Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Síða 14

Akureyri - 27.02.2014, Síða 14
14 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Heyrst hefur HEYRST HEFUR að afhjúpun Akureyrar vikublaðs á eignarhaldinu bak við félagið sem bauð hæst í Skútustaða- skóla á uppboði nýverið hafi sett hluti í samhengi. Hefur heyrst að Jón Ragnarsson sem var um tíma leiðandi í hótel- bransanum hérlendis hafi nú aðeins eina aðkomu af hótelrekstri hérlendis, í gegnum Skútustaðaskóla, og að hann myndi líta á það sem illt hlutskipti að missa síðustu tenginguna. Hefur heyrst að félög tengd Jóni hefðu e.t.v. getað fengið skólann á mun lægra verði en boðið var um síðir, eða tæpar 400 milljónir króna, ef ekki hefði komið inn einn innlendur fjárfestir sem líka hafði mikinn áhuga á að eignast húsið til hótelrekstrar. Sá bauð og bauð en lúffaði að lokum. HEYRST HEFUR að afleidd áhrif tilboðsins háa sem gert var í Skútustaðaskóla muni hafa áhrif á fasteignaverð í Mývatns- sveit. Verð fasteigna er fljótandi og vísitölutryggt og tekur mið af hræringum og breytingum annarra fasteigna. Hefur heyrst að kröfuhafar skuldsettra ferðaþjónustufyrirtækja í Mývatnssveit hafi hopp- að hæð sína af kæti þegar upplýstist að skóli sem til stóð að selja fyrir átta milljónir fyrir skemmstu kosti nú 384 milljónir króna, „kassinn einn“ eins og það er orðað. HEYRST HEFUR að frétt Akureyrar vikublaðs um að Íslendingur, sonur Jóns Ragnarssonar, sé eini skráði hluthafi erlends félags sem bauð hæst í Skútustaðaskóla sé dæmi um enn eitt málið, þar sem komi á daginn á áhugi Íslendinga á fjárfestingum hér innanlands sé þrátt fyrir allt harla lítill þegar allt kemur til alls. Stundum sé hinu gagnstæða haldið fram og alið á ótta um að Ísland sé til sölu og hákarlar erlendis muni gleypa allt. Hið rétta sé að oftar en ekki séu Íslendingar bak við „erlendu félögin“. Hefur mátt sjá þessa stað allt frá því að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Spunafréttir um áhuga erlendra fjárfesta reyndust ekki eiga við rök að styðjast. Fæstir hafi áhuga á oss. Nema við sjálf... AÐSEND GREIN HEIÐUR ÓSK ÞORGEIRSDÓTTIR Skák er skemmtileg íþrótt Skákfélag Akureyrar var stofnað 10. febrúar árið 1919 og er eitt af elstu félögunum á Akureyri. Skákfélagið er opið öllum, ungum sem öldnum, og má hver sem er sem hefur áhuga á skák hefja æfingar en þessi íþrótt er einstök listgrein fyrir alla. Skák er jafnan talin holl íþrótt þar sem reynt er á hugann og einstaklingar sem stunda hana eignast kyrrlátt athvarf og tilbreytingu frá hvers- dagsleikanum. Skákfélag Akureyrar er stórt fé- lag sem hefur unnið til margra titla í einstaklingskeppnum í ýmsum aldursflokkum frá stofnun þess og þá sérstaklega undanfarin ár. Til að mynda má nefna að árið 2011 var landsmót í skólaskák haldið á Ak- ureyri og voru báðir sigurvegararnir frá Akureyri og var það í fyrsta sinn í 32 ára sögu mótsins sem svo var. Einnig er nýlegur skákmeistari Akureyrar sá yngsti frá upphafi, eða 14 ára gamall. Nú í ár fengu tveir frá Skákfélaginu tilnefningu til að fara á norðurlandamótið í skólaskák í Billund þar sem annar hampaði öðru sæti í sínum aldursflokki og hinn fjórða sætinu í sínum aldursflokki. Þeir sem eldri eru í félaginu eru dug- legir að