Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 13
137. DESEMBER 2013
Bókmenntakynning MFÍK
Árleg bókmenntakynning MFÍK verður laugar-daginn 7. desember í
MÍR salnum við Hverfisgötu 105.
Upplesturinn hefst kl. 14. Húsið opnar
13.30 Glæsilegt kaffihlaðborð 1.000
krónur. Ágóði af kaffisölu rennur til
útgáfu bókar um sögu MFÍK sem nú
er í smíðum.
Eftirtaldir höfundar kynna verk sín:
Anna Karin, Ása Marin
og Helga Björk: s
másögusafnið Bláar dyr
Vigdís Gríms:
Dísusaga, konan með gulu töskuna
Amal Tamimi: Von
Berglind Gunnarsdóttir:
Ekki einhöm
Sigrún Helgadóttir: Faldar og skart
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir:
Alla mína stelpuspilatíð
Guðný Hallgrímsdóttir:
Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur
Ragnar Stefánsson: Það skelfur
Menningar og friðarsamtökin
MFÍK eru elsta friðarhreyfing á
landinu sem enn er starfandi. Þau
voru stofnuð árið 1951 og hafa starfað
samfellt í yfir 60 ár. Félagar eru tæp-
lega tvö hundruð, á aldrinum 4 til 102
ára, eingöngu konur.
Markmið samtakanna er að sam-
eina allar konur án tillits til trúar
eða stjórnmálaskoðana til baráttu
fyrir alheimsfriði og afvopnun, og
efla samvinnu kvenna í þágu friðar,
mannréttinda og menningar.
Fögnum friði og fjölmenningu í Viðey
Haldið verður upp á frið og fjölmenningu með skemmtilegri samveru-
stund fyrir fjölskyldur í Viðey
sunnudaginn næstkomandi,8. des-
ember. Fjölbreytt dagskrá er í boð
sem hefst klukkan 14.15 og lýkur 17.
Í Viðeyjarstofu mun Elsa Niel-
sen, annar höfundur Brosbókar-
innar, lesa upp úr bókinni sem er
nútímalegt ævintýri þar sem allt
getur gerst. Myndskreytingarnar iða
af lífi og leik og gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn. Í kjölfarið
verður föndrað og börn frá ýmsum
löndum syngja jólalög á mörgum
tungumálum. Kaffihúsið í Viðeyj-
arstofu verður opið allan daginn og
þar verður hægt að kaupa ljúffengar
veitingar. Að lokum verður boðið
upp á göngu að Friðarsúlu Yoko
Ono, fræðst um verkið og fylgst
með tendrun Friðarsúlunnar. Hér er
einstakt tækifæri fyrir fjölskylduna
að njóta friðar og fjölmenningar í
skemmtilegu umhverfi Viðeyjar.
Ferjusiglingar frá Skarfabakka eru
kl.13:15,14:15 og 15:15. Ferjusigl-
ingar frá Viðey eru á klukkutíma
fresti frá kl.13.30 til 16:30 og svo
í kjölfar tendrunarinnar kl.17.00.
Þátttaka er ókeypis fyrir utan
ferjutollinn og skráning fer fram á
elding@elding.is. Gjald í ferjuna er
kr.1.100 fyrir fullorðna og kr.550
fyrir börn (7 – 15 ára) en börn yngri
en 6 ára sigla frítt.
Dagskráin er samstarfsverkefni
Listasafns Reykjavíkur, Borgar-
bókasafns, Viðeyjar og Móðurmáls:
Samtaka um tvítyngi.
Byggt á frétt á www. reykjavik.is
Jólapakkinn minn
– Sælla er að gefa en þiggja
Það er óhætt að segja að það ríki jólaleg stemning í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti
10. en þann 1. des. , fyrsta sunnudag
í aðventu, opnaði HANDVERK OG
HÖNNUN nýja sýningu á Skörinni.
