Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Síða 10

Akureyri - 27.02.2014, Síða 10
10 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Aðalfundur Ferðafé- lagsins Norðurslóðar Ferðafélagið Norðurslóð heldur að- alfund næstkomandi sunnudag, 2. mars. Byrjað verður á að ganga á Höfðann við höfnina á Raufarhöfn og verður aðalfundurinn haldinn eftir gönguna. Mæting við kirkjuna á Raufarhöfn kl. 13:00, fundurinn hefst í grunnskólanum kl. 14:00. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, inntaka nýrra félaga, kosningar og önnur mál. Þá verða sýndar myndir úr göng- um síðasta árs og ferðaáætlun Norð- urslóðar 2014 verður kynnt. Fundurinn er öllum opinn, allir eru hjartanlega velkomnir. Félagið heldur áfram að eflast og er óhætt að segja að starf félags- ins á síðastliðnu ári hafi verið hið fjölbreyttasta frá stofnun, en það var stofnað 2009. Góð þátttaka var í ferðir félagsins, bæði lengri og styttri, árbók FÍ fjallaði um félags- svæðið og var farin árbókarferð um svæðið með fararstjórn höfundar, Hjörleifs Guttormssonar, félögum boðið á GPS-námskeið og þannig má áfram telja. a Hannaði vörumerki Loðdýrabændur að Syðra-Skörðugili í Skagafirði hafa undanfarin miss- eri unnið að vöruþróun sem gengur út á að vinna græðandi smyrsl úr minkafitu. Nú í ársbyrjun fóru að- standendur verkefnisins þess á leit við Myndlistaskólann á Akureyri að nemendur Listhönnunardeildar skólans hönnuðu vörumerki fyrir afurðirnar undir merkjum Gands. Í framhaldi var efnt til samkeppni nemenda á fyrsta-, öðru- og þriðja ári deildarinnar. Merki Ingibjargar Berglindar Guðmundsdóttur var valið sem fram- tíðarauðkenni Gands. Afhending verðlauna fór fram í Myndlistaskól- anum á Akureyri sl. föstudag ásamt því að eigendur Gands tóku formlega við merkinu. a INGIBJÖRG BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR, upprennandi hönnuður. Innfellda myndin sýnir verðlaunamerkið sem hún hannaði fyrir Loðdýrabændur. Á SNARTARSTAÐANÚP, HORFT yfir Hvalvík og norður eftir Melrakkasléttu. Sesselja Guðmundsdótti ÞESSA DAGANA STANDA yfir landvinningar Akureyringa. Vaðlaheiðargöngum hefur verið snúið á rönguna við gerð grjótgarðs sem skagar langt út í Pollinn. Völundur 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ým um breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfæ slan af trolli u var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur le gst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kem r í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhugi n leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50%

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.