Reykjavík - 07.12.2013, Blaðsíða 14
opnar hér innan skamms
14 7. DESEMBER 2013
LJÓÐ
Hér er ljóð eftir
Önnu Sjöfn Ársælsdóttur
sem er 10 ára nemandi í Melaskóli.
Borgin mín Reykjavík ljómar út í eitt
Og lætin hér stoppa, nei aldrei
Hallgrímskirkja kát og rjóð,
klukkurnar í þér heyrast um alla Reykjavík
Nú eru jólin komin!
BRANDARAR
Í raungreinatíma:
Kennarinn: Nanna getur þú nefnt
eina stjörnu fyrir mig?
Nanna: Já, Andrés Önd!
Hvor getur lifað lengur í eyðimörkinni,
kötturinn eða kameldýrið?
Kötturinn, því hann hefur níu líf
*Brandarar úr Brandarabók Andrésar Andar
(www.andresond.is)
VIÐBURÐIR
Fjölskyldudagskrá í Kringlunni, Miðborg og
Smáralind um helgina.
Sjá nánar á miðopnu.
Friður og fjölmenning í Viðey á sunnudag kl.
14:15-17, sjá nánar á bls. 2.
Hvar er Stekkjastaur? Menningarmiðstöðin
Gerðuberg, sunnudag kl. 14 sjá www.
moguleikhusid.is
Þjóðminjasafnið á morgun sunnudag kl.
14: Dr. Gunni og vinir skemmta gestum
Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða
Verslað á netinu –
Gjafahjálparinn!
Nú streyma til okkar alls konar auglýsingar þar sem settar eru fram hugmyndir
að jólagjöfum fyrir hann og hana,
krakkana, ömmur og afa o. s. frv.
Bæði Smáralind og Kringlan hafa sent
landsmönnum jólagjafahandbók,
Ikea er búið að senda sinn jólabæk-
ling og sömuleiðis stærri sérvöru-
verslanir á borð við Húsasmiðjuna,
Elko og Rúmfatalagerinn. Of langt
mál er að fara að telja upp alla þá
kosti sem í boði eru og manni fall-
ast hreinlega hendur þegar velja á
gjafirnar.
Eðlislæg forvitni mín og áhugi
á möguleikum Internetsins sem
verslunarmiðils varð til þess að ég
er áskrifandi að hinum ýmsu tilboðs
og verslunarsíðum á netinu t. d. skor.
is, heimkaup.is og hopkaup.is sem eru
líklega stærstu vefverslanir landsins.
Allt frábærar síður sem gefa ákveðna
vísbendingu um trendið í netverslun
sem virðist vera að það eru safnsíð-
urnar sem eru að virka á meðan vef-
verslanir einstakra fyrirtækja virðast
ekki ná flugi.
Á www. heimkaup.is er búið að
setja upp sérstaka leitarvél fyrir þá
sem eiga í vandræðum með að velja
jólagjafir handa fjölskyldunni, þú
smellir á Gjafahjálparann og getur
þar sett inn fyrir hvern (pabbi,
amma. . . ), aldur viðkomandi, kyn
og áhugamál og færð í kjölfarið
upp 16 mögulegar jólagjafir í fimm
flokkum þ. e. mest skoðað, mest selt,
hæsta verð, lægsta verð og tilboð.
Þú verður að vísu að taka ákvörðun
út frá þessu úrvali en getur á móti
keypt handa öllum og fengið gjaf-
irnar til þín bæði innpakkaðar og
merktar með jólakveðju. Boðið er
upp á fría heimsendingu á síðunni en
innpökkun og merking kostar. Gæti
hentað þeim vel sem búa erlendis en
eru að kaupa fyrir fjölskylduna hér
heima.
Semsagt síðdegi eða kvöld í tölv-
unni og málið er leyst.
SGK
BARNAHORNIÐ
SUDOKO FYRIR KRAKKA
Fengin að láni frá www.dailysudoku.com/sudoku/kids.
Fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkt
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 var samþykkt í borgar-
stjórn á þriðjudag. Gjaldskrár fyrir
skóla- og frístundaþjónustu og vel-
ferðarþjónustu borgarinnar hækka
ekki á næsta ári. Framlög til frístunda-
kortsins eru hins vegar aukin sem
nemur 5.000 krónum á barn sem er
talsverð búbót fyrir barnafjölskyldur.
Að auki var fimm ára áætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árin 2014-2018 sam-
þykkt.
Byggt á frétt á
www. reykjavik.is