Akureyri - 27.02.2014, Síða 12
12 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
AÐSEND GREIN EDWARD H. HUIJBENS
Misráðin gjaldtaka
Í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðju-
dag kom ítarleg grein um hugmyndir
landeigenda í Reykjahlíð um gjald-
töku á þremur áfangastöðum á Norð-
urlandi. Þessi nýjasta tekjuöflunar-
leið af ferðafólki er að mínum dómi
sú versta mögulega sem hugsast get-
ur og fyrir því liggja nokkrar ástæður.
Í fyrsta lagi er mikilvægt að átta
sig á því að ferðaþjónusta ein og sér
stendur ekki undir hagvexti svæða
eða landa. Straumur ferðafólks er
árstíðarbundinn og frekar hvikur,
sveiflast til með tísku og tækni-
breytingum, verðlagi og ástandi
heimsmála. Gestakomur hafa fyrst
og fremst þann kost að efla samfélög
og bæta framlegð fyrirtækja sem þar
eru. Til þess þurfa samfélög og fyr-
irtæki að standa traustum fótum og
þá á fleiri fótum en ferðafólki einu
saman. Tekjur af ferðafólki koma
þannig ekki gegnum einhverskonar
beinharðan pening sem gestir greiða
á hverjum stað fyrir sig, heldur kem-
ur umfram allt fram í bættum rekstri
fyrirtækja og bættri nýtingu þess
sem fyrir er. Þannig er ferðaþjónusta
jákvætt afl til uppbyggingar.
Í annan stað birtast í hugmyndum
um gjaldtöku undarlegar hugmyndir
um eignarhald á landi. Eiga land-
eigendur í Reykjahlíð Dettifoss? Nei
auðvitað ekki. Við öll „eigum“ landið
ef þá hægt er að segja það. Þeir sem
ætla að taka sér það vald að hefta
för fólks um landið verða að hafa
lögmæta hagsmuni að verja, svo
sem vernd á því sem þar er yrkjað
eða byggt upp. Á náttúrusvæðum er
ekkert byggt né yrkjað, aðeins í boði
upplifun af mætti náttúru. Að hindra
för fólks til að nálgast þessa upplif-
un samræmist ekki gildandi lögum,
en þar segir: „Mönnum er heimilt,
án sérstaks leyfis landeiganda eða
rétthafa, að fara gangandi, á skíð-
um, skautum og óvélknúnum sleð-
um eða á annan sambærilegan hátt
um óræktað land og dveljast þar.“
(14gr. 1999/44). Gestum ber að sýna
landeigendum og starfsemi þeirra á
landinu tillitssemi (ef einhver er), en
mega fara óhindrað um. Réttur land-
eigenda til að loka vegna verndar er
reyndar tryggður í nýjum lögum um
náttúruvernd (18gr. 2013/60) en þau
munu ekki koma til fyrr en í júní á
næsta ári ef af verður. Þetta þýðir
einfaldlega að rökin um að gjaldtaka
snúi að vernd standast ekki núgild-
andi lög og í raun ekki skoðun.
Hvað þá skoðun varðar, og í
þriðja lagi, ber að nefna að ef til
stendur að rukka alla gesti sem koma
þarf starfslið og þjónustumiðstöð,
sem til stendur að byggja á þessum
þremur stöðum. Það þýðir að tekjur
sem mögulega verða standa fyrst og
fremst undir byggingu og rekstri á
þessum einingum og lítið sem ekkert
mun fara í vernd eða uppbyggingu
staðanna sjálfra. Enda gaf formaður
landeigenda félagsins það skýrt til
kynna þegar hann sagði það „ekkert
óeðlilegt við að eigendur hefðu arð
af starfseminni“ þegar uppbyggingu
væri lokið. Ekki var annað að skilja
en að sú uppbygging sneri aðeins að
þjónustumiðstöðvum. Hversu langt
menn ætla að ganga í uppbyggingu
á þessum þremur stöðum má svo sem
einu gilda. Gjaldtaka þar af þeim
gestum sem þá staði sækja mun ekki
renna til annarra staða, sem kannski
stendur til að byggja upp, eða jafn-
vel enn brýnni þörf er á að byggja
upp t.d. með það að marki að dreifa
gestafjölda, sem er yfirlýst stefna í
ferðamálum hér á landi.
Í fjórða lagi má spyrja hvaða sam-
tal landeigendur eru eiginlega að
reyna að hefja við aðila í ferðaþjón-
ustu. Nú er búið að selja í fjölda ferða
til landsins, þar sem inni í verði er
heimsókn á t.d. þessa þrjá staði. Ekki
var gert ráð fyrir gjaldtöku. Þýðir
það að ferðaskrifstofur og ferða-
skipuleggjendur muni þurfa að bera
kostnaðinn af heimsókn sinna hópa
þetta sumarið, eða á að hætta á all-
nokkra óánægju meðal gesta með því
að rukka hvern og einn sem úr rútu
kemur? Þessum spurningum er ósvar-
að og var þeirra í raun aldrei spurt,
enda hér um einleik landeigenda að
ræða sem telja sig eigendur að nátt-
úruperlum þessa lands.
Það fordæmi sem mögulega
skapast með þessari gjaldtöku
landeigenda í Reykjahlíð, og byggir
reyndar þegar á fordæmi frá Ker-
inu, er það versta sem skapast get-
ur. Það að hver staður skuli standa
í innheimtu hver fyrir sig og hver
með sínu nefi, gerir upplifun af Ís-
landsferð þannig að gestir telji sig
féfletta frekar en sinnt af gestrisni.
Ferðaþjónusta sem knúin er áfram
af væntingum um gróða er ekki já-
kvætt afl í samfélagi og ranghug-
myndir landeigenda um hlutverk
sitt og réttarstöðu munu ekki verða
uppbyggingu ferðaþjónustu til fram-
dráttar.