sækja öldungamót sem eru í boði, bæði innanlands sem utan, en þeir fara til að mynda annað hvert ár til Færeyja. Innan félagsins eru auk þess haldin ýmis mót og er þá keppt í hraðskák, kappskák og atskák. Aðstaða Skákfélags Akureyrar er í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem allar æfingar fara fram. Æfingar fyrir byrjendur eru á mánudögum kl. 16:30-18 og sér Andri Freyr Björg- vinsson um þær en æfingar fyrir lengra komna eru á miðvikudögum kl. 17-18:30 og sér Sigurður Arnars- son um þær. Skák er íþrótt sem krefst styrks hugans ásamt því að þú lærir að beita huganum á rólegan og yfir- vegaðan máta. Í skákinni eignastu vini til framtíðar frá ýmsum lönd- um og þrátt fyrir vítt aldursbil er skákhópurinn ótrúlega samheldinn og náinn og fullur af afburðaleik- mönnum og meisturum framtíðar- innar. Þess vegna er ekki skrítið að einkunnarorð skákhreyfingarinnar séu: ,,Við erum ein fjölskylda“. Skák- in er heillandi samband af list og íþróttum og í henni þjálfar þú hug- ann og heilann. Ég hvet alla, unga sem aldna, til að kynna sér skákstarfið og möguleika þess og vil benda á vef- síðu Skákfélags Akureyrar, http:// www.skakfelag.blog.is, en þar er fjallað um ýmis mót, úrslit móta, sögu félagsins og starfssemi í kring- um félagið. Einnig er hægt að hafa samband við formann skákfélagsins, Áskel Örn Kárason, á askell@simnet. is eða Sigurð Arnarsson, á sigarn@ akmennt.is ef vantar frekari upp- lýsingar. AÐSEND GREIN SIGURÐUR RÚNAR RAGNARSSON Athyglisverð frétt Athyglisverð frétt birtist í blaðinu Akureyri vikublaði 20.feb sl. Og þeim fjölgar. Blaðið er að sækja sig. Veiðifélag Mývatns skorar á sveit- arstjórn og aðra að koma í veg fyrir frekari framkvæmdir við jarðvarma- virkjanir í nágreni Mývatns. Tillagan var borin upp af for- manni félagsins. Áskorunin er birt í heild í blaðinu og þar með rökstuðningur fyrir því að þetta sé brýnt. Helsti rökstuðningur var: Svæðið er á rauðum lista umhverfis- yfirvalda (ekki nefnt hverra) vegna áforma um Bjarnarflagsvirkjun, mengandi frárennsli frá manna- byggð og hnignunar kúluslkíts. Helstu áhyggjur vegna Bjarnar- flagsvirkjunar eru minna hitastreymi til vatnsins vegna kólnunar og/eða minna rennslis og eiturefnamengun frá borholuvökva. Ég varð hissa að að veiðifélags- menn, vildu leggja þetta til málanna. Í því sambandi langar mig að skjóta nokkrum athugasemdum eða hugleiðingum inn í umræðuna. Fyrir það fyrsta: Í Kröflueldum hækkaði hiti á grunnvatni sem renn- ur í Ytriflóa. Hiti vatns í Grjótagjá, sem er sæmilegur mælikvarði, fór úr um 40°C í um 65°C. Síðan hefur hann lækkað hægt og bítandi. Því finnst mér skjóta skökku við að áhyggjur stafi af lækkandi hita grunnvatns þar sem hann nálgast óðum það sem hann var á árum áður. Í öðru lagi; Borholuvökvi frá Bjarnnarflagi, hvort sem hann er eit- urefnamengaður eða ekki, hefur ver- ið losaður á yfirborði í Barnarflagi í meira en hálfa öld og við Kröflu- virkjun nokkru skemur. Ég hef ekki rekist á neinar mælingar sem hafa gefið vísbendingu um að hann spilli lífríki vatnsins. Ef þær eru til, vildi ég gjarna fá ábendingar þar um. Í þriðja lagi: Borholuvökvi úr Bjarnarflagi er nú notaður í Jarð- böðin í Mývatnssveit sem tugþús- undir manna baða sig í ár hvert. Fullyrðing