Akureyri - 27.02.2014, Blaðsíða 2
2 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
Dregið úr heima-
námi í Giljaskóla
Meginhluti rannsókna staðfestir
ekki gildi eða mikilvægi heimalær-
dóms. Þetta segir skólastjóri Gilja-
skóla, Jón Baldvin Hannesson. Hann
segir ekki alla á eitt sátta með þetta,
því erfitt virðist að finna aðferða-
fræðilega réttar rannsóknir sem
sýnt geti fram á að nemendur nái
meiri árangri ef þeir sinna miklu
heimanámi.
„Við höfum ekki stigið skrefið og
ákveðið að fella niður heimanám og
óvíst að við gerum það.
Slíkt yrði aldrei gert með lestur
á fyrstu skólaárunum, þar til góðri
lestrarfærni er náð, en kæmi frekar
til greina með annað nám,“ segir Jón
Baldvin.
Eigi að síður telur Jón Baldvin að
margir kennarar skólans hafi dregið
úr heimanámi hjá nemendum sín-
um. „Þegar kennarahópurinn okkar
var spurður í fyrra um tilgátur eða
skýringar á góðum árangri nemenda
okkar á samræmdum prófum komu
m.a. tilgátur um að lítið heimanám
gæti skýrt betri árangur. Engar rann-
sóknir styðja það þó, hér er einungis
um tilgátu að ræða.“
Þegar skoðaðar eru niðurstöð-
ur úr samræmdum prófum síðustu
fimm ár koma nemendur Giljaskóla
og Brekkuskóla best út á Akureyri.
Félagsstaða foreldra nemenda í
Brekkuskóli er að jafnaði hærri en
hjá foreldrum barna í Giljaskóla og
því má velta fyrir sér hvort kennslu-
þátturinn í Giljaskóla vegi þyngra
en ella.
„Sumir vilja halda fram að heima-
nám sé mun meira í öðrum skólum en
okkar. Ég get hins vegar ekkert full-
yrt um það. Formlegur samanburður
hefur ekki verið gerður. Það væri
hins vegar fróðlegt að sjá rannsókn
á því,“ segir Jón Baldvin. a
KSÍ bíður upplýsinga frá
útlöndum vegna Þórsmálsins
„Athugun er ekki lokið og við bíðum enn upplýsinga
erlendis frá vegna þessa máls,“ segir Þórir Hákonarson,
framkvæmdastjóri KSÍ.
KSÍ skoðar enn vísbendingar um veðmálabrask
þegar Þór spilaði fótboltaleik við lið Dalvíkur-Reynis
um miðjan janúar. Niðurstaðan liggur ekki fyrir. Fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar getspár sagði í frétt Stöðvar
2 skömmu eftir að sagt var frá málinu í fjölmiðlum að
freistnivandi væri fyrir hendi fyrir aðila nátengdum lið-
um, sérstaklega í leikjum sem ekki hefðu mikla þýðingu.
Fram kom í frétt Stöðvar 2 að fjárhæðum var veðjað á
leikinn hér innanlands og á stórsigur Þórs. Með stórsigri
er átt við að leikur vinnist með þremur mörkum eða
meira. Leikurinn fór 7-0.
„Við erum sem sagt með skoðun á þessu máli í gangi
og höfum leitað til allra þeirra aðila sem okkur er fært
að leita til varðandi slík mál, s.s. UEFA, ESSA, veðmála-
síðunnar sjálfrar og fleiri aðila,“ segir Þórir Hákonarson,
framkvæmdastjóri KSÍ sem ekki getur tjáð sig nánar
um málið að svo stöddu.
Leikmenn Þórs sendu frá sér yfirlýsingu skömmu eftir
að Akureyri vikublað flutti fyrst frétt um grunsemdirnar.
Þar var því neitað að leikmenn hefðu tekið þátt í veð-
málum í eigin leik. a
Nýr kafli í sögu kaffi-
hússins í Lystigarðinum
Fasteignir Akureyrarbæjar hafa
ákveðið að bjóða út rekstur kaffi-
hússins í Lystigarðinum. Stefnt er að
því að semja til næstu 10 ára frá og
með 15. apríl 2014 og að nýr rekstr-
araðili geti hafið þar rekstur sinn
með vorinu.
Eins og Akureyri vikublað greindi
fyrst frá varð ljóst sl. haust að Sig-
urður Guðmundsson og Njáll Trausti
Friðbertsson, sem báðir hafa gegnt
stöðum bæjarfulltrúa og varabæj-
arfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar á
kjörtímabilinu, hefðu ekki bolmagn
til að reka kaffihúsið áfram þrátt fyrir
fyrri samning. Deilt var um brigsl og
gengu ásakanir um svik og ósannindi
milli Odds Helga Halldórssonar og
þeirra félaga, Njáls og Sigurðar, m.a.
