Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Qupperneq 4

Akureyri - 27.02.2014, Qupperneq 4
4 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is Huga þurfi betur að skilaboðum til aldraðra Ekki er staðið nógu vel að boðun til íbúa þegar taka þarf rafmagn af hverfum tímabundið vegna viðgerða eða af öðrum ástæðum, segir öldruð kona í Víðilundi á Akureyri. Í síðustu viku þurfti Norðurorka að láta framkvæma viðgerð á hluta Brekkunnar á Akureyri og lentu sumir íbúa í því að rafmagnið var tekið af húsnæði þeirra í nokkrar klukkustundir yfir miðjan dag án þess að íbúar hefðu fengið viðvörun. Þetta segir öldruð kona sem hafði samband við Akureyri vikublað. Þegar hún áttaði sig á að rafmagnið var farið hringdi hún í Norðurorku og leitaði upplýsinga hverju það sætti að hún hefði ekki verið látin vita með bréfi fyrirfram. Þá hafi hún fengið þau svör að truflunin hefði verið boðuð með rafrænum hætti, sms smáskilaboðum. Konan segist sjálf ekki vera með GSM-síma og þannig háttaði til um fjölda annarra aldraðra íbúa í grennd. Konan segir það óboðlegt að gera ráð fyrir að- gengi rafrænna upplýsinga í hverfum þar sem fjöldi aldraðra eigi heima. Í svona tilvikum þurfi að dreifa miða í hús þar sem lokun sé boðuð með fyrirvara þannig að íbúar geti búið sig undir. NORÐURORKA BIÐST VELVIRÐINGAR Blaðið bar málið undir Baldur Dýr- fjörð upplýsingafulltrúa hjá Norður- orku og spurði hvort aldraðir íbúar sem ekki hafa tæknivæðst gætu lent milli skips og bryggju þegar boð- anir stofnana eins og Norðurorku væru annars vegar. Baldur sagðist ekki þekkja þetta tilvik til fulln- ustu en sagðist sammála konunni um nauðsyn þess að allir fengju upplýsingar og baðst velvirðingar fyrir hönd Norðurorku. Reynt væri að auglýsa mjög stórar lokanir sér- staklega bæði í útvarpi og blaði eins og Akureyri vikublaði. Hin almenna vinnuregla ef fyrirvari gæfist væri að senda líka bréf og sms. Taka mætti fram að notendur gsm-síma væru að jafnaði mjög ánægðir með að fá tilkynningar með þeim hætti. Hins vegar hefðu ekki allir aðgang að slíkum upplýsingum og ef hægt væri að senda bréf líka yrði að gera það eða reyna allt hvað hægt væri til að koma skilaboðum til notenda. a Aðeins 39 kusu sér nýjan oddvita hjá VG Sóley Björk Stefánsdóttir mun leiða lista VG á Akureyri til sveitarstjórn- arkosninga í vor. Sóley fékk 36 at- kvæði af 39 greiddum atkvæðum en Andrea Hjálmsdóttir, oddviti flokks- ins og bæjarfulltrúi, hefur af persónu- legum ástæðum ákveðið að hætta í bæjarstjórn eftir þetta kjörtímabil. Edward Huijbens varabæjarfulltrúi mun áfram skipa annað sætið, hlaut 33 atkvæði af 44 greiddum atkvæðum. Hildur Friðriksdóttir sigraði í kosningu um þriðja sæti og kem- ur ný inn í forystusveit flokksins á Akureyri. Sóley Björk, nýr oddviti VG á Akureyri, segist þakka eindreginn stuðning í efsta sætið því að félagar hennar í VG séu ánægðir með hennar störf innan og utan flokksins síðustu ár og hafi trú á henni sem leiðtoga. „Það var jákvætt að í öll sæti á list- anum voru tveir eða fleiri frambjóð- endur og til marks um áhuga fólks á starfinu en um leið mjög ánægjulegt að stuðningurinn sé svo afgerandi.“ En hvað skýrir svo dræma kjör- sókn að mati Sóleyjar? „Reynslan í félagsstarfi almennt sýnir að oft sé ekki mikil aðsókn á opna fundi almennt og ekki óalgengt að örfáir félagar mæti, jafnvel hjá mjög stórum félögum svo ég held að 50 manns sé bara alls ekki svo slæm mæting. Við vorum að prufa þetta valfundarfyrirkomulag í fyrsta skiptið og í Reykjavík, þar sem val- fundur var haldinn viku fyrr, dróst hann mjög á langinn sem hefur líklega fælt eitthvað frá mætingu hér. Að lokum þá er alltaf nóg um að vera á Akureyri, þennan dag var t.d. Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur og heilmikið um að vera víða.“ a GATAN SENN GREIÐ! Þeir sem starfa við snjómokstur og hreinsun gatna þurfa stundum tímabundið að skipta strætum Akureyrar í tvennt, þar sem myndarlegur snjóruðningur í miðju gatnanna ræður hvort fólk kemst í stæðin sín án útúrdúra. Myndin er tekin í Hrafnagilsstrætinu um helgina en nokkrum mínútum síðar höfðu stórvirkar vinnuvélar fjarlægt allan snjóinn af götunni – og líf íbúanna tók á sig hefðbundna mynd. Það styttist í vorið – og þá fer svona ástand að heyra sögunni til. Í bili. BÞ Körlum í nemahópi HA fækkar um 50 á fjórum árum Stefán B. Sigurðsson rektor HA, hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni„Hlut- verk og mikilvægi HA fyrir nærsam- felagið og íslenskt þjóðfélag“ í húsa- kynnum skólans í gær. Þar fór hann m.a. yfir tölur um fjölda nemenda á síðustu árum. Árið 2009 voru  1499 einstak- lingar við skólann en fjölgaði um 69 á fjórum árum. Árið 2013 voru þeir 1568. Körlum í hópi nemenda fækkaði við Háskólann á Akureyri á sama tímabili. 392 karlar voru við nám í HA árið 2009 en 343 karlar árið 2013. Fækkunin nemuir 49 körlum á sama tíma og skólinn hefur vaxið. Stefán B. Sigurðsson rektor segir þetta ekki vera æskilega þró- un.  „Þetta er líklega vegna þess að kennarafræðin og hjúkrunar- fræðin, sem hafa verið eftirsóttustu námsleiðirnar innan HA, hafa í gegn- um tíðina verið talin kvennastörf,“ sagði Stefán á fyrirlestrinum. -SA/BÞ REKTOR HÁSKÓLANS Á Akureyri segir það vonda þróun að karlnemum við skólann fækki.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.