk með sigri ÍBV, 1-0. Sigurður Jónssön kaupmað- ur í Eyjakjör, var með úti- markað fyrir framan verslun sína að Hólagötu 28 ef'tir hádegi í gær. Voru þar á boðstólum ýmsar vörur á riiðursettu veiði. Aðsögn Sig- urðar tókst þessi tilraun með útimarkað nokkuð vel. Ef veður leyílr verður aftur úti- markaður á morgun föstudag á sama stað frá kl. 14.00 til 19.00. Hugmyndir um útimarkað í Bárugötu voru nijög til umræðti í vor (>»¦ \ar áformað að Félág kaupsvslumanna hefði veg og vanda af mark- aðinum. Ekki náðist sam- staða innan félagsins um mál- ið og hefur því ekkert orðið úr lramkvæmdum. I róleghéitunurn í aðal- sumarleyfismánuðinum okkar Eyjabúá er því útimarkaður ága'tis krydd á tilveruna. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að menn þurfa að koma greinum i btaðið þurfa þær að berast eigi siðar en um hádegi á miðvikudag. Ný ferðaskrifstofa í Reykjavík Nýlega var sett á lagg- irnar í Reykjavík ný ferða- skrifstofa og ber hún heitið Flugferðir/Airtour Iceland. Eigandi ferðaskrifstofunn- ar er Ingólfur Guðnason og sagði hann í stuttu spjalli við blaðið að þessi nýja ferða- skrifstofa leggði áherslu á miðevrópuferðir, auk ferða til Madeira og Grikklands. Meðal ferða til Evrópu eru sigling á Rínaríljóti og lúxus- vika í Amsterdam. Amster- damlerðirnar kosta nú kr. 3400, í heila viku og er inni- falið: ferðir, lúxushótel með fæði: Ingólfur hefur starfað lengi hjá öðrum ferðaskrifstofum og hefur því dágóða reynslu af ferðamálunum. Næsta sumar verða á boð- stólum sólarlandaferðir. Nú í ár er á dagskránni ferð á Kjötkveðjuhátíðina í Rio og auk þess skipuleggur ferða- skrifstofan ferðir til allra heimshorna, í austur og vest- ur. Flugferðir eru til húsa í Miðbæjarmarkaðnum, Aðal- stræti 2 í Reykjavík. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.