Höfundur er forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
AÐSEND GREIN FREYJA HARALDSDÓTTIR
ZONTA segir Nei
Nýja aðstoðarkonan sat undrandi
á móti mér við eldhúsborðið eitt
miðvikudagskvöld í vetur þegar ég
var að fara með henni yfir starfslýs-
inguna. Ég útskýrði fyrir henni að í
starfinu myndi hún upplifa fordóma
og áreitni í minn garð frá ókunn-
ugu fólki í samfélaginu sem myndi
tala fram hjá mér og yfir mig beint
við hana, vilja kyssa mig og snerta
mig í leyfisleysi og vita allt um mína
persónulegu hagi þegar það næði
henni einni. Eins og flestum nýjum
aðstoðarkonum var henni brugðið.
Sólarhringi síðar kynntist hún
þessu af eigin raun þegar ég var að
koma úr matvörubúðinni eftir vinnu.
Á meðan ég beið eftir að hún opn-
aði bílinn á bílastæðinu og gengi frá
pokunum kom eldri maður upp að
mér. Hann byrjaði að strjúka á mér
hárið, andlitið, bringuna, vinstra
brjóstið, magann og niður lærið á
mér. Ég leit í hina áttina, fjarlægði
hugann frá líkamanum og beið eft-
ir að þessu lyki. Fraus. Kom ekki
upp orði. Þessar nokkru sekúndur
liðu eins og heil eilífð. Næsta sem
ég man er að aðstoðarkonan er að
aðstoða mig inn í bíl og maðurinn
stendur á bakvið okkur og starir á
mig þar til búið er að loka bílnum
og við keyrum burt. Mig langaði að
kasta upp. Öskra. Eitthvað. En ég gat
það ekki. Ekkert annað en að klára
þennan dag við hliðina á sjálfri mér.
Þó þakklát fyrir að hafa haft aðstoð
til þess að komast inn í bíl svo þetta
hefði ekki farið verr.
Nokkrum vikum seinna fór ég út
að borða með vinkonum mínum og á
leiðinni út af veitingastaðnum kom
maður upp að mér og sagði við að-
stoðarkonuna ,,Er þetta ekki Freyja?
Ég verð að fá að kyssa hana.” Aftur
fraus ég. Mig langaði að mótmæla
honum en kom ekki upp orði. ,,Nei!”
sagði aðstoðarkonan hvasst og vísaði
honum frá. Honum brá en spurði
aftur. Það var eins og ég kæmist til
einhvers konar meðvitundar, leit á
hann og sagði ,,Nei, þú gerir það
ekki.” Maðurinn fór undan í flæm-
ingi. Og kvöldið mitt var ekki ónýtt.
Fatlaðar konur verða samkvæmt
alþjóðlegum rannsóknum fyrir
margfalt meira ofbeldi en ófatlað-
ar konur og nóg
er það nú samt.
Þær tilkynna það
síður og þá þegar
það hefur varað
lengur en almennt
tíðkast. Ýmsar
ástæður liggja að
baki, ekki síst það
valdaleysi sem
við sem fatlaðar
konur búum við
og skortur á að-
stoð og aðgengi.
Á okkur má glápa,
líkamar okkar eru
oft skilgreindir
afbrigðilegir og
gallaðir og verða
viðföng fagfólks
sem vill gera við
þá. Við erum álitnar eilíf börn, þar
með kynlausar og höfum oft ekki
nokkra stjórn á hver aðstoðar okkur,
hvar, hvenær og hvernig. Sem ungar
stúlkur erum við jafnvel skammaðar
fyrir að leyfa ekki hverjum sem er
að aðstoða okk-
ur á salernið og
erum sagðar vera
með vesen fyrir
að gera kröfur
um hver aðstoð-
ar okkur við svo
persónulegt mál.
Skilaboðin sem
við fáum eru því
oft þau að líkam-
ar okkar séu ekki í
eigu okkar sjálfra.
Líkamar okkar
eru eign almenn-
ings.
Áreitni af
þessu tagi er
hversdagsleg í
mínu lífi. Svo
hversdagsleg að
það er ekki nema rúmt ár síðan ég
áttaði mig á því að hún væri röng
og að fólk hefði ekki leyfi til þess
að umgangast líkama minn eins og
hvern annan dauðan hlut. Þegar
aðstoðarkonan neitaði manninum
á veitingastaðnum um að kyssa mig
og ég komst til ,,meðvitundar” var
eitt af þeim mörgu augnablikum sem
ég átta mig á því hve mikið frelsi
fylgir því að hafa aðstoð sem ég stýri
sjálf. Það fyllti mig um leið mikilli
sorg því ég er ein af örfáum fötluðu
konunum á Íslandi sem bý við slíkt
frelsi. Frelsið gerir mér ekki aðeins
kleyft að taka þátt í samfélaginu til
jafns við aðra. Það gefur mér frelsi
til þess að fá aðstoð við að komast
úr vondum aðstæðum. Setja mörk.
Leita mér ráðgjafar. Segja nei. Að-
stoðin gefur mér líka vald. Vald til
þess að byggja mig upp, taka ekki
ábyrgð á ofbeldisverkum annarra,
geta sent skömmina til síns heima.
Og að lokum vald til þess að virða
líkama minn, stjórna honum og eign-
ast hann sjálf. Sem gefur mér um leið
mun meira vald yfir eigin lífi.
Höfundur er varaþingmaður.
Edward H.
Huijbens
Eiga landeigendur í
Reykjahlíð Dettifoss?
Nei auðvitað ekki. Við
öll „eigum“ landið ef þá
hægt er að segja það.
Nei!
Freyja Haraldsdóttir