Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 2
á FRÉTTIK % Ritstjóri og ábm.: Guölaugur Sigurösson Útgefandi: EYJAPRENT HF. Filmusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hæð Simi 98-1210 BÍLL TIL SÖLU: Mazda bifreið, 323, ár- gerð 1979, 5 dyra, 5 gíra, vél 1400. Bifreiðin er ekin rúmlega 18 þús. km. og er í fuUkomnu lagi og lítur vel úr. Upplýsingar í síma 1977. Auglýsingar Sími 1210 il o Þ E T T G T T A 1 ÝMISKONAR FRÓÐLEIKUR FYRIR ÞIG FJARSÝNI Fjarsýnn maður sér vel frá sér, en á erfitt me6 að sjá þaö sem nær er. Astæðan er sú að brot- kraftur augans er of li'till sem veldur því að Ijósgeislarnir sem lenda eiga í gula punktinum hafa ekki komið saman þegar þeir lenda í augnbotninum. Augað er of lítið eða of stutt fyrir brotkraft- inn, sem veldur þvi að það sem nálægt er verður óskýrt. NÆRSÝNI Nærsýnir sjá illa í fjarlægð en vel í nálægö. Ljósgeislarnir brotna áður en þeir ná augnbotninum og eru farnir að dreifast þegarþeirhittanethimn- una. Þetta gerist vegna þess að augað er of stórt eða of langt miðaö við brotkraftinn eða brot- kraftur augans er of mikill. RANGEYGT Tvær megin orsakir eru fyrir því. Annar vegar stökkbreyting- ar sem leiða til Ijósbrotsgalla í auganu og hins vegar erfðir. Heilinn hefur möguleika á að útiloka sjónina á rangeygöaaug- anu, þannig að sjónin kemur ekki til skynjunar. TILEYGT Sömu orsakirerufyrirtileygðu og rangeygðu, þ.e.a.s. miklir meðfæddir Ijósbrotsgallar og hins vegar eriðir. Heilinn hefur moguleika á að útiloka sjónina á tileygða auganu, þannig að sjónin kemur ekki til skynjunar. SLYS Samkenndarbólga (aphthal- mia symppathica) er algengust blinduorsök af völdum augn- slysa. SJÚKDÓMAR Gláka hefur verið algengur augnsjúkdómur hér á landi. Hún lýsir sér á þann hátt aö sjónsviðið smáþrengist án þess að sjúkling- urinn taki eftir þvi og síðan allt í einu sér hann ekki neitt og er þaö varanlegt. Gláka hefur verið mesti blinduvaldur á íslandi. Sykursýki er mesti skaðvaldur augna á Islandi i dag. FÆÐING Margir meðfæddir augnsjúk- dómar eru til. Til eru börn sem fæðast án augna, en það er mjög sjaldgæft. Retinablastoma kallast mjög illkynja æxli útgengið frá net- himnunni. Það er meðfætt en kemur venjulega ekki i Ijós fyrr en á seinni hluta fyrsta árs. SJÓNSKEKKJA Auga með sjónskekkju hefur óreglulegt Ijóshrot. Sumir geislar brotna meir en aðrir, svo að myndin veröur bjöguð. Mynd af punkti verður kommulaga. Sjónskekkja getur verið svo mikil að gleraugu geta ekki bætt hana til fulls. nAttblinda Sumir menn hætta aö geta myndað sjónarpurpura og sjá þá óvenjulega illa í myrkri. Orsök þessi er skortur á A-fjörva, en kvilli þessi batnar fljótt ef menn neyta þessa fjörefnis. STARFSBLINDA Einstaklingar meö 1/3 sjón. Þessir einstaklingar geta yfirleitt ekki sinnt sínum fyrri störfum. ORÐBLINDA veldur því að fólk á erfitt með að læra að lesa og túlka skrifað mál. LÖGBLINDA er þegar menn fara niðurfyrir vissa sjón, 6/60 eða 10% eða að þeir missa sjónsviö inn fyrir 15% sem kallað er. LITBLINDA er meðfætt afbrigði eða ágalli á sumum mönnum og hafa þeir þá ófullkomna sjón. 5.5% karla. 1% kvenna. Fæðingargallar Algengara er hér á Islandi en hinum Norðurlöndunum, aö börn fæðist með holan góm, en óvitað er um oraskir. I mörgum tilvikum er þó um erfðir að ræða. (mörgum tilvikum er hægt*laga holan góm og skarð í vör og það svo að öll ummerki nánast hverfa eftir aðgerð. Hjartagallar. Af hverjum 1000 börnum sem fæöast eru 6 með einhvern hjartagalla, en þeir eru algengustu fæðingargallarnir. I mörgum tilvikum má laga gallann, en það fer auðvitað allt eftir því hver sá galli er. Vöövasfúkdómar. Algengasti vöðvasjúkdómurinn er Dystrop- hia muscolurum. Það er sjúk- dómur sem gerir vart við sig snemma á aldri. Gangur sjúk- dómsins er misjafn, ýmist hrað- ur eða hægur eftir atvikum, en einkenni eru fyrst og fremst kraftleysi í vöðvum sem fer vax- andi með árunum. Kloflnn hryggur. Sá fæðingar- galli er fólginn í því að hryggur- inn lokast ekki alveg við fóstur- myndun og vex þá mænan í flestum tilvikum út úr bakinu og myndar kúlu á bakinu. Börn sem fæðast með klofinn hrygg eru flest lömuð fyrir neöan mitti. Vatnshofuö. Oft er samband milli vatnshöfuös og klofins hryggs. Það kallast vatnshöfuð þegar vatn