Þegar tuttugu aðilar eru fengnir til
að útbúa jólapakka eftir sínu höfði er
útkoman stórskemmtileg. Jólapakk-
arnir eru 60 talsins af öllum stærðum
og gerðum og jafn fjölbreyttir og
þeir eru margir. Hver sýnandi skilaði
a.m.k. tveimur pökkum.
Þeir sem eiga jólapakka á sýn-
ingunni eru: Anna Leoniak, Anna
Þórunn Hauksdóttir, Áslaug Jóns-
dóttir, Björg í bú (Edda Gylfadóttir
og Helga Björg Jónasardóttir, Deqqor
(María Manda), Gerist (Friðgerður
Guðmundsdóttir og Kristín Birna
Bjarnadóttir), Helga Mogensen,
Himneskir herskarar (Páll Garðars-
son), Hugrún Ívarsdóttir/ íslensk.is,
Inga Sól Ingibjargardóttir, Ingibjörg
Hanna, Ingiríður Óðinsdóttir, Íris rós
Söring, Katý (Katrín Jóhannesdóttir),
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Mar-
grét Jónsdóttir, María Rut Dýrfjörð,
Steinunn Vala Sigfúsdóttir/ Hring eftir
hring, Volki (Elísabet Jónsdóttir og
Olga Hrafnsdóttir) og Þórdís Jóns-
dóttir.
Sýningin stendur til 7. janúar og er
opin alla daga vikunnar.
Fjóla Guðmundsdóttir
Jólagleði Selkórsins í Seltjarnarneskirkju
Jólagleði Selkórsins á aðventu verður haldin í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 8. desember kl.17 þar
sem flutt verða sígild íslensk og evrópsk
jólalög. Einsöngvari með kórnum er
Gissur Páll Gissurarson tenór. Ein-
leikarar á flautu eru þær Helga Svala
Sigurðardóttir og Edda Lárusdóttir.
Orgelleikari er Dagný Björgvinsdóttir
en stjórnandi er Oliver Kentish. Miða-
verð er kr.3.000/ 2.500.
Frétt á www. seltjarnarnes.is
Söngfjelagið og góðir gestir syngja inn jólin
Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju 14. og
15. desember. Á efnisskránni verða
þekkt og sígild jólalög í bland við
nýrri tónlist frá ýmsum löndum.
Með kórnum koma fram góðir gestir
og þeirra á meðal eru söngkonurnar
Björg Þórhallsdóttir, Kristjana Arn-
grímsdóttir og Ragnheiður Gröndal.
Á tónleikunum verður meðal annars
frumflutt nýtt jólalag eftir Hreiðar
Inga Þorsteinsson tónskáld sem samið
var fyrir Söngfjelagið af þessu tilefni.
Þetta er í þriðja sinn sem Söng-
fjelagið heldur tónleika á aðventunni
og er það í anda hefðar sem stjórn-
andinn Hilmar Örn Agnarsson, skap-
aði á sínum tíma þegar hann var org-
anisti í Skálholti. Þá stóð hann árum
saman fyrir aðventutónleikum sem
nutu mikilla vinsælda á Suðurlandi
og urðu ómissandi þáttur í tónlist-
arlífinu á aðventu. Söngfjelagið heldur
nú þessu starfi áfram með tónleikum í
Grafarvogskirkju, en Hilmar Örn er í
dag organisti við kirkjuna og stjórnar
þar kórnum Vox Populi sem einnig
kemur fram á tónleikunum ásamt
tríóinu Mr. Norrington og kammer-
sveit sem skipuð er einvalaliði hljóð-
færaleikara.
Söngfjelagið er blandaður kór sem
var stofnaður í Reykjavík haustið 2011
af hópi söngfólks sem hafði áhuga á
að flytja vandaða kórtónlist undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.
Í dag eru um 60 félagar í kórnum.
