Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 4
FRÁ BARNASKÓLANUM Foreldrafundur verður í Barnaskólanum miðvikudaginn 30. september nk. Þetta er hópfundur. Námsefni hvers aldurs rætt og kynnt. Áhugasamir foreldrar láta sig ekki vanta! Nemendur koma með nánari tilkynningu. Skólastjóri Frá Rafveitu Vestmannaeyja: Lokunaraðgerðir vegna vangreiddra orku reikninga, hefjast í byrjun næstu viku. Gjaldfrestur reikninga er 15 dagar frá útsendingardegi að telja. Rafveita Vestmannaeyja BÍLL TIL SÖLU Renault 12, árgerð 1971. Góður bíll á góðu verði. Til sýnis hjá Bifreiðaeftirlitinu. PRENTUM: Nótubækur, reikninga, kvittanir, blöð, bækur, tfmarit. - EYJAPRENT Sími 1210 t HAMINGJUÓSKIR Til hamingju meö ríkisaldurinn Guðlaugur Friðþórsson, lllugagötu 49. Með bestu kveðjum Dönitz auglýsinga- sími 1210 GAMLAR MYNDIR ÚR EYJUM Ljósm.: Sigurgeir r A lunda balli Þann 15. október 1976 er þessi mynd tekin áLunda- balli. Siður sá er viðhafð- ur á lundaballi að hafa reiptog milli bjargveiði- manna, en þarna eru Hell- iseyingar að vinna reipið. Tilraun til samgöngu bóta Þarna gefur að líta loft- púðaskip, frá breska fyr- irtækinu „Hoovercraft“, en farartæki þetta var reynt hér milli lands og Eyja í ágúst 1967. - Jón lóðs er þarna að skrifa eitt- hvað niður, en eins og allir vita reyndist ,,skip“ þetta ekki vel við íslenskar að- stæður, en tækninni hefur fleygt fram hin síðari ár, og eru nú loftpúðaskip t.d. í daglegum ferðum milli Englands og meginlands Evrópu og reynast vel þar. Hreyfíng í video- málunum Nú virðist vera að koma kippur í videomálin, eitir að Dverghamarshverfið var tengt saman. íbúar tveggja Foldahraunsblokkanna hafa tekið sig saman um samteng- ingu og hefur verkið verið boðið út. Fleiri aðilar munu vera með könnun í gangi um samtengingu. Það líður þá ekki á löngu þar til meirihluti bæjarbúa hefur aðgang að lokuðum sjónvarpskerfum, en slík kerfi eru farin að valda kvik- myndahúsaeigendum og reyndar ríkisútvarpinu sjón- varpi verulegum áhyggjum, sem eðlilegt er. Þarna er um tiltölulega ódýra leið til að fá það sem fyrrnefndir aðilar bjóða uppá. Fólk situr bara heima við sjónvarpið og getur valið um kvikmyndir og ann- að afþreyingarefni fyrir sára- lítið verð og jafnvel eftir eigin smekk. Kostnaður við slík kerfi er, eins og fyrr segir tiltölulega lítill, og jafnvel kostar ekki meira fyrir t.d. 36 íbúða blokkir að sjá eina bíómynd, en sem nemur verði eins bíómiða fyrir einn mann. smmfmmúii HAFNAR- STJÓRN................ þriðjudag 22/9 ’81: ....Ákveðið að endurnýja endur- skinsmerkið á Klettsnefi. Hermann Guðjónsson verkfr. hjá Hafnarmálast. sér um að útvega merkið hjá Vitamál. ■ ....Hafnarst jórn vill af gefnu til- efni beina þeim tilmælum til olíuafgreiðslumanna og vél- stjórnarmanna að þess verði gætt að ekki renni olía í höfnina. ■ ....Erindi frá Mattíasi Oskars- syni Illugagötu 4. þar sem hann sækir um lóð á Eiðinu, 2500 m2 fyrir norðan netaverkstæðið og austan skipalyftuna. Hafnarstjórn samþykkir er- indið með venjulegum fyrir- vara um að teikningu verði skilað innan 6 mánaða og að framkvæmdir verði hafnar inn- an 12 mánaða. ■ ....Erindi frá timbursölu Þórðar Strandvegi 79. Þar sem sótt er um lóð fyrir timbursölu og einingatrésmiðju, stærð 2500m2 Hafnarstjórn samþykkir er- indið þó þannig að þeim verði úthlutað næstu lóð fyrir austan þá lóð sem ncfnd er að ofan. Lóðin er úthlutuð með venju- legum fyrirvara um að teikn- ingu verði skilað innan 6 mán. og að framkvæmdir verði hafn- ar innan 12 mánaða. Hafnarstjórn leggur áhcrslu á að ofangreindar lóðir verði byggðar svipuðum húsum og beinir því til aðila að haft verði samráð um útlit húsanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.