safnast saman í höfð- inu niilli heilabarkar og hörunds. Hægt er að draga úr vatnssöfn- uninni með því að setja ventil á slöngu sem leidd eru úr höfðinu niður í kviðarhol. Ath.: Af hverjum 100 börnum sem fæðast eru 4 með einhverja fæðingargalla sem finnast á fyrsta ári. Orsaklr: Ýmis lyf geta valdið skaða á fósturskeiði. Röntgen- geislar eru afar varhugaverðir. Vírussjúkdómar ýmis konar geta valdið skaða á fóstri. Rauðir hundar eru afar varhugaveröir ef konur smitast á meðgöngutím- anum. Geta þeir valdið heyrnar- leysi á fóstrinu og öörum skaða. Til að fyrirbyggja slíkt eru konur sem ekki hafa fengið rauða hunda, bólusettar. Enginn þorði . . . Fyrirlesari nokkur lagði eitt sinn 331 pillu í skál. Pillurnar litu allar eins út. 1300 þeirra var bara natrón, í 30 var skaðlaust höfuðverkjarduft, en 1 var gerð úr cyankalium og bráðdrepandi. „Hve margir meöal viðstaddra þora aö hætta á að gleypa eina pillu?" spurði maðurinn. Enginn þorði. „Það lítur ekki út fyrir að neinum liggi á núna," hélt maðurinn áfram, „en ykkur þykir ef til vill fróðlegt að heyra, að af hverjum 331 bílstjóra sem eykur hraðann við atnamót til aö komast yfir áður en Ijósið skiptir á rautt, lætur einn lifið." Aheyrendur fóru þöglir og hugsandi af fundinum, en höfðu lítið skiliö. Enginn reiknaði með, að „cyankalium-pillan" væri í eigin bíl og ekki heldur, að hann yrði næsta fórnarlamb við um- ferðarsljós .... Öhamingja okkar vegfarenda er sú, að enginn reiknar með að „neitt geti komið fyrir mig." En allir vita að næsta slys á eftir að eiga sér stað . . . Að svala forvitni sinni Það grípur oft sérkennileg til- finning um sig þegar fólk sér og heyrir sjúkraflutningabifreið þjóta um goturnar með blikkandi Ijósum og sírenuvæli. Sá viðbúnaður er notaður til að auð- velda sjúkrabifreið að komast sem fyrst á slysstað, en oft geta fáeinar mínútur ráðið úrslitum um hvernig hinum slasaða reiðir af. Þaö er hins vegar jafn algengt að sjá röð bifreiða elta sjúkrabif- reiðina og fólk hópast utan um slysstaöinn. Lögregla og sjúkra- flutningsmenn hafa kvartað undan þessum ágangi forvitinna vegfarenda og bent réttilega á að átroðningurinn geti hindrað þá viö störf með hinum alvarleg- ustu afleiðingum. Við biöjum nú fólk að íhuga, hvort sé mikilvægara annars vegar að svala forvitni eða hins vegar að gefa sjúkraliðum næði til að koma slösuðum eða veikum sem greiðast á sjúkrahús þar sem um lif eða dauða getur verið að tefla. LAUSAR STÖÐUR Hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: a) Staða aðstoðarmanns aðalbókara: Starfið felst í merkingu fylgiskjala f. tölvu- bókhald, endurreikning fylgiskjala, auk ýmiskonar úrvinnslu á bókhaldsupplýsing- um vegna innra eftirlits o.íl. Bókhaldsmenntun og/eða reynsla æskileg. b) Staða skrifstofiimanns: Starfið felur í sér alhliða skirfstofustarf, þar sem viðkomancii mun vinna ýmist við afgreiðslu, vélritun og skjalavörslu, launa- vinnslu í tölvu o.fl. Æskilegt er að umsækjendur um báðar þessar stöður geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir bæjar- ritari í síma 98-1088. Umsóknum skal skilað á Bæjarskrifstofuna, Ráðhúsinu fyrir 27. ágúst n.k. RAFVIRKINN auglýsir: Alhliða raflagnaþjónusta Nýlagnir og viðgerðir í húsum - bílum og heim- ilistækjum. l>afpirkinn r Raftækjavinnustofa Hrauntúni 15 Sími' 1465 DDDÖDDDDDDDaDDDDaDDDDDDODDDDDDDQD Nokkur strá. Hafnfírðingurinn var í sólarfrii á Spáni og til stöðugra vandreða á barnum. Barþjónarnir voru farnir að hafa verulegar áhyggjur af þvi hvað taka skyldi til bragðs. Svo kom sirkus til bæjarins. Þeir fengu lán- aða górillu úr sirkusinum og geymdu hana frammi i eldhúsi. Þegar Hafn- fírðingurinn fór að láta ófriðlega var górillunni sleppt fram í salinn og upphófust þá römm og hörð átök. Eftir mikinn atgang Iagði Hafnfírðingurinn górilluna að velli stóð upp, hristi af sér rykið og sagði: Þessir andskotans Vestmannaey- ingar. Það er sama hvar þeir eru, alltaf halda þeir að þeir geti ráðið öllu bara af þvi að þeir eru með nokkur strá á brjóstinu.... aDDaDDaODDDDDDDDaDDDaDDDODDDDDDOD aoDooooooooooooooaooooooooooooaoa HÓLAGOTU 28 ATVINNA Starfsmaður óskast. Til greina kemur aðeins vanur kraftur. J<OSTAKJÖR SKÓLAVEGI21 - SÍMI2220

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.