í aðsendum greinum. Tekist var á um
mál eins og hvort bærinn hefði stað-
ið við samkomulag um snjómokstur
til að greiða aðgengi almennings að
kaffihúsinu yfir vetrartímann. Bæði
Akureyri vikublað og Vikudagur
hafa haft eftir Oddi Helga að bær-
inn skaðist á riftun samningsins þar
sem endumeta þurfi forsendur um
endurgreiðslu stofnkostnaðar.
Kaffihúsið í Lystigarðinum var
reist árið 2012 í tilefni af 100 ára
afmæli garðsins og 150 ára afmæli
kaupstaðarins. Rekstur kaffihússins
var boðinn út árið 2012. Niðurstaðan
í kjölfar riftunar leigusamningsins er
að bjóða rekstur kaffihússins út aftur
eins og Oddur Helgi, formaður Fats-
eigna Akureyrar, boðaði í Akureyri
vikublaði haust. Verður það gert með
auglýsingum í fjölmiðlum.
Kaffihúsið í Lystigarðinum er
samtals 177,2 m2 með kjallara og
stórri verönd. Frestur til að skila inn
tilboðum í rekstur þess rennur út 21.
mars nk. a
Varaþingkona beitt ofbeldi
fyrir framan stórmarkað
Freyja Haralsdóttir, varaþingmað-ur Bjartrar framtíðar, ritar grein
í Akureyri vikublað í dag þar sem
hún lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir
í vetur. Greinin er liður í átaki sem
Zontakonur hafa hrundið af stað þar
sem hvatt er til vitundarvakningar
vegna ofbeldis gegn konum. Freyja
lýsir í grein sinni þegar hún hafði
lokið innkaupum í verslun í vetur
ásamt aðstoðarkonu og beið fyrir
framan bíl meðan aðstoðarkonan
gekk frá pokunum. Þá bar að eldri
mann og án þess að aðstoðarkon-
an yrði þess vör snerti hann Freyju
ítrekað.
„Hann byrjaði að strjúka á mér
hárið, andlitið, bringuna, vinstra
brjóstið, magann og niður lærið á
mér. Ég leit í hina áttina, fjarlægði
hugann frá líkamanum og beið eft-
ir að þessu lyki. Fraus. Kom ekki
upp orði. Þessar nokkru sekúndur
liðu eins og heil eilífð. Næsta sem
ég man er að aðstoðarkonan er að
aðstoða mig inn í bíl og maðurinn
stendur á bakvið okkur og starir á
mig þar til búið er að loka bílnum
og við keyrum burt. Mig langaði að
kasta upp. Öskra. Eitthvað. En ég gat
það ekki. Ekkert annað en að klára
þennan dag við hliðina á sjálfri mér.
Þó þakklát fyrir að hafa haft aðstoð
til þess að komast inn í bíl svo þetta
hefði ekki farið verr.“
LÍKAMAR OKKAR EINS OG
EIGN ALMENNINGS
Í grein Freyju kemur fram að fatlaðar
konur verða samkvæmt alþjóðlegum
rannsóknum fyrir margfalt meira
ofbeldi en ófatlaðar konur og nóg er
nú samt eins og hún orðar það. Hún
segir að fatlaðar konur tilkynni síður
ofbeldi en aðrar og síðar en almennt
tíðkist. „Ýmsar ástæður liggja að
baki, ekki síst það valdaleysi sem
við sem fatlaðar konur búum við og
skortur á aðstoð og aðgengi. Á okkur
má glápa, líkamar okkar eru oft skil-
greindir afbrigðilegir og gallaðir og
verða viðföng fagfólks sem vill gera
við þá. Við erum álitnar eilíf börn,
þar með kynlausar og höfum oft ekki
nokkra stjórn á hver aðstoðar okkur,
hvar, hvenær og hvernig. Sem ungar
stúlkur erum við jafnvel skammaðar
fyrir að leyfa ekki hverjum sem er
að aðstoða okkur á salernið og erum
sagðar vera með vesen fyrir að gera
kröfur um hver aðstoðar okkur við
svo persónulegt mál. Skilaboðin sem
við fáum eru því oft þau að líkamar
okkar séu ekki í eigu okkar sjálfra.
Líkamar okkar eru eign almennings.“
Sjá bls. 13
MIG LANGAÐI AÐ öskra, segir Freyja Haraldsdóttir varaþingmaður sem varð fyrir árás
í vetur.
REKSTUR KAFFIHÚSSINS GEKK ekki sem skyldi hjá fyrri rekstaraðilum en nú eru samningar lausir. Völundur
ÞÓRIR
HÁKONARSON