þeirra veiðifélagsmanna að hann sé eirurefnamengaður finnst mér nokkuð brött og hjálpar Jaðböð- unum varla í markaðssetningu, nema enginn taki mark á henni. Í fjórða lagi; Gert er ráð fyrir sam- kvæmt umhverfismati Bjarnarflags- virkjunar að borholuvökvi sem frá henni stafar og Jarðböðin þurfa ekki að nota, verði sendur aftur niður í jörð a.m.k. 1.000 metra niður fyrir sjávarmál. Í fimmta lagi: Ef taka ætti tillit til áskorunar formanns veiðifélagsins um að beita varúðarreglunni, þ.e. að náttúran njóti vafans, sýnist mér að hann snúist helst um frárennsli frá fólki í sveitinni, íbúum landbúnaði og ferðafólki. Með fjölgun ferðafólks eru líkur til að frárennslið aukist. Veit raunar ekki til að næringarefna- eða eiturefnamengunar vegna frá- rennslis frá landbúnaði eða byggð hafi til þessa orðið vart í Mývatni. Hvaðeina má draga í efa. Í þessu tilfelli sýnist mér efinn helst beinast að afleiðingum fjölgunar ferðafólks. Verði tekið undir óskir þeirra 14 veiðifélagsmanna, að náttúran fái að njóta vafans, liggur beinast við að takmarka eða banna móttöku ferðamanna í Mývatnssveit. Í frétt blaðsins kom fram að eftir miklar umræður hafi tillagan verið naumlega felld með 18 atkvæðum gegn 14, þ.e. 14 af 32 fundarmönnum samþykktu tillögu formanns. Hvort það er naumt læt ég öðrum eftir að dæma. Að lokum: Í þessari athyglisverðu tillögu formanns veiðifélagsins kem- ur fram að “ Bleikjuveiði hafi löng- um verið stórfelld hlunnindi vatns- bænda í Mývatnssveit, sem séu nú að engu orðin”. Þegar illa veiddist á árum áður var Kísiliðjunni gjarnan kennt um. Hún er löngu horfin. Nú er risinn nýr skotspónn, jarðvarmavirkjun. Hverju voru veiðileysis- og átu- leysisár að kenna fyrir tilkomu Kísiliðju og jarðvarmavirkjanna í nágrenni Mývatns? Dettur engum í hug að bleikja í Mývatni hafi verið ofveidd? Sigurður Rúnar Ragnarsson (Aths. ritstjóra: Í greininni að ofan segir að tillagan á fundinum hafi komið fram frá formanni Veiðifélags Mývatns. Hið rétta er að tillagan kom fram frá fyrrverandi formanni Veiðifélags Mývatns, Braga Finnbogasyni. Bragi situr samkvæmt upplýsingum blaðsins ekki í stjórn.) Dettur engum í hug að bleikja í Mývatni hafi verið ofveidd? Sigurður Rúnar Ragnarsson Skák er jafnan talin holl íþrótt þar sem reynt er á hugann ... Heiður Ósk Þorgeirsdóttir 60 manna barnaverk sett upp í Hofi Leikhópurinn Grímurnar á Akureyri setur upp á stóra sviðinu í Hofi á Akureyri þann 23. mars nk., nýjan barnasöngleik með tónlistinni af vísnaplötum Gunnars Þórðarson- ar, Einu sinni var og Út um græna grundu. Höfundar eru Pétur Guð- jónsson og Jóhanna G Birnudóttir sem skrifað hafa tvö önnur leikrit sem sett hafa verið upp á Akureyri. Friðrik Ómar sér um útsetningar og stjórnar upptöku, söng-og kórstjórar eru Heimir Ingimarsson og Margrét Árnadóttir en Ívar Helgason hannar útlit á sýningunni, auk þess að sjá um leikstjórn og dans. Um 25 börn eru í sýningunni, auk fullorðinna, svo hátt í 60 manns koma að henni. Tumi Tímalausi í Álfheimum er í tilkynningu frá aðstandendum sögð skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda hafi tónlistin lifað með þjóðinni í hartnær 40 ár og sé nú endurvakin í ævintýri úr álfheimum. a

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.