Fastir liðir á verkefnaskrá Söngfjelags-
ins eru árlegir aðventutónleikar, þar
sem ávallt er frumflutt nýtt verk
samið sérstaklega fyrir kórinn, og
sumarfagnaður í Iðnó á síðasta vetr-
ardag. Þess á milli eru Söngfjelagar
óútreiknanlegir; syngja klezmer, jazz,
þjóðlög og hvaðeina sem andinn blæs
þeim í brjóst. Síðustu tónleikar Söng-
fjelagsins voru í Grafarvogskirkju í lok
október s. l. en þá var húsfyllir þegar
kórinn flutti Helgikonsert (Sacred
Concert) eftir Duke Ellington ásamt
Stórsveit Suðurlands og söngkonunni
Kristjönu Stefánsdóttur.
Tónleikarnir í Grafarvogskirkju
laugardaginn 14. desember hefjast
kl.17 en á sunnudeginum 15. desem-
ber kl.18. Miðasala er á Midi.is og er
miðaverð 3.500 kr.
Fréttatilkynning
Söngsveitin Fílharmónía
syngur inn jólin
Í Kristskirkju fimmtudaginn 12. desember kl 20. Á efnisskránni er fjölbreytt hátíðartónlist m. a. eftir
Báru Grímsdóttur, Magnús Ragnars-
son, Berlioz og Rachmanin
Stjórnandi kórsins er Magnús
Ragnarsson og mun hann einnig leika
á orgel kirkjunnar. Gestastjórnandi á
tónleikunum er Sigurður Árni Jónsson.
Miðaverð á tónleikana er 2000 kr og
fást miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum
Skólavörðustíg og í safnaðarheimili
kirkjunnar, rétt fyrir tónleika. Frítt
fyrir börn 12 ára og yngri.
Fílharmónía lætur sér ekki nægja
tónleikahald í upphafi jólahátíðar
heldur blæs hún einnig til sannkall-
aðrar jólagleði á jólatónleikum í Há-
teigskrikju laugardaginn 28. desember
kl.20. Þar koma fram ásamt kórnum,
Benedikt Kristjánsson, tenór og Sophie
Marie Schoonjans, hörpuleikari. Á
tónleikunum verða m. a. flutt verk
eftir Oliver Kentish og Jórunni Viðar.
Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Miðaverð er 2.000 kr og fást
miðar hjá kórfélögum, í 12 Tónum
Skólavörðustíg og í anddyri Háteigs-
kirkju á örlítið hærra verði eða 2.500 kr.
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Fréttatilkynning
Jólavættir Reykjavíkurborgar og ratleikur
Allir jólavættir Reykjavíkurborgar eru búnar að koma sér fyrir í
Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi
og ætla að gleðja gesti safnsins allan
mánuðinn. Leiðindaskjóða birtist í
fyrsta skipti í Hafnarhúsi á fimmtu-
dagsmorgun og ætlar að dvelja þar
ásamt öðrum vættum í desember. Þá
hefur litlum jólaskógi frá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur verið komið upp hjá
jólavættunum. Jólavættunum er ætlað
að kynna sérstöðu Reykjavíkurborgar
fyrir innlendum og erlendum gestum
hennar. Þær birtast nú jafnframt ein
af annarri á húsveggjum víðsvegar um
borgina þar sem þeim verður hampað.
Samfara því fer af stað spennandi
ratleikur „Leitin að jólavættunum„sem
byggist á að finna vættirnar og svara
léttum og skemmtilegum spurningum
um þær. Hægt er að nálgast ratleikinn
í Hafnarhúsi og í öðrum söfnum borg-
arinnar, í verslunum í miðbænum og
á vefnum. Vegleg verðlaun eru í boði
fyrir þann sem sigrar í leiknum en úr-
slitin í honum verða kynnt 21. desem-
ber. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur
að koma við í Hafnarhúsinu og kíkja á
allar jólavættirnar á einum stað og leita
síðan af hverri og einni á húsveggjum
borgarinnar. Sjá nánari upplýsingar á
christmas. visitreykjavik.is.
Frétt frá Listasafni Reykjavíkur
Jólavættir Reykjavíkurborgar eru nú 